Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Sunna Valgerðardóttir skrifar 14. mars 2022 07:00 Rakel Íris var brottrekin úr söfnuði Votta Jehóva þegar hún var 23 ára gömul. Hún fæddist inn í söfnuðinn og þekkti engan utan hans. Hún hefur nú þurft að fóta sig í lífinu án fjölskyldu sinnar, því þau slitu öllum samskiptum við hana þegar hún var rekin fyrir átta árum og hún hefur ekki hitt þau síðan. Vísir/Adelina Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. Enda í paradís við heimsendi ef þau haga sér vel Vottar Jehóva er nokkuð öflugur sértrúarsöfnuður á Íslandi miðað við marga aðra. Samfélag Vottanna er mörgum hulið, enda einangrunin og þöggunin gífurleg innan safnaðarins. Bóknám í háskóla er talið hættulegt því það hverfur frá sannleikanum, gaslýsingin er endalaus og feðraveldið er allsráðandi, en það er allt þess virði því þau sem trúa - enda í paradís við heimsendi. Foreldrar Rakelar Írisar voru í söfnuðinum þegar hún fæddist og sömuleiðis systur hennar tvær. Og fjölskyldan er þar enn. Rakel ólst upp innan Vottanna og þekkti ekkert annað. Skólaganga hennar var erfið, þó að henni hafi ekki verið strítt, upplifði hún sig utangarðs. Hún var tekin úr skólanum í byrjun desember til að forðast allan jólaundirbúning og mátti aldrei fara í afmæli til bekkjarsystkina, sem henni var þó boðið í. „Ég man ekki til þess að hafa lent í einelti eða mikilli stríðni. Krakkarnir voru bara mjög almennilegir við mig að mestu leyti. Ég held að þau hafi bara vorkennt mér,” segir hún. Pabbi Rakelar vann við ræstingar, sem er víst algeng starfsgrein meðal Vottanna, þau fóru á samkomur mörgum sinnum í viku og lífið gekk bara sinn vanagang. Það var strangt uppeldi og börnin þurftu að vera þæg. „Maður þurfti að sitja kyrr og maður þurfti að fylgjast með. Maður var beittur aga til að gera það,” segir Rakel. Varð ástfangin af röngum manni Þegar Rakel var orðin fullorðin, 23 ára, varð hún ástfangin og byrjaði að hitta mann utan safnaðarins. Það samband átti eftir að verða dýrkeypt. Vinkona hennar, sem var Vottur, komst að þessu og hótaði að klaga Rakel til öldunganna. Hún ákvað þó að fara að eigin frumkvæði til þeirra og eftir að hafa þurft að lýsa ástarsambandi sínu í smáatriðum fyrir þremur körlum, kveða öldungarnir upp dóm sinn og ráku hana úr söfnuðinum. „Það var bara áfall. Ég kveð fjölskylduna, eða þau kveðja mig, og segja að núna förum við sitthvora leiðina. Ég knúsaði systur mína bless og hef ekki séð hana síðan. Ég fékk símtal frá foreldrum mínum um að þau ætli ekki að vera í samskiptum við mig,” segir Rakel. „Þau upplifa þetta sem aga frá Guði.” „Ef þau hafa samskipti við mig þá eru þau að koma í veg fyrir aga Guðs, sem er til þess gerður að ég komi til baka. Það er það sem þau trúa. Til að fá mig til að koma aftur þá þarf ég að fá þennan daga og iðrast og koma aftur. Þetta er eina leiðin.” Langar þig aldrei að snúa bara aftur? „Jú. Stundum. Bara út af fjölskyldunni. Ég fer yfir þetta oft. Reglulega. En ég get það ekki. Það er of margt í söfnuðinum sem stríðir gegn mínum gildum og minni sannfæringu,” svarar Rakel. „Bara eins og þetta, að beita andlegu ofbeldi til að fá fólk aftur í söfnuðinn. Og þau sjá það ekki þannig.” Rakel Íris var skírð inn í söfnuðinn einungis tíu ára gömul. Við skírn játast Vottarnir trúnni og heita því að þjóna Jehóva. Vísir/Aðsend mynd Ítarleg kynningarmyndbönd á heimasíðu Vottanna Vottarnir leggja mikið upp úr fræðslu og rituðu efni. Á alþjóðlegu heimasíðu safnaðarins er að finna fjöldann allan af leiknum kennslu- og kynningarmyndböndum á starfi þeirra og gildum. Hér sjáum við viðbrögð syrgjandi móður við sms-skilaboðum frá syni sínum eftir að hann hættir í söfnuðinum. Hún svarar honum ekki, fær fræðslu og ráðgjöf frá eiginmanni sínum, heldur sér svo upptekinni með trúboðastarfi og bíður þolinmóð eftir því að sonur hennar sjái að sér. Fráhvarfsmanneskja er það versta sem hægt