Innlent

Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. vísir/vilhelm

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins.

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér.

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlisnefnd Alþingis en þingmaðurinn sagði í hádegisfréttum bylgjunnar að svo virðist sem íslensk utanríkisstefna hafi verið notuð til þess að skýla auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum.

„Samkvæmt mínum upplýsingum hefur utanríkisráðuneytið eða utanríkisþjónustan eða fyrrverandi utanríkisráðherra gert neinar kröfur um að hann verði tekinn af neinum lista. Hann er ekki á lista og hefur ekki verið á lista. Þannig að þetta eru þær upplýsingar sem ég hef en vissulega hafi utanríkisráðuneytið óskað eftir upplýsingum um það þegar þetta var til umræðu,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra fyrir utan ráðherrabústaðinn í gær.

Utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að ekki hafi nein ákvörðun verið tekin um stöðu kjörræðismannsins.


Tengdar fréttir

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×