Íslenskt útgerðarfyrirtæki segir Rússa hafa reynt að fjárkúga sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. mars 2022 23:30 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin segir Rússa hafa reynt að beita sig fjárkúgun í tvígang á síðasta áratug. Fyrirtækið á gott samband við hvítrússneskan ólígarka sem fyrirtækið segir að hafi aðstoðað sig úr vandanum á sínum tíma. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, en hann er forstjóri útgerðarinnar. Vinur viðskiptavina sinna Það höfðu líklega fæstir Íslendingar hugmynd um hver hvítrússneski auðjöfurinn Aleksander Moshensky væri fyrir helgi. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um Moshensky og íslensk viðskiptatengsl hans. Þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að hann yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu en Moshensky er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og á útgerðarfyrirtæki sem verslar við Íslendinga fyrir milljarða. Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra.Vísir Það er helst íslenska útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin sem hann á í viðskiptum við en í grein Stundarinnar kemur einmitt fram að hann og Binni í Vinnslustöðinni séu góðir vinir. Þetta staðfestir Binni sjálfur: „Það liggur auðvitað í orðanna hljóðan - viðskiptavinir - það bara felur í sér að þú ert vinur viðskiptavina þinna. Og auðvitað bara þekki ég Moshensky vel. Ég þekki hann vel eins og stjórnendur margra annarra fyrirtækja,“ segir Binni. Vildu greiðslu upp á 65 milljónir Hann segir Moshensky meðal annars hafa aðstoðað fyrirtækið þegar það lenti í fjárkúgun Rússa - fyrst árið 2012. Þá hafi rússneska matvælaeftirlitið sagst hafa greint gerla í fisk þeirra og lokað á innflutning afurða þess til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Við athugun MAST hafi hins vegar engir gerlar fundist enda hafi vilji Rússa brátt komið í ljós þegar þriðji aðili hafði samband við Vinnslustöðina. „Það kom í ljós með símtalinu þegar var sagt að við gætum leyst þetta með 500 þúsund dollara greiðslu sem eru auðvitað bara hreinar mútur, eða fjárkúgun réttara sagt,“ segir Binni. Vinnslustöðin þvertók fyrir að greiða gjaldið, sem eru um 65 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. „Við sögðum bara nei, það er ekki okkar stíll. Við látum ekki undan kúgunum eða hótunum um mútur,“ segir Binni. Bannið á innflutningi á vörum Vinnslustöðvarinnar varði því en var þó aflétt eftir nokkurn tíma eftir að útgerðin sneri sér meðal annars til Moshenskys og fleiri viðskiptavina sinna í löndunum. Hefur ekki viljað greina frá málunum áður Hann hafi beitt sér fyrir afléttingu bannsins enda sjálfur haft mikla hagsmuni að því að sögn Binna: „Hans hagsmunir voru auðvitað þeir að við gætum selt honum afurðir eins og önnur fyrirtæki á Íslandi.“ Svipuð staða kom svo upp aftur árið 2014 þegar hópur rússneska fyrirtækja vildi að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi færu í einokunarhring með sér. Stuttu síðar, haustið 2015, settu Rússar á bann við innflutningi á íslenskum fiski. „Í þessu öllu saman þá sögðum við Aleksander Moshensky frá þessu og öðrum viðskiptavinum okkar í Rússlandi, sem voru ekki í þessu „cartel“, og þeir voru að vinna allir með okkur,“ segir Binni. Það hafi loks tekist en einnig með hjálp íslensku utanríkisþjónustunnar. Binni segist ekki hafa viljað segja frá þessum atvikum fyrr því hann taldi þá einsýnt að Rússar myndu þá aftur banna innflutning á vörum Vinnslustöðvarinnar. Einnig gæti þetta komið sér illa fyrir þá sem tengjast málunum. Hann sér þó ekki tilganginn í að sitja á þessu lengur og segir fyrirtækið vilja gera hreint fyrir sínum dyrum eftir umfjöllun Stundarinnar þar sem það telur sig sett á stall með þeim sem vilja þóknast Pútín Rússlandsforseta eða einræðisherra Hvíta-Rússlands, Lukashenko. „Þessar upplýsingar sem ég er að birta núna þýða væntanlega það að það verður lokað á Vinnslustöðina. Og þýða það að Aleksander Moshensky getur ekki keypt neinar afurðir frá Íslandi,“ segir Binni. Verður sjálfur að gera grein fyrir tengslum við einræðisherrann Sjálfur segist hann ekki þekkja nákvæmlega hver tengsl Moshenskys við Lukashenko séu en í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að þau séu talsverð. Binni segir Moshensky sjálfan verða að svara fyrir það. „Í hvaða landi sem þú ert þá geturðu ekki starfað lengi í óþökk stjórnvalda. Hvort sem það er í Kína, á Íslandi, í Bandaríkjunum eða hvar það er. Þú verður að fara eftir lögum og reglum þess lands sem þar eru og undir það verðurðu að beygja þig. Og vafalaust er það þannig að Aleksander Moshensky hann hefur þurft að beygja sig undir lög og reglur og ægivald Lukashenko sem er ekki geðfellt og ég ætla nú bara alveg að vera skýr á því. En hann verður bara að svara því sjálfur hver tengsl hans eru við Lukashenko.