er Þau sem eru rekin úr Vottum Jehóva kallast eru kölluð brottrekin innan safnaðarins. „Og núna með því að tala um mína upplifun þá er ég orðin fráhvarfsmanneskja. Fráhvarfsmanneskja? Það er það versta sem hægt er að vera. Að ég sé að tala um mína upplifun á söfnuðinum, þá er ég orðin þessi fráhvarfsmanneskja, því ég er búin að hverfa frá sannleikanum. Þannig að ég er í raun stórhættuleg manneskja,” segir Rakel. „Þannig að þegar þetta kemur út, þá mun fjölskyldan mín örugglega aldrei hafa samband við mig aftur.” Rakel saknar fjölskyldu sinnar daglega og viðurkennir að hún hugsi oft með sér að ganga aftur í söfnuðinn einungis til að geta hitt þau aftur. Hún vonar að Vottarnir slaki á reglum sínum til að útskúfunin hætti. Vísir/Adelina Bannað að halda upp á afmæli því Jesú hélt ekki upp á afmæli Anna Margrét Kaldalóns fæddist inn í söfnuðinn eins og Rakel. „Ömmur mínar byrjuðu í Vottunum þegar foreldrar mínir voru unglingar, þannig að þau eru alin upp þarna líka. Ég þekki ekkert annað og þekkti engan annan en þá sem voru í söfnuðinum,” segir hún. Þau systkinin máttu eðli málsins samkvæmt ekki halda jól eða afmæli. Ástæðan er, eins og svo oft áður, Jesú. „Hann hélt ekki upp á sitt afmæli og þetta var bara seinni tíma ákvörðun fólks að halda upp á jólin sem hans afmæli, þannig að þá mátti í raun ekki gera það heldur.” Sannleikurinn ritaður með stóru S-i Börn í Vottunum mega almennt ekki mynda náin tengsl við krakka utan safnaðarins, því þau sem standa fyrir utan eru skilgreind sem hættuleg, segja bæði Rakel og Anna. „Það var ekki bara það að þetta værum við og þau, að við værum öðruvísi. Heldur var það þannig að við gerðum rétt. Og lifðum í sannleikanum, með stóru S-i. Allir hinir voru syndarar. Það að vaxa upp í svoleiðis umhverfi. Þetta er bara hættulegt. Og það var alltaf, er þetta í lagi? Er ég núna að gera rétt? Er Guð ánægður með mig núna? Þannig að það var alltaf samviskubit. Vanlíðan. Að vera að fylgja þessari þröngu braut sem maður átti að vera á.” Anna þráði mikið að æfa í kór eða fara í skátana þegar hún var lítil, en það var bannað. Vísir/Arnar Máttu ekki fara í kór, dans eða skátana Anna og Rakel þráðu báðar að stunda venjulegar tómstundir, eins og að syngja í kór, æfa dans, fara í skátana - en það var bannað. Það var alltaf hætta á því að það væru sungin jólalög, dansinn var hættulegur og fánahylling skátanna var synd. Samkomur voru skylda og fötin íhaldssöm. „Þú þurftir að vera í penum klæðnaði. Þú varst ekkert í stuttu eða flegnu eða svoleiðis. Og karlmenn eru, þetta er rosalega karlamiðað. Það eru karlarnir sem halda ræðurnar á samkomunum,” segir Anna. „Börnin læra frá mjög unga aldri bara að sitja kyrr og hlusta. Þegja og hreyfa sig sem minnst og meðtaka boðskapinn.” Hvernig hugsarðu til barnanna sem eru í Vottum Jehóva í dag? „Ég vorkenni þeim. Ég vorkenni þeim alveg svakalega mikið. Þú ert ekki með frjálsa hugsun og þú ert ekki frjáls á sálinni. Ég vona að það sé minna strangt núna en þegar við vorum að alast upp,” segir Anna. „Börn voru flengd. Ég man eftir því á samkomum að maður heyrði stundum glymja flengingarnar og barnsgrátinn.” „Mamma var ströng sko, en það var aldrei neitt svona. Þannig að við vorum alveg miður okkar oft. Og ég man í þessu bóknámi, þegar fólk kom heim til okkar að nema Biblíuna. Þar voru ung hjón með þriggja fjögurra ára strák, líflegan lítinn strák, sem var alltaf dreginn fram á bað og rassskelltur. Þannig að það var verið að beita börnin ofbeldi sem er svo líka ofbeldi að verða vitni að.” Reglur frá Guði sem geta kostað þig lífið Ein af vafasamari reglum Vottanna varðar blóðgjafir. Það er álitið synd að bæði þiggja og gefa blóð, jafnvel þegar það ógnar lífi fólks, og það er engin miskunn. Eitt slíkt dæmi er saga af íslenskum manni í söfnuðinum, sem fékk hvítblæði og þurfti blóðgjöf. Hann neitaði fyrst, en ákvað að lokum að þiggja blóðið. En það var of