Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 11:12 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðuna erfiða um þessar mundir. Vísir Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum. Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum.
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22