Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 17:01 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, á fjöldafundi í Moskvu í gær. EPA/RAMIL SITDIKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45
Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29