Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Jakob Bjarnar skrifar 23. mars 2022 17:03 Andrés Ingi var ekki að gefa Pútín forseta Rússlands neinn afslátt á Alþingi nú síðdegis. Vísir/Vilhelm/Getty Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. „Við þurfum að standa með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra og sýna honum fullan stuðning í árásum rússneska sendiráðsins á hana því það eru árásir á íslenska þingið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta. Andrés vísaði þar til ummæla Sigurðar Inga sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarmanna þess efnis að Pútín forseti Rússlands væri illvirki. Rússneski sendiherrann á Íslandi hefur krafist afsökunarbeiðni af hálfu Sigurðar Inga sem hefur svarað að hann muni ekki biðja Pútín afsökunar fyrr en hann hættir innrásum á Úkraínu. Andrés taldi kröfu sendiherrans fráleita; undir orð Sigurðar Inga gætu þingmenn, hver og einn einasti, tekið. Andrés segir rússneska misnota 95. gr. almennra hegningarlaga þess efnis að ekki megi móðga erlenda þjóðarleiðtoga. „En ef dómsmálaráðherra verði beðinn um að virkja 95. grein gegn innviðaráðherra kemur til kasta forseta að meta það hvort eigi að svipta eigi ráðherrann friðhelgi þingsins. Þar stöndum við saman öll sem eitt með friði gegn Vladimir Pútín illvirkjanum.“ Í ræðustól steig þá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og tók undir með Andrési. Hún sagði okkur búa við þau lög að bannað sé að uppnefna erlenda þjóðarleiðtoga á Íslandi. Þau lög væru úrelt. Þingmenn byggju við þinghelgi en almenningur megi ekki lýsa skoðunum sínum „á illvirkjanum Pútín eða öðrum þjóðarleiðtogum sem fremja stríðsglæpi án þess að eiga yfir höfði sér refsingu.“ Lög eiga ekki að vernda illvirkja frá sannleikanum Þórhildur Sunna sagði að einhverra hluta vegna hafi verið tregða til að breyta þessum lögum. „Auðvitað verndum við erlend sendiráð og öryggi þeirra og starfsmanna þeirra. Það er okkar grunnskylda í samfélagi þjóðanna en við leyfum okkur að tala frjálslega um þau illvirki sem framin eru af erlendum þjóðhöfðingjum. Þeir eiga ekki skilið neina sérstaka vernd fyrir umtali um þau illvirki sem fremja.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn tók í sama streng. Og benti á hugsunarvillu í orðum rússneska sendiherrans að Sigurður Ingi væri að skipta sér af innanríkismálum Rússa. „Það er ein hugsanlega villan, skekkjan, innrás í annað ríki er innanríkismál Rússlands. Síðan er kemur það líka fram að stjórnvöld í landinu þar séu lýðræðislega kjörin. Við vitum allt um það hvernig lýðræðið í Rússlandi virkar þannig að hér er enn ein hugsanlega villan og alveg vel hægt að heimfæra það undir orð hvæstvirts þingmanns um að þetta sé falsfréttaveita,“ sagði Sigmar meðal annars. Og tók undir með Andrési Inga og Sigurði Inga. Rússnesk sendiráð falsfréttamaskínur Andrés kom þá aftur í ræðustól og bætti í. „Rússnesk sendiráð um allan heim eru þessa dagana lítið annað en falsfréttamaskínur. Það að fulltrúar rússneskra stjórnvalda hér á landi sjái ástæða til að finna að því að leiðtogi stjórnmálaflokks tjái sig með skýrum hætti um þau brot sem eru að eiga sér stað í Úkraínu að undirlagi illvirkjans Vladimir Putins,“ sagði Andrés Ingi og bætti því við að alvarlegt væri að við hefðum ekki enn haft dug í okkur til að taka móðgunar ákvæði 95. gr. hegningarlaga út úr lagabálkinum. „Það er til skammar fyrir þingið og ég velti því fyrir mér hvort forseti ætti kannski að beina því til allsherjar- og menntamálanefndar að koma hið snarasta með frumvarp þess efnis til þingsins að þurrka þennan bókstafi út sem lætur móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml, njóta aukins réttar á móti tjáningarfrelsi einstaklinga á Íslandi. Þetta getur ekki gengið.“ Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Píratar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Við þurfum að standa með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra og sýna honum fullan stuðning í árásum rússneska sendiráðsins á hana því það eru árásir á íslenska þingið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta. Andrés vísaði þar til ummæla Sigurðar Inga sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarmanna þess efnis að Pútín forseti Rússlands væri illvirki. Rússneski sendiherrann á Íslandi hefur krafist afsökunarbeiðni af hálfu Sigurðar Inga sem hefur svarað að hann muni ekki biðja Pútín afsökunar fyrr en hann hættir innrásum á Úkraínu. Andrés taldi kröfu sendiherrans fráleita; undir orð Sigurðar Inga gætu þingmenn, hver og einn einasti, tekið. Andrés segir rússneska misnota 95. gr. almennra hegningarlaga þess efnis að ekki megi móðga erlenda þjóðarleiðtoga. „En ef dómsmálaráðherra verði beðinn um að virkja 95. grein gegn innviðaráðherra kemur til kasta forseta að meta það hvort eigi að svipta eigi ráðherrann friðhelgi þingsins. Þar stöndum við saman öll sem eitt með friði gegn Vladimir Pútín illvirkjanum.“ Í ræðustól steig þá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og tók undir með Andrési. Hún sagði okkur búa við þau lög að bannað sé að uppnefna erlenda þjóðarleiðtoga á Íslandi. Þau lög væru úrelt. Þingmenn byggju við þinghelgi en almenningur megi ekki lýsa skoðunum sínum „á illvirkjanum Pútín eða öðrum þjóðarleiðtogum sem fremja stríðsglæpi án þess að eiga yfir höfði sér refsingu.“ Lög eiga ekki að vernda illvirkja frá sannleikanum Þórhildur Sunna sagði að einhverra hluta vegna hafi verið tregða til að breyta þessum lögum. „Auðvitað verndum við erlend sendiráð og öryggi þeirra og starfsmanna þeirra. Það er okkar grunnskylda í samfélagi þjóðanna en við leyfum okkur að tala frjálslega um þau illvirki sem framin eru af erlendum þjóðhöfðingjum. Þeir eiga ekki skilið neina sérstaka vernd fyrir umtali um þau illvirki sem fremja.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn tók í sama streng. Og benti á hugsunarvillu í orðum rússneska sendiherrans að Sigurður Ingi væri að skipta sér af innanríkismálum Rússa. „Það er ein hugsanlega villan, skekkjan, innrás í annað ríki er innanríkismál Rússlands. Síðan er kemur það líka fram að stjórnvöld í landinu þar séu lýðræðislega kjörin. Við vitum allt um það hvernig lýðræðið í Rússlandi virkar þannig að hér er enn ein hugsanlega villan og alveg vel hægt að heimfæra það undir orð hvæstvirts þingmanns um að þetta sé falsfréttaveita,“ sagði Sigmar meðal annars. Og tók undir með Andrési Inga og Sigurði Inga. Rússnesk sendiráð falsfréttamaskínur Andrés kom þá aftur í ræðustól og bætti í. „Rússnesk sendiráð um allan heim eru þessa dagana lítið annað en falsfréttamaskínur. Það að fulltrúar rússneskra stjórnvalda hér á landi sjái ástæða til að finna að því að leiðtogi stjórnmálaflokks tjái sig með skýrum hætti um þau brot sem eru að eiga sér stað í Úkraínu að undirlagi illvirkjans Vladimir Putins,“ sagði Andrés Ingi og bætti því við að alvarlegt væri að við hefðum ekki enn haft dug í okkur til að taka móðgunar ákvæði 95. gr. hegningarlaga út úr lagabálkinum. „Það er til skammar fyrir þingið og ég velti því fyrir mér hvort forseti ætti kannski að beina því til allsherjar- og menntamálanefndar að koma hið snarasta með frumvarp þess efnis til þingsins að þurrka þennan bókstafi út sem lætur móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml, njóta aukins réttar á móti tjáningarfrelsi einstaklinga á Íslandi. Þetta getur ekki gengið.“
Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Píratar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28