Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2022 06:30 Biden hefur einnig varað við netárásum af hálfu Rússa, líkt og sést á tístinu í fréttinni. epa Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira