Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 10:47 Teymið telur að um 120 af hverjum hundrað þúsund í heiminum hafi látist vegna Covid. Getty/Anthony Kwan Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16