seint. Maðurinn dó úr sjúkdómnum. Og hann fékk ekki útför hjá söfnuði Votta Jehóva því hann hafði brotið af sér á dánarbeðinu í þeirri veiku von um að lifa af. „Ég þurfti að réttlæta fyrir leikfimikennaranum, fyrir framan allan stelpuhópinn, að foreldrar mínir myndu frekar láta mig deyja en að gefa mér blóð, ef til þess kæmi. Ég var sjö ára. Og mér fannst þetta eðlilegt.” Vottar Jehóva fara í heimsóknir til fólks, trúboð. Fórst þú í svoleiðis? „Jájá, það er skylda. Ég þekkti ekkert annað. Ég hafði ekki minningar um neitt annað og ég þekkti ekki krakka sem gerðu neitt annað. Þetta var bara lífið. Og ég skildi ekki að allir gætu ekki séð það líka.” Nöfn fjölskyldunnar lesin upp á samkomu og útskúfuð Fjölskylda Önnu var öll gerð brottræk og útskúfuð eftir að pabbi hennar skrifaði öldungunum bréf þar sem hann sagði skilið við söfnuðinn. „Mamma sagði mér að við hefðum verið lesin upp á samkomu. Og ég spurði: Hvað þýðir það? Það þýðir að þá má enginn tala við okkur aftur. Fyrir mig var þetta nánast bara eins og heimsendir sko. Ég hefði svo þurft á áfallahjálp að halda. Það er mikið í móðu. Ég man til dæmis ekkert eftir því þegar pabbi sagði mér frá því að þau hættu. Og ég hélt lengi að þau hefðu bara ekki sagt mér frá því. Og næstu árin á eftir, jól og afmæli voru alveg ofboðslega erfið. Ég var bara í þunglyndi. Allt í einu voru bara jól á mínu heimili, eitthvað sem hafði verið svo rangt og svo mikil synd,” segir hún. „Það var enginn sem bauð okkur í mat, við buðum engum í mat. Og ef ömmur okkar voguðu sér, það var eins og það væri fylgst með þeim, ef þær voguðu sér að hleypa pabba inn ef það heyrðist af því, þá voru þær bara teknar á teppið.” Anna Margrét þekkti ekkert annað en samfélagið innan Vottanna þegar hún og fjölskylda hennar var útskúfuð þegar hún var 12 ára gömul. Hún á margar góðar minningar úr barnæsku, þó að kúgunin og karlaveldið í söfnuðinum hafi verið allt um lykjandi og litað allt líf hennar. Vísir/Aðsend mynd Djúpstæð og skemmandi áhrif áratugum saman Hún áttaði sig ekki fyllilega á afleiðingum ofbeldisins fyrr en hún sótti sér aðstoðar hjá sálfræðingi vegna annarra mála. „Þá fann ég hvað þetta hefur djúpstæð og skemmandi áhrif á kerfið okkar. Það að vera alltaf sem barn að hugsa, er ég að gera rétt? Er guð ánægður með mig? Þú vaknar með þessa hugsun og sofnar með þessa hugsun,” segir Anna. Heyrðist í grátandi börnum fram í sal Lilja Torfadóttir hafði verið mjög virk í Vottunum frá unga aldri og fór sem barn í söfnuðinn með foreldrum sínum. Þó að hún hafi ætlað sér að verða trúboði og helga líf sitt Jehóva, fannst henni aldrei gaman á samkomum. Lilja giftist barnsföður sínum í söfnuðinum þegar hún var 17 ára gömul. Þau þurftu að fá undanþágu frá stjórnvöldum því hún var ekki komin á aldur. Vísir/Aðsend mynd „Í fyrsta lagi eru þær bara alls ekki skemmtilegar. Það er ekkert fútt í þessu. Það er ekkert verið að henda sér í jörðina eða syngja einhver hress lög eða eitthvað þannig,” segir hún. Og börnin voru Aginn gegn börnunum var mikið, eins og Anna og Rakel höfðu lýst. „Ég man þegar það var verið að taka þau bara með harðræði, fara með þau inn á bað, rassskella þau, henda þeim þar inn þannig að það voru bara öskur og grátur inni á klósetti.” Öldungarnir ráða öllu Lilja var rekin úr söfnuðinum fyrir samkynhneigð, það er að segja, fyrir að búa með konu. Þrír öldungar bönkuðu upp á hjá henni, ræddu við hana og gerðu hana brottræka. „Öldungarnir eru þeir sem eru yfir og sjá um að halda öllu í skefjum. Ef það er eitthvað sem einhver er að gera af sér þá ertu tekinn inn á fund með öldungum. Maður þurfti nú aldeilis oft að fara þangað á fundi. Og þeir passa að halda söfnuðinum hreinum. Þeir eru svona yfirmenn. Svo koma þjónar sem eru minni. Og þetta eru allt karlmenn.” Rakel Íris tekur undir þetta. „Þeir ráða öllu og eru að sjá til þess að allir séu að haga sér eins og þeir eigi að haga sér. Og eru svolítið