Innlent

Val­gerður Björk leiðir lista Beinnar leiðar í Reykja­nes­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Beinnar leiðar.
Frambjóðendur Beinnar leiðar. Bein leið

Valgerður Björk Pálsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Í tilkynningu segir að í öðru sæti sæe Helga María Finnbjörnsdóttir viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia og í þriðja sæti Birgir Már Bragason málari og atvinnurekandi. 

„Bein leið er óflokksbundið bæjarmálafélag sem hefur verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi í Reykjanesbæ undanfarin tvö kjörtímabil,“ segir í tilkynningunni.

Framboðslisti Beinnar leiðar 2022:

  1. Valgerður Björk Pálsdóttir, 35 ára, doktorsnemi í stjórnmálafræði og kennari við HÍ.
  2. Helga María Finnbjörnsdóttir, 41 árs, viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia.
  3. Birgir Már Bragason, 49 ára, málari og atvinnurekandi.
  4. Halldór Rósmundur Guðjónsson, 55 ára, lögfræðingur.
  5. Sigrún Gyða Matthíasdóttir, 34 ára, leikskólastjóri Akurs.
  6. Davíð Már Gunnarsson, 33 ára, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins.
  7. Kristján Jóhannsson, 54 ára, leiðsögumaður.
  8. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, 23 ára, háskólanemi í uppeldis- og menntunarfræði.
  9. Jóhann Gunnar Sigmarsson, 41 árs, grunnskólakennari í Njarðvíkurskóla.
  10. Rannveig L. Garðarsdóttir, 65 ára, bókavörður í Bókasafni Reykjanesbæjar.
  11. Þórarinn Darri Ólafsson, 19 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
  12. Harpa Jóhannsdóttir, 34 ára, tónlistarkennari í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
  13. Davíð Örn Óskarsson, 36 ára, markaðsstjóri Blue Car Rental.
  14. Justyna Wróblewska, 32 ára, deildarstjóri í leikskóla og BA í sálfræði.
  15. Hannes Friðriksson, 64 ára, innanhúsarkitekt.
  16. Eygló Nanna Antonsdóttir, 18 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
  17. Sólmundur Friðriksson, 54 ára, verkefnastjóri hjá Keili.
  18. Aleksandra Klara Wasilewska, 26 ára, þjónustufulltrúi í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.
  19. Hrafn Ásgeirsson, 66 ára, lögreglumaður .
  20. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, 49 ára, grunnskólakennari í Gerðaskóla.
  21. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, 54 ára, lögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
  22. Guðbrandur Einarsson, 64 ára, alþingismaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×