Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 16:30 Aron Elís Þrándarson á æfingu íslenska liðsins út á Spáni en með honum er Jón Dagur Þorsteinsson sem spilar líka í danska boltanum. KSÍ Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. „Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira