Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 22:44 Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu en upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast. EPA/Johan Nilsson Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50