Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 12:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tókust á á þingi í dag. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“ Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“
Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira