Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. mars 2022 07:00 Yakutsk í Síberíu er kaldasta borg heims. RAX Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. „Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hann segir að þarna sé alltaf kalt og oft erfitt að vita hversu mikið frostið er. „Þú veist að það er kalt ef það er yfir 50, þá er frí í skólanum. Það er viðmiðið.“ Munurinn á hitastiginu á svæðinu á vetri og sumri er um hundrað gráður. „Ég er búinn að fara að vetri til og myndaði í 53 gráðu frosti.“ Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni verða sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er annar þátturinn í röðinni en þann fyrsta má sjá neðar í fréttinni. RAX Augnablik eru örþættir og birtast alla sunnudaga hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Klippa: RAX Augnablik - Lífið í 53 stiga frosti Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. „Þetta var fyrir mig eins og að detta ofan í holu fulla af demöntum. Það var einhvern veginn allt flott að mynda.“ Hann lýsir heimsókninni eins og að stíga inn í leikrit sem gerist fyrir hundrað árum. „Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Rússland Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01 „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hann segir að þarna sé alltaf kalt og oft erfitt að vita hversu mikið frostið er. „Þú veist að það er kalt ef það er yfir 50, þá er frí í skólanum. Það er viðmiðið.“ Munurinn á hitastiginu á svæðinu á vetri og sumri er um hundrað gráður. „Ég er búinn að fara að vetri til og myndaði í 53 gráðu frosti.“ Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni verða sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er annar þátturinn í röðinni en þann fyrsta má sjá neðar í fréttinni. RAX Augnablik eru örþættir og birtast alla sunnudaga hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Klippa: RAX Augnablik - Lífið í 53 stiga frosti Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. „Þetta var fyrir mig eins og að detta ofan í holu fulla af demöntum. Það var einhvern veginn allt flott að mynda.“ Hann lýsir heimsókninni eins og að stíga inn í leikrit sem gerist fyrir hundrað árum. „Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Rússland Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01 „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01
„Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01
„Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00