Óli Kristjáns: PSG er svolítill plastklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 13:01 Neymar og félagar í PSG eru úr leik í Meistaradeildinni og nú dugði ekki einu sinni að ná í Lionel Messi. AP/Manu Fernandez Gærkvöldið var ekki kvöld franska stórliðsins Paris Saint Germain sem enn á ný mistókst að fara alla leið í Meistaradeildinni. Nú ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira