Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2022 20:01 Fimleikamenn leika listir sínar með Gjörningaklúbbnum Vitni á opnunarhátíð Gjörningaþoku á Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. Gjörningalistin færist frá jaðrinum „Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir gjörningum, bæði hérlendis sem og í hinum alþjóðlega listheimi og má segja að listformið hafi fært sig frá því að vera listmiðill sem standi á jaðrinum yfir í miðju hins viðurkennda listkerfis samtímans. Gjörningalist er hugtak sem notað er um fjölbreytt listform sem á sér langa og merka sögu,“ segir Kristín og bætir við að það sé gjarnan sagt að fólk hræðist gjörningalist, bæði í gamni og alvöru. Það komi þó kannski ekki á óvart því að listamenn tóku upp formið einmitt til að leggja fram eitthvað sem myndi hrista upp í áhorfandanum. Úr sýningunni Klemmdur eftir Örn Alexander á Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Sögu gjörningalistarinnar má rekja til þess að á tuttugustu öldinni fór að bera á því að myndlistarmenn nýttu sér lifandi athafnir sem túlkunarmiðil með það að markmiði að brjóta upp alvarleika listarinnar. Listamenn fögnuðu fáránleikanum og nýttu sér vinsældir kabarettsins í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar með opnum viðburðakvöldum sem einkenndust af óvissu. Fjölbreytt dagskrá Það er nóg um að vera á hátíðinni um helgina og ættu sýningargestir að geta upplifað heilmikið sem og fengið tækifæri til að kynnast nýjum listamönnum. „Á Gjörningaþoku fá gestir að kynnast gjörningalistinni í sinni fjölbreyttustu mynd. Dagskráin samtvinnar flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni yfir síðustu áratugi,“ segir Kristín. The Post Performance Blues Band á opnunarhátíð Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Mikil gleði að geta haldið takmarkalausa hátíð „Undirbúningur hófst árið 2020 en vegna ástandsins síðustu tvö árin hefur Gjörningaþokunni verið frestað fjórum sinnum og því mikil ánægja hjá safninu og listamönnum hátíðarinnar að geta boðið gestum á hátíðina án allra takmarkana,“ segir Kristín og bætir við að viðbrögð við hátíðinni hafi verið mjög góð. „Opnunarkvöldið gekk vonum framar og við sjáum að fólk er tilbúið til að njóta listarinnar í tíma og rými en gjörningar eru mjög gjarnan einmitt lifandi athöfn sem á sér stað fyrir framan áhorfendur, eða jafnvel í samvinnu við áhorfendur.“ View this post on Instagram A post shared by LISTASAFN REYKJAVI KUR (@reykjavikartmuseum) Þrátt fyrir að undirbúnings ferli fyrir sýningu hafi orðið lengra en ætlað var gátu allir unnið saman af yfirvegun. „Allir listamennirnir hafa verið mjög sveigjanlegir að vinna með þetta „ástand“ í undirbúningi og þeim breytingum sem hafa þurft að eiga sér stað. Ég þori að segja að enginn verði svikinn af þessari gjörningaveislu sem hér á sér stað,“ segir Kristín að lokum. Hátíðin stendur til 13. mars og nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér. Myndlist Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Gjörningalistin færist frá jaðrinum „Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir gjörningum, bæði hérlendis sem og í hinum alþjóðlega listheimi og má segja að listformið hafi fært sig frá því að vera listmiðill sem standi á jaðrinum yfir í miðju hins viðurkennda listkerfis samtímans. Gjörningalist er hugtak sem notað er um fjölbreytt listform sem á sér langa og merka sögu,“ segir Kristín og bætir við að það sé gjarnan sagt að fólk hræðist gjörningalist, bæði í gamni og alvöru. Það komi þó kannski ekki á óvart því að listamenn tóku upp formið einmitt til að leggja fram eitthvað sem myndi hrista upp í áhorfandanum. Úr sýningunni Klemmdur eftir Örn Alexander á Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Sögu gjörningalistarinnar má rekja til þess að á tuttugustu öldinni fór að bera á því að myndlistarmenn nýttu sér lifandi athafnir sem túlkunarmiðil með það að markmiði að brjóta upp alvarleika listarinnar. Listamenn fögnuðu fáránleikanum og nýttu sér vinsældir kabarettsins í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar með opnum viðburðakvöldum sem einkenndust af óvissu. Fjölbreytt dagskrá Það er nóg um að vera á hátíðinni um helgina og ættu sýningargestir að geta upplifað heilmikið sem og fengið tækifæri til að kynnast nýjum listamönnum. „Á Gjörningaþoku fá gestir að kynnast gjörningalistinni í sinni fjölbreyttustu mynd. Dagskráin samtvinnar flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni yfir síðustu áratugi,“ segir Kristín. The Post Performance Blues Band á opnunarhátíð Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Mikil gleði að geta haldið takmarkalausa hátíð „Undirbúningur hófst árið 2020 en vegna ástandsins síðustu tvö árin hefur Gjörningaþokunni verið frestað fjórum sinnum og því mikil ánægja hjá safninu og listamönnum hátíðarinnar að geta boðið gestum á hátíðina án allra takmarkana,“ segir Kristín og bætir við að viðbrögð við hátíðinni hafi verið mjög góð. „Opnunarkvöldið gekk vonum framar og við sjáum að fólk er tilbúið til að njóta listarinnar í tíma og rými en gjörningar eru mjög gjarnan einmitt lifandi athöfn sem á sér stað fyrir framan áhorfendur, eða jafnvel í samvinnu við áhorfendur.“ View this post on Instagram A post shared by LISTASAFN REYKJAVI KUR (@reykjavikartmuseum) Þrátt fyrir að undirbúnings ferli fyrir sýningu hafi orðið lengra en ætlað var gátu allir unnið saman af yfirvegun. „Allir listamennirnir hafa verið mjög sveigjanlegir að vinna með þetta „ástand“ í undirbúningi og þeim breytingum sem hafa þurft að eiga sér stað. Ég þori að segja að enginn verði svikinn af þessari gjörningaveislu sem hér á sér stað,“ segir Kristín að lokum. Hátíðin stendur til 13. mars og nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.
Myndlist Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira