Erlent

Allir um borð í kín­versku flugvélinni fórust

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunaraðilar halda áfram að leita að svarta kassanum en aðeins annar þeirra hefur fundist.
Björgunaraðilar halda áfram að leita að svarta kassanum en aðeins annar þeirra hefur fundist. AP/Zhou Hua

Allir 132 um borð í flugi MU5735 hjá flugfélaginu China Eastern Airlines létust í slysinu. Flugvélin hrapaði í suðurhluta Kína þann 21. mars síðastliðinn.

Boeing 737-800 flugvél flugfélagsins var á leið til hafnarborgarinnar Guangzhou frá Kunming, höfuðborgar héraðsins Yunnan þann 21. mars þegar hún skyndilega hrapaði. Vélin virðist hafa hrapað um 30 þúsund fet á innan við þremur mínútum og myndbönd, sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýndu vélina hrapa nánast lóðrétt niður á jörðina.

Annar svörtu kassanna um borð hefur fundist en leit yfir hinum þeirra stendur enn yfir. Flugritinn, eða „svarti kassinn“ eru almennt tveir í farþegaþotum og nýtast við að segja til um hvað olli flugslysum.

Björgunaraðilar héldu blaðamannafund í Kína í dag þar sem aðstandendum var tilkynnt um að enginn hafi komist lífs af úr brakinu. Kínverski fjölmiðillinn CGTN greinir frá.


Tengdar fréttir

Annar flug­rita kín­versku vélarinnar fundinn

Leitarlið hefur fundið annan af flugritum farþegavélarinnar sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudaginn. Ekki er liggur fyrir hvort um sé að ræða ferðritann eða hljóðritann en hann er mikið skemmdur að því er segir í frétt AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×