Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 13:18 Ríkharður Daðason keypti bréfin í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Vísir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48