að túlka æðsta valdið og heilögu mennina í söfnuðinum sem eru tengdastir Guði,” segir Rakel. „Þeir eru alltaf þrír saman ef það er dómsmál og möguleiki á því að einhver verði rekinn. Ef það er eitthvað stórt sem einhver hefur gert af sér.” Þegar Lilja varð móðir áttaði hún sig á því að hún vildi ekki ala börnin sín upp innan Vottasamfélagsins. Hún fjarlægðist söfnuðinn hægt og bítandi, en var loks rekin fyrir að búa með konu. Vísir/Aðsend mynd Fannst sárt að sjá að enginn vildi koma frá Vottunum Í síðasta þætti Kompáss var fjallað um trúarofbeldi í kristilegum sértrúarsöfnuðum þar sem fyrrverandi meðlimir nokkurra safnaða sögðu frá reynslu sinni af kúgun, ofbeldi og lygum. Rakel segir það hafa verið erfitt að sjá að enginn hafi viljað koma frá Vottum Jehóva, en skilur óttann vel. „Ég hugsaði að það er einhver sem þarf að gera þetta. En á sama tíma þá er ég búin að vera að ströggla með þetta, hvort ég sé tilbúin að fórna þeirri von um að geta einhvern tímann verið með fjölskyldunni,” segir Rakel. Allir vita af ofbeldinu en enginn gerir neitt Það er svo sannarlega ekki verið að afhjúpa útskúfunina og útilokunina innan Vottanna hér. Flestir vita að þetta er aðferðin sem safnaðarmeðlimir beita þau sem ákveða að leita annað. En það er samt látið viðgangast, líklega í nafni einhvers konar trúfrelsis. En frændur okkar Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. „Þetta er það sem er dýrmætast fyrir alla. Það er fjölskyldan og nánustu vinir og að einhver söfnuður eða einstaklingar skuli geta ákveðið það, að þú eigir ekki aðgang að þessu fólki lengur, að foreldrar megi ekki tala við börnin sín, að börn megi ekki tala við foreldra sína eða ömmur og afa. Það á ekki að leyfast. Og þetta á ekki að vera ríkisstyrkt,” segir Anna Margrét. „Þetta ætti að vera bannað með lögum,” Fjöldinn stendur nánast í stað áratugum saman Það eru ekki miklar sviptingar í fjölda safnaðarmeðlima Vottanna hér undanfarna áratugi. Það eru raunar nákvæmlega jafn margir núna og fyrir aldarfjórðungi, rúmlega 600 manns. Skráðir safnaðarmeðlimir voru flestir árið 2011, eina árið sem þau náðu yfir 700. Og fyrir hvern skráðan safnaðarmeðlim fást sóknargjöld frá ríkinu per haus. Vottar Jehóva hafa fengið á bilinu fimm til sjö milljónir á ári síðustu tíu ár. Samtals hefur söfnuðurinn fengið rúmar 60 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu síðan 2011. Kalla eftir aðgerðum frá yfirvöldum „Ég hugsa að það séu margir mjög fastir sem eru bara þarna af því að þeir vilja ekki verða fyrir útskúfuninni,” segir Lilja. Þeir vilja ekki eiga það í hættu að foreldrar, vinir og allt samfélagið hætti að tala við þá. Svo eru það þeir sem eru öfgakenndir og hætta ða tala við börnin sín og barnabörnin, það er það fólk sem ég hræðist mest.” Rakel hefur ekki séð fjölskylduna sína í átta ár. Hún lifir enn í voninni um að söfnuðurinn slaki á reglununum og hætti að beita ofbeldi svo hún geti átt samskipti við þau á ný. „Og að þau mundu geta hugsað sér að vera í sambandi við mig. Ég efast um það sko. En hver veit, ef það er meiri pressa úr fleiri áttum. Ef það væri pressa frá ríkinu eða bara fólki,” segir Rakel. „Ég hefði viljað hafa úrræði, sérstaklega þegar ég var nýhætt í söfnuðinum. Að það sé eitthvað sem grípur mann.” Vill hjálpa fólki eftir trúarofbeldi Anna Margrét hefur hug á því að tengja fólk saman sem hefur verið í sértrúarsöfnuðum. „Ég mundi mjög gjarnan vilja koma á fót stuðningshópi hérna fyrir okkur og ekki síst fyrir unga fólkið sem er kannski að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum eða búið að vera lengi í burtu, en vantar einhvern til að tala við. Þetta er svo öðruvísi bakgrunnur og bara ólíkt því sem aðrir þekkja það er svo dýrmætt að geta deilt þeirri reynslu,” segir Anna Margrét. Anna segir að ríkið verði að bregðast við því sem er látið viðgangast innan sértrúarsafnaða á Íslandi. Hún kallar eftir því að Vottar Jehóva verði sviptir ríkisstyrkjum og vill koma á fót stuðningsúrræði fyrir fólk sem hefur verið beitt trúarofbeldi. Vísir/Arnar Trúmál Kompás Tengdar fréttir Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Sjá meira
