Innlent

Loka fyrir sam­fé­lags­miðla í Rúss­landi

Árni Sæberg skrifar
Ákveðið hefur verið að hefta aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter.
Ákveðið hefur verið að hefta aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Tom Weller/Getty Images

Rússneska fjarskiptastofnunin Roskomnadzor hefur ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook og Twitter í landinu. Svo virðist sem yfirvöld í Moskvu ætli að einangra landið algjörlega á netinu.

Ria, ríkisrekinn fjölmiðill í Rússlandi, tilkynnti í kvöld að Roskomnadzor hafi ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook í landinu. Þar segir að ástæða lokunarinnar sé að Facebook hafi mismunað rússneskum fjölmiðlum í gegnum árin.

Þá greindi Bianna Golodryga, yfirmaður alþjóðamálagreiningar hjá CNN, frá því að einnig hafi verið tekin ákvörðun um að loka fyrir Twitter í Rússlandi.

James Longman, fréttaritari ABC í Rússlandi, segist þó enn hafa aðgang að báðum samfélagsmiðlum í landinu. Hann telur að ef til vill sé enn verið að vinna að lokuninni.

„Að tilkynna bann á einhverju er eitt, en að ganga úr skugga um að því sé framfylgt er annað,“ segir hann á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×