Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2022 16:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að þegar dragi úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis muni það hjálpa til við að draga úr verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41