Enda í paradís við heimsendi ef þau haga sér vel Vottar Jehóva er nokkuð öflugur sértrúarsöfnuður á Íslandi miðað við marga aðra. Samfélag Vottanna er mörgum hulið, enda einangrunin og þöggunin gífurleg innan safnaðarins. Bóknám í háskóla er talið hættulegt því það hverfur frá sannleikanum, gaslýsingin er endalaus og feðraveldið er allsráðandi, en það er allt þess virði því þau sem trúa - enda í paradís við heimsendi. Foreldrar Rakelar Írisar voru í söfnuðinum þegar hún fæddist og sömuleiðis systur hennar tvær. Og fjölskyldan er þar enn. Rakel ólst upp innan Vottanna og þekkti ekkert annað. Skólaganga hennar var erfið, þó að henni hafi ekki verið strítt, upplifði hún sig utangarðs. Hún var tekin úr skólanum í byrjun desember til að forðast allan jólaundirbúning og mátti aldrei fara í afmæli til bekkjarsystkina, sem henni var þó boðið í. „Ég man ekki til þess að hafa lent í einelti eða mikilli stríðni. Krakkarnir voru bara mjög almennilegir við mig að mestu leyti. Ég held að þau hafi bara vorkennt mér,” segir hún. Pabbi Rakelar vann við ræstingar, sem er víst algeng starfsgrein meðal Vottanna, þau fóru á samkomur mörgum sinnum í viku og lífið gekk bara sinn vanagang. Það var strangt uppeldi og börnin þurftu að vera þæg. „Maður þurfti að sitja kyrr og maður þurfti að fylgjast með. Maður var beittur aga til að gera það,” segir Rakel. Varð ástfangin af röngum manni Þegar Rakel var orðin fullorðin, 23 ára, varð hún ástfangin og byrjaði að hitta mann utan safnaðarins. Það samband átti eftir að verða dýrkeypt. Vinkona hennar, sem var Vottur, komst að þessu og hótaði að klaga Rakel til öldunganna. Hún ákvað þó að fara að eigin frumkvæði til þeirra og eftir að hafa þurft að lýsa ástarsambandi sínu í smáatriðum fyrir þremur körlum, kveða öldungarnir upp dóm sinn og ráku hana úr söfnuðinum. „Það var bara áfall. Ég kveð fjölskylduna, eða þau kveðja mig, og segja að núna förum við sitthvora leiðina. Ég knúsaði systur mína bless og hef ekki séð hana síðan. Ég fékk símtal frá foreldrum mínum um að þau ætli ekki að vera í samskiptum við mig,” segir Rakel. „Þau upplifa þetta sem aga frá Guði.” „Ef þau hafa samskipti við mig þá eru þau að koma í veg fyrir aga Guðs, sem er til þess gerður að ég komi til baka. Það er það sem þau trúa. Til að fá mig til að koma aftur þá þarf ég að fá þennan daga og iðrast og koma aftur. Þetta er eina leiðin.” Langar þig aldrei að snúa bara aftur? „Jú. Stundum. Bara út af fjölskyldunni. Ég fer yfir þetta oft. Reglulega. En ég get það ekki. Það er of margt í söfnuðinum sem stríðir gegn mínum gildum og minni sannfæringu,” svarar Rakel. „Bara eins og þetta, að beita andlegu ofbeldi til að fá fólk aftur í söfnuðinn. Og þau sjá það ekki þannig.” Rakel Íris var skírð inn í söfnuðinn einungis tíu ára gömul. Við skírn játast Vottarnir trúnni og heita því að þjóna Jehóva. Vísir/Aðsend mynd Ítarleg kynningarmyndbönd á heimasíðu Vottanna Vottarnir leggja mikið upp úr fræðslu og rituðu efni. Á alþjóðlegu heimasíðu safnaðarins er að finna fjöldann allan af leiknum kennslu- og kynningarmyndböndum á starfi þeirra og gildum. Hér sjáum við viðbrögð syrgjandi móður við sms-skilaboðum frá syni sínum eftir að hann hættir í söfnuðinum. Hún svarar honum ekki, fær fræðslu og ráðgjöf frá eiginmanni sínum, heldur sér svo upptekinni með trúboðastarfi og bíður þolinmóð eftir því að sonur hennar sjái að sér. Fráhvarfsmanneskja er það versta sem hægt er Þau sem eru rekin úr Vottum Jehóva kallast eru kölluð brottrekin innan safnaðarins. „Og núna með því að tala um mína upplifun þá er ég orðin fráhvarfsmanneskja. Fráhvarfsmanneskja? Það er það versta sem hægt er að vera. Að ég sé að tala um mína