Gildismat vísinda Rakel Anna Boulter skrifar 24. mars 2022 12:00 Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun