Selenskí ávarpar heimsbyggðina og boðar mótmæli: „Heimurinn verður að stöðva Rússland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. mars 2022 22:55 Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp sitt á ensku í kvöld og kallaði eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að fólk um allan heim safnist saman á morgun, fimmtudaginn 24. mars, til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir aðgerðir Rússa aðeins byrjunina á stríðinu gegn frelsi í Evrópu. Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06