Innlent

Þau sækjast eftir em­bætti for­stjóra Trygginga­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Tryggingastofnun ríkisins er til húsa í Hlíðarsmára í Kópavogi.
Tryggingastofnun ríkisins er til húsa í Hlíðarsmára í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi, en umsóknarfrestur rann út 25. febrúar.

Nýr forstjóri mun taka við af Sigríði Lillý Baldursdóttur sem var settur forstjóri árið 2007 og skipuð í embættið 2008. Í hópi umsækjenda eru Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra á skrifstofu forstjóra og staðgengil forstjóra, sem ráðherra bað um að gegna starfinu starfinu þar til nýr forstjóri hefði verið ráðinn. Sigríður Lillý hætti störfum í byrjun febrúar.

Þau sem sóttu um embættið eru:

  • Herdís Gunnarsdóttir
  • Sverrir Óskarsson
  • Huld Magnúsdóttir
  • Björn Bjarki Þorsteinsson
  • Steinvör G. Thorarensen
  • Sigurður Erlingsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Arndís Soffía Sigurðardóttir
  • Davíð Ólafur Ingimarsson

Tryggingastofnun heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og segir á vef stofnunarinnar að um sé að ræða eina veigamestu opinbera þjónustustofnun landsins. „Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.“


Tengdar fréttir

Sigríður hættir hjá Tryggingastofnun

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR) hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og mun hætta þann 6. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×