upplifun á söfnuðinum, þá er ég orðin þessi fráhvarfsmanneskja, því ég er búin að hverfa frá sannleikanum. Þannig að ég er í raun stórhættuleg manneskja,” segir Rakel. „Þannig að þegar þetta kemur út, þá mun fjölskyldan mín örugglega aldrei hafa samband við mig aftur.” Rakel saknar fjölskyldu sinnar daglega og viðurkennir að hún hugsi oft með sér að ganga aftur í söfnuðinn einungis til að geta hitt þau aftur. Hún vonar að Vottarnir slaki á reglum sínum til að útskúfunin hætti. Vísir/Adelina Bannað að halda upp á afmæli því Jesú hélt ekki upp á afmæli Anna Margrét Kaldalóns fæddist inn í söfnuðinn eins og Rakel. „Ömmur mínar byrjuðu í Vottunum þegar foreldrar mínir voru unglingar, þannig að þau eru alin upp þarna líka. Ég þekki ekkert annað og þekkti engan annan en þá sem voru í söfnuðinum,” segir hún. Þau systkinin máttu eðli málsins samkvæmt ekki halda jól eða afmæli. Ástæðan er, eins og svo oft áður, Jesú. „Hann hélt ekki upp á sitt afmæli og þetta var bara seinni tíma ákvörðun fólks að halda upp á jólin sem hans afmæli, þannig að þá mátti í raun ekki gera það heldur.” Sannleikurinn ritaður með stóru S-i Börn í Vottunum mega almennt ekki mynda náin tengsl við krakka utan safnaðarins, því þau sem standa fyrir utan eru skilgreind sem hættuleg, segja bæði Rakel og Anna. „Það var ekki bara það að þetta værum við og þau, að við værum öðruvísi. Heldur var það þannig að við gerðum rétt. Og lifðum í sannleikanum, með stóru S-i. Allir hinir voru syndarar. Það að vaxa upp í svoleiðis umhverfi. Þetta er bara hættulegt. Og það var alltaf, er þetta í lagi? Er ég núna að gera rétt? Er Guð ánægður með mig núna? Þannig að það var alltaf samviskubit. Vanlíðan. Að vera að fylgja þessari þröngu braut sem maður átti að vera á.” Anna þráði mikið að æfa í kór eða fara í skátana þegar hún var lítil, en það var bannað. Vísir/Arnar Máttu ekki fara í kór, dans eða skátana Anna og Rakel þráðu báðar að stunda venjulegar tómstundir, eins og að syngja í kór, æfa dans, fara í skátana - en það var bannað. Það var alltaf hætta á því að það væru sungin jólalög, dansinn var hættulegur og fánahylling skátanna var synd. Samkomur voru skylda og fötin íhaldssöm. „Þú þurftir að vera í penum klæðnaði. Þú varst ekkert í stuttu eða flegnu eða svoleiðis. Og karlmenn eru, þetta er rosalega karlamiðað. Það eru karlarnir sem halda ræðurnar á samkomunum,” segir Anna. „Börnin læra frá mjög unga aldri bara að sitja kyrr og hlusta. Þegja og hreyfa sig sem minnst og meðtaka boðskapinn.” Hvernig hugsarðu til barnanna sem eru í Vottum Jehóva í dag? „Ég vorkenni þeim. Ég vorkenni þeim alveg svakalega mikið. Þú ert ekki með frjálsa hugsun og þú ert ekki frjáls á sálinni. Ég vona að það sé minna strangt núna en þegar við vorum að alast upp,” segir Anna. „Börn voru flengd. Ég man eftir því á samkomum að maður heyrði stundum glymja flengingarnar og barnsgrátinn.” „Mamma var ströng sko, en það var aldrei neitt svona. Þannig að við vorum alveg miður okkar oft. Og ég man í þessu bóknámi, þegar fólk kom heim til okkar að nema Biblíuna. Þar voru ung hjón með þriggja fjögurra ára strák, líflegan lítinn strák, sem var alltaf dreginn fram á bað og rassskelltur. Þannig að það var verið að beita börnin ofbeldi sem er svo líka ofbeldi að verða vitni að.” Reglur frá Guði sem geta kostað þig lífið Ein af vafasamari reglum Vottanna varðar blóðgjafir. Það er álitið synd að bæði þiggja og gefa blóð, jafnvel þegar það ógnar lífi fólks, og það er engin miskunn. Eitt slíkt dæmi er saga af íslenskum manni í söfnuðinum, sem fékk hvítblæði og þurfti blóðgjöf. Hann neitaði fyrst, en ákvað að lokum að þiggja blóðið. En það var of seint. Maðurinn dó úr sjúkdómnum. Og hann fékk ekki útför hjá söfnuði Votta Jehóva því hann hafði brotið af sér á dánarbeðinu í þeirri veiku von um að lifa af. „Ég þurfti að réttlæta fyrir leikfimikennaranum, fyrir framan allan stelpuhópinn, að foreldrar mínir myndu frekar láta mig deyja en að gefa mér blóð, ef til þess kæmi. Ég var sjö ára. Og mér fannst þetta eðlilegt.” Vottar Jehóva fara í heimsóknir til fólks, trúboð. Fórst þú í svoleiðis? „Jájá, það er skylda. Ég þekkti ekkert annað. Ég hafði ekki minningar um neitt annað og ég þekkti ekki krakka sem gerðu neitt annað. Þetta var bara lífið. Og ég skildi ekki að allir gætu ekki séð það líka.” Nöfn fjölskyldunnar lesin upp á samkomu og útskúfuð Fjölskylda Önnu var öll gerð brottræk og útskúfuð eftir að pabbi hennar skrifaði öldungunum bréf þar sem hann sagði skilið við söfnuðinn. „Mamma sagði mér að við hefðum verið lesin upp á samkomu. Og ég spurði: Hvað þýðir það? Það þýðir að þá má enginn tala við okkur aftur. Fyrir mig var þetta nánast bara eins og heimsendir sko. Ég hefði svo þurft á áfallahjálp að halda. Það er mikið í móðu. Ég man til dæmis ekkert eftir því þegar pabbi sagði mér frá því að þau hættu. Og ég hélt lengi að þau hefðu bara ekki sagt mér frá því. Og næstu árin á eftir, jól og afmæli voru alveg ofboðslega erfið. Ég var bara í þunglyndi. Allt í einu voru bara jól á mínu heimili, eitthvað sem hafði verið svo rangt og svo mikil synd,” segir hún. „Það var enginn sem bauð okkur í mat, við buðum engum í mat. Og ef ömmur okkar voguðu sér, það var eins og það væri fylgst með þeim, ef þær voguðu sér að hleypa pabba inn ef það heyrðist af því, þá voru þær bara teknar á teppið.” Anna Margrét þekkti ekkert annað en samfélagið innan Vottanna þegar hún og fjölskylda hennar var útskúfuð þegar hún var 12 ára gömul. Hún á margar góðar minningar úr barnæsku, þó að kúgunin og karlaveldið í söfnuðinum hafi verið allt um lykjandi og litað allt líf hennar. Vísir/Aðsend mynd Djúpstæð og skemmandi áhrif áratugum saman Hún áttaði sig ekki fyllilega á afleiðingum ofbeldisins fyrr en hún sótti sér aðstoðar hjá sálfræðingi vegna annarra mála. „Þá fann ég hvað þetta hefur djúpstæð og skemmandi áhrif á kerfið okkar. Það að vera alltaf sem barn að hugsa, er ég að gera rétt? Er guð ánægður með mig? Þú vaknar með þessa hugsun og sofnar með þessa hugsun,” segir Anna. Heyrðist í grátandi börnum fram í sal Lilja Torfadóttir hafði verið mjög virk í Vottunum frá unga aldri og fór sem barn í söfnuðinn með foreldrum sínum. Þó að hún hafi ætlað sér að verða trúboði og helga líf sitt Jehóva, fannst henni aldrei gaman á samkomum. Lilja giftist barnsföður sínum í söfnuðinum þegar hún var 17 ára gömul. Þau þurftu að fá undanþágu frá stjórnvöldum því hún var ekki komin á aldur. Vísir/Aðsend mynd „Í fyrsta lagi eru þær bara alls ekki skemmtilegar. Það er ekkert fútt í þessu. Það er ekkert verið að henda sér í jörðina eða syngja einhver hress lög eða eitthvað þannig,” segir hún. Og börnin voru Aginn gegn börnunum var mikið, eins og Anna og Rakel höfðu lýst. „Ég man þegar það var verið að taka þau bara með harðræði, fara með þau inn á bað, rassskella þau, henda þeim þar inn þannig að það voru bara öskur og grátur inni á klósetti.” Öldungarnir ráða öllu Lilja var rekin úr söfnuðinum fyrir samkynhneigð, það er að segja, fyrir að búa með konu. Þrír öldungar bönkuðu upp á hjá henni, ræddu við hana og gerðu hana brottræka. „Öldungarnir eru þeir sem eru yfir og sjá um að halda öllu í skefjum. Ef það er eitthvað sem einhver er að gera af sér þá ertu tekinn inn á fund með öldungum. Maður þurfti nú aldeilis oft að fara þangað á fundi. Og þeir passa að halda söfnuðinum hreinum. Þeir eru svona yfirmenn. Svo koma þjónar sem eru minni. Og þetta eru allt karlmenn.” Rakel Íris tekur undir þetta. „Þeir ráða öllu og eru að sjá til þess að allir séu að haga sér eins og þeir eigi að haga sér. Og eru svolítið að túlka æðsta valdið og heilögu mennina í söfnuðinum sem eru tengdastir Guði,” segir Rakel. „Þeir eru alltaf þrír saman ef það er dómsmál og möguleiki á því að einhver verði rekinn. Ef það er eitthvað stórt sem einhver hefur gert af sér.” Þegar Lilja varð móðir áttaði hún sig á því að hún vildi ekki ala börnin sín upp innan Vottasamfélagsins. Hún fjarlægðist söfnuðinn hægt og bítandi, en var loks rekin fyrir að búa með konu. Vísir/Aðsend mynd Fannst sárt að sjá að enginn vildi koma frá Vottunum Í síðasta þætti Kompáss var fjallað um trúarofbeldi í kristilegum sértrúarsöfnuðum þar sem fyrrverandi meðlimir nokkurra safnaða sögðu frá reynslu sinni af kúgun, ofbeldi og lygum. Rakel segir það hafa verið erfitt að sjá að enginn hafi viljað koma frá Vottum Jehóva, en skilur óttann vel. „Ég hugsaði að það er einhver sem þarf að gera þetta. En á sama tíma þá er ég búin að vera að ströggla með þetta, hvort ég sé tilbúin að fórna þeirri von um að geta einhvern tímann verið með fjölskyldunni,” segir Rakel. Allir vita af ofbeldinu en enginn gerir neitt Það er svo sannarlega ekki verið að afhjúpa útskúfunina og útilokunina innan Vottanna hér. Flestir vita að þetta er aðferðin sem safnaðarmeðlimir beita þau sem ákveða að leita annað. En það er samt látið viðgangast, líklega í nafni einhvers konar trúfrelsis. En frændur okkar Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. „Þetta er það sem er dýrmætast fyrir alla. Það er fjölskyldan og nánustu vinir og að einhver söfnuður eða einstaklingar skuli geta ákveðið það, að þú eigir ekki aðgang að þessu fólki lengur, að foreldrar megi ekki tala við börnin sín, að börn megi ekki tala við foreldra sína eða ömmur og afa. Það á ekki að leyfast. Og þetta á ekki að vera ríkisstyrkt,” segir Anna Margrét. „Þetta ætti að vera bannað með lögum,” Fjöldinn stendur nánast í stað áratugum saman Það eru ekki miklar sviptingar í fjölda safnaðarmeðlima Vottanna hér undanfarna áratugi. Það eru raunar nákvæmlega jafn margir núna og fyrir aldarfjórðungi, rúmlega 600 manns. Skráðir safnaðarmeðlimir voru flestir árið 2011, eina árið sem þau náðu yfir 700. Og fyrir hvern skráðan safnaðarmeðlim fást sóknargjöld frá ríkinu per haus. Vottar Jehóva hafa fengið á bilinu fimm til sjö milljónir á ári síðustu tíu ár. Samtals hefur söfnuðurinn fengið rúmar 60 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu síðan 2011. Kalla eftir aðgerðum frá yfirvöldum „Ég hugsa að það séu margir mjög fastir sem eru bara þarna af því að þeir vilja ekki verða fyrir útskúfuninni,” segir Lilja. Þeir vilja ekki eiga það í hættu að foreldrar, vinir og allt samfélagið hætti að tala við þá. Svo eru það þeir sem eru öfgakenndir og hætta ða tala við börnin sín og barnabörnin, það er það fólk sem ég hræðist mest.” Rakel hefur ekki séð fjölskylduna sína í átta ár. Hún lifir enn í voninni um að söfnuðurinn slaki á reglununum og hætti að beita ofbeldi svo hún geti átt samskipti við þau á ný. „Og að þau mundu geta hugsað sér að vera í sambandi við mig. Ég efast um það sko. En hver veit, ef það er meiri pressa úr fleiri áttum. Ef það væri pressa frá ríkinu eða bara fólki,” segir Rakel. „Ég hefði viljað hafa úrræði, sérstaklega þegar ég var nýhætt í söfnuðinum. Að það sé eitthvað sem grípur mann.” Vill hjálpa fólki eftir trúarofbeldi Anna Margrét hefur hug á því að tengja fólk saman sem hefur verið í sértrúarsöfnuðum. „Ég mundi mjög gjarnan vilja koma á fót stuðningshópi hérna fyrir okkur og ekki síst fyrir unga fólkið sem er kannski að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum eða búið að vera lengi í burtu, en vantar einhvern til að tala við. Þetta er svo öðruvísi bakgrunnur og bara ólíkt því sem aðrir þekkja það er svo dýrmætt að geta deilt þeirri reynslu,” segir Anna Margrét. Anna segir að ríkið verði að bregðast við því sem er látið viðgangast innan sértrúarsafnaða á Íslandi. Hún kallar eftir því að Vottar Jehóva verði sviptir ríkisstyrkjum og vill koma á fót stuðningsúrræði fyrir fólk sem hefur verið beitt trúarofbeldi. Vísir/Arnar
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Sjá meira
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38