Viðskipti innlent

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Atli Ísleifsson skrifar
Nýkjörin stjórn Samtaka verslunar og þjónustu.
Nýkjörin stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ

Fjögur voru kjörin í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun.

Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda og einn til eins árs, en alls bárust fimm framboð.

„Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru: Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips og Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.

Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er; Óskar Sigurðsson, viðskipafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.

Fulltrúi Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ næsta starfsár verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga var á síðasta ári endurkjörinn til 2023,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2022-2023:

  • Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
  • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
  • Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
  • Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
  • Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf og
  • Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×