Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 16:26 Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum og hafa bláu og grænu tunnurnar til að mynda ekki verið tæmdar vikum saman. Vísir/Vilhelm Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki. Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki.
Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56