“ Rætt var við Binna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á fréttina hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Rússland Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, en hann er forstjóri útgerðarinnar. Vinur viðskiptavina sinna Það höfðu líklega fæstir Íslendingar hugmynd um hver hvítrússneski auðjöfurinn Aleksander Moshensky væri fyrir helgi. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um Moshensky og íslensk viðskiptatengsl hans. Þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að hann yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu en Moshensky er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og á útgerðarfyrirtæki sem verslar við Íslendinga fyrir milljarða. Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra.Vísir Það er helst íslenska útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin sem hann á í viðskiptum við en í grein Stundarinnar kemur einmitt fram að hann og Binni í Vinnslustöðinni séu góðir vinir. Þetta staðfestir Binni sjálfur: „Það liggur auðvitað í orðanna hljóðan - viðskiptavinir - það bara felur í sér að þú ert vinur viðskiptavina þinna. Og auðvitað bara þekki ég Moshensky vel. Ég þekki hann vel eins og stjórnendur margra annarra fyrirtækja,“ segir Binni. Vildu greiðslu upp á 65 milljónir Hann segir Moshensky meðal annars hafa aðstoðað fyrirtækið þegar það lenti í fjárkúgun Rússa - fyrst árið 2012. Þá hafi rússneska matvælaeftirlitið sagst hafa greint gerla í fisk þeirra og lokað á innflutning afurða þess til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Við athugun MAST hafi hins vegar engir gerlar fundist enda hafi vilji Rússa brátt komið í ljós þegar þriðji aðili hafði samband við Vinnslustöðina. „Það kom í ljós með símtalinu þegar var sagt að við gætum leyst þetta með 500 þúsund dollara greiðslu sem eru auðvitað bara hreinar mútur, eða fjárkúgun réttara sagt,“ segir Binni. Vinnslustöðin þvertók fyrir að greiða gjaldið, sem eru um 65 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. „Við sögðum bara nei, það er ekki okkar stíll. Við látum ekki undan kúgunum eða hótunum um mútur,“ segir Binni. Bannið á innflutningi á vörum Vinnslustöðvarinnar varði því en var þó aflétt eftir nokkurn tíma eftir að útgerðin sneri sér meðal annars til Moshenskys og fleiri viðskiptavina sinna í löndunum. Hefur ekki viljað greina frá málunum áður Hann hafi beitt sér fyrir afléttingu bannsins enda sjálfur haft mikla hagsmuni að því að sögn Binna: „Hans hagsmunir voru auðvitað þeir að við gætum selt honum afurðir eins og önnur fyrirtæki á Íslandi.“ Svipuð staða kom svo upp aftur árið 2014 þegar hópur rússneska fyrirtækja vildi að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi færu í einokunarhring með sér. Stuttu síðar, haustið 2015, settu Rússar á bann við innflutningi á íslenskum fiski. „Í þessu öllu saman þá sögðum við Aleksander Moshensky frá þessu og öðrum viðskiptavinum okkar í Rússlandi, sem voru ekki í þessu „cartel“, og þeir voru að vinna allir með okkur,“ segir Binni. Það hafi loks tekist en einnig með hjálp íslensku utanríkisþjónustunnar. Binni segist ekki hafa viljað segja frá þessum atvikum fyrr því hann taldi þá einsýnt að Rússar myndu þá aftur banna innflutning á vörum Vinnslustöðvarinnar. Einnig gæti þetta komið sér illa fyrir þá sem tengjast málunum. Hann sér þó ekki tilganginn í að sitja á þessu lengur og segir fyrirtækið vilja gera hreint fyrir sínum dyrum eftir umfjöllun Stundarinnar þar sem það telur sig sett á stall með þeim sem vilja þóknast Pútín Rússlandsforseta eða einræðisherra Hvíta-Rússlands, Lukashenko. „Þessar upplýsingar sem ég er að birta núna þýða væntanlega það að það verður lokað á Vinnslustöðina. Og þýða það að Aleksander Moshensky getur ekki keypt neinar afurðir frá Íslandi,“ segir Binni. Verður sjálfur að gera grein fyrir tengslum við einræðisherrann Sjálfur segist hann ekki þekkja nákvæmlega hver tengsl Moshenskys við Lukashenko séu en í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að þau séu talsverð. Binni segir Moshensky sjálfan verða að svara fyrir það. „Í hvaða landi sem þú ert þá geturðu ekki starfað lengi í óþökk stjórnvalda. Hvort sem það er í Kína, á Íslandi, í Bandaríkjunum eða hvar það er. Þú verður að fara eftir lögum og reglum þess lands sem þar eru og undir það verðurðu að beygja þig. Og vafalaust er það þannig að Aleksander Moshensky hann hefur þurft að beygja sig undir lög og reglur og ægivald Lukashenko sem er ekki geðfellt og ég ætla nú bara alveg að vera skýr á því. En hann verður bara að svara því sjálfur hver tengsl hans eru við Lukashenko.“ Rætt var við Binna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á fréttina hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Rússland Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03