Íslenskt útgerðarfyrirtæki segir Rússa hafa reynt að fjárkúga sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. mars 2022 23:30 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin segir Rússa hafa reynt að beita sig fjárkúgun í tvígang á síðasta áratug. Fyrirtækið á gott samband við hvítrússneskan ólígarka sem fyrirtækið segir að hafi aðstoðað sig úr vandanum á sínum tíma. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, en hann er forstjóri útgerðarinnar. Vinur viðskiptavina sinna Það höfðu líklega fæstir Íslendingar hugmynd um hver hvítrússneski auðjöfurinn Aleksander Moshensky væri fyrir helgi. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um Moshensky og íslensk viðskiptatengsl hans. Þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að hann yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu en Moshensky er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og á útgerðarfyrirtæki sem verslar við Íslendinga fyrir milljarða. Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra.Vísir Það er helst íslenska útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin sem hann á í viðskiptum við en í grein Stundarinnar kemur einmitt fram að hann og Binni í Vinnslustöðinni séu góðir vinir. Þetta staðfestir Binni sjálfur: „Það liggur auðvitað í orðanna hljóðan - viðskiptavinir - það bara felur í sér að þú ert vinur viðskiptavina þinna. Og auðvitað bara þekki ég Moshensky vel. Ég þekki hann vel eins og stjórnendur margra annarra fyrirtækja,“ segir Binni. Vildu greiðslu upp á 65 milljónir Hann segir Moshensky meðal annars hafa aðstoðað fyrirtækið þegar það lenti í fjárkúgun Rússa - fyrst árið 2012. Þá hafi rússneska matvælaeftirlitið sagst hafa greint gerla í fisk þeirra og lokað á innflutning afurða þess til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Við athugun MAST hafi hins vegar engir gerlar fundist enda hafi vilji Rússa brátt komið í ljós þegar þriðji aðili hafði samband við Vinnslustöðina. „Það kom í ljós með símtalinu þegar var sagt að við gætum leyst þetta með 500 þúsund dollara greiðslu sem eru auðvitað bara hreinar mútur, eða fjárkúgun réttara sagt,“ segir Binni. Vinnslustöðin þvertók fyrir að greiða gjaldið, sem eru um 65 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. „Við sögðum bara nei, það er ekki okkar stíll. Við látum ekki undan kúgunum eða hótunum um mútur,“ segir Binni. Bannið á innflutningi á vörum Vinnslustöðvarinnar varði því en var þó aflétt eftir nokkurn tíma eftir að útgerðin sneri sér meðal annars til Moshenskys og fleiri viðskiptavina sinna í löndunum. Hefur ekki viljað greina frá málunum áður Hann hafi beitt sér fyrir afléttingu bannsins enda sjálfur haft mikla hagsmuni að því að sögn Binna: „Hans hagsmunir voru auðvitað þeir að við gætum selt honum afurðir eins og önnur fyrirtæki á Íslandi.“ Svipuð staða kom svo upp aftur árið 2014 þegar hópur rússneska fyrirtækja vildi að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi færu í einokunarhring með sér. Stuttu síðar, haustið 2015, settu Rússar á bann við innflutningi á íslenskum fiski. „Í þessu öllu saman þá sögðum við Aleksander Moshensky frá þessu og öðrum viðskiptavinum okkar í Rússlandi, sem voru ekki í þessu „cartel“, og þeir voru að vinna allir með okkur,“ segir Binni. Það hafi loks tekist en einnig með hjálp íslensku utanríkisþjónustunnar. Binni segist ekki hafa viljað segja frá þessum atvikum fyrr því hann taldi þá einsýnt að Rússar myndu þá aftur banna innflutning á vörum Vinnslustöðvarinnar. Einnig gæti þetta komið sér illa fyrir þá sem tengjast málunum. Hann sér þó ekki tilganginn í að sitja á þessu lengur og segir fyrirtækið vilja gera hreint fyrir sínum dyrum eftir umfjöllun Stundarinnar þar sem það telur sig sett á stall með þeim sem vilja þóknast Pútín Rússlandsforseta eða einræðisherra Hvíta-Rússlands, Lukashenko. „Þessar upplýsingar sem ég er að birta núna þýða væntanlega það að það verður lokað á Vinnslustöðina. Og þýða það að Aleksander Moshensky getur ekki keypt neinar afurðir frá Íslandi,“ segir Binni. Verður sjálfur að gera grein fyrir tengslum við einræðisherrann Sjálfur segist hann ekki þekkja nákvæmlega hver tengsl Moshenskys við Lukashenko séu en í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að þau séu talsverð. Binni segir Moshensky sjálfan verða að svara fyrir það. „Í hvaða landi sem þú ert þá geturðu ekki starfað lengi í óþökk stjórnvalda. Hvort sem það er í Kína, á Íslandi, í Bandaríkjunum eða hvar það er. Þú verður að fara eftir lögum og reglum þess lands sem þar eru og undir það verðurðu að beygja þig. Og vafalaust er það þannig að Aleksander Moshensky hann hefur þurft að beygja sig undir lög og reglur og ægivald Lukashenko sem er ekki geðfellt og ég ætla nú bara alveg að vera skýr á því. En hann verður bara að svara því sjálfur hver tengsl hans eru við Lukashenko.“ Rætt var við Binna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á fréttina hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Rússland Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, en hann er forstjóri útgerðarinnar. Vinur viðskiptavina sinna Það höfðu líklega fæstir Íslendingar hugmynd um hver hvítrússneski auðjöfurinn Aleksander Moshensky væri fyrir helgi. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um Moshensky og íslensk viðskiptatengsl hans. Þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að hann yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu en Moshensky er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og á útgerðarfyrirtæki sem verslar við Íslendinga fyrir milljarða. Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra.Vísir Það er helst íslenska útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin sem hann á í viðskiptum við en í grein Stundarinnar kemur einmitt fram að hann og Binni í Vinnslustöðinni séu góðir vinir. Þetta staðfestir Binni sjálfur: „Það liggur auðvitað í orðanna hljóðan - viðskiptavinir - það bara felur í sér að þú ert vinur viðskiptavina þinna. Og auðvitað bara þekki ég Moshensky vel. Ég þekki hann vel eins og stjórnendur margra annarra fyrirtækja,“ segir Binni. Vildu greiðslu upp á 65 milljónir Hann segir Moshensky meðal annars hafa aðstoðað fyrirtækið þegar það lenti í fjárkúgun Rússa - fyrst árið 2012. Þá hafi rússneska matvælaeftirlitið sagst hafa greint gerla í fisk þeirra og lokað á innflutning afurða þess til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Við athugun MAST hafi hins vegar engir gerlar fundist enda hafi vilji Rússa brátt komið í ljós þegar þriðji aðili hafði samband við Vinnslustöðina. „Það kom í ljós með símtalinu þegar var sagt að við gætum leyst þetta með 500 þúsund dollara greiðslu sem eru auðvitað bara hreinar mútur, eða fjárkúgun réttara sagt,“ segir Binni. Vinnslustöðin þvertók fyrir að greiða gjaldið, sem eru um 65 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. „Við sögðum bara nei, það er ekki okkar stíll. Við látum ekki undan kúgunum eða hótunum um mútur,“ segir Binni. Bannið á innflutningi á vörum Vinnslustöðvarinnar varði því en var þó aflétt eftir nokkurn tíma eftir að útgerðin sneri sér meðal annars til Moshenskys og fleiri viðskiptavina sinna í löndunum. Hefur ekki viljað greina frá málunum áður Hann hafi beitt sér fyrir afléttingu bannsins enda sjálfur haft mikla hagsmuni að því að sögn Binna: „Hans hagsmunir voru auðvitað þeir að við gætum selt honum afurðir eins og önnur fyrirtæki á Íslandi.“ Svipuð staða kom svo upp aftur árið 2014 þegar hópur rússneska fyrirtækja vildi að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi færu í einokunarhring með sér. Stuttu síðar, haustið 2015, settu Rússar á bann við innflutningi á íslenskum fiski. „Í þessu öllu saman þá sögðum við Aleksander Moshensky frá þessu og öðrum viðskiptavinum okkar í Rússlandi, sem voru ekki í þessu „cartel“, og þeir voru að vinna allir með okkur,“ segir Binni. Það hafi loks tekist en einnig með hjálp íslensku utanríkisþjónustunnar. Binni segist ekki hafa viljað segja frá þessum atvikum fyrr því hann taldi þá einsýnt að Rússar myndu þá aftur banna innflutning á vörum Vinnslustöðvarinnar. Einnig gæti þetta komið sér illa fyrir þá sem tengjast málunum. Hann sér þó ekki tilganginn í að sitja á þessu lengur og segir fyrirtækið vilja gera hreint fyrir sínum dyrum eftir umfjöllun Stundarinnar þar sem það telur sig sett á stall með þeim sem vilja þóknast Pútín Rússlandsforseta eða einræðisherra Hvíta-Rússlands, Lukashenko. „Þessar upplýsingar sem ég er að birta núna þýða væntanlega það að það verður lokað á Vinnslustöðina. Og þýða það að Aleksander Moshensky getur ekki keypt neinar afurðir frá Íslandi,“ segir Binni. Verður sjálfur að gera grein fyrir tengslum við einræðisherrann Sjálfur segist hann ekki þekkja nákvæmlega hver tengsl Moshenskys við Lukashenko séu en í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að þau séu talsverð. Binni segir Moshensky sjálfan verða að svara fyrir það. „Í hvaða landi sem þú ert þá geturðu ekki starfað lengi í óþökk stjórnvalda. Hvort sem það er í Kína, á Íslandi, í Bandaríkjunum eða hvar það er. Þú verður að fara eftir lögum og reglum þess lands sem þar eru og undir það verðurðu að beygja þig. Og vafalaust er það þannig að Aleksander Moshensky hann hefur þurft að beygja sig undir lög og reglur og ægivald Lukashenko sem er ekki geðfellt og ég ætla nú bara alveg að vera skýr á því. En hann verður bara að svara því sjálfur hver tengsl hans eru við Lukashenko.“ Rætt var við Binna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á fréttina hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Rússland Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03