Óviðunandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 18. mars 2022 11:31 Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar