Innlent

Vöru­bíll valt í hvass­viðrinu á Reykja­nes­braut

Eiður Þór Árnason skrifar
Búið er að fjarlægja bílinn af vettvangi.
Búið er að fjarlægja bílinn af vettvangi. Håkon Broder Lund

Vörubíll á vegum Skólamats valt á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta í morgun. Engum varð meint af. Þetta staðfestir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamats, í samtali við Vísi.

Mjög vindasamt var á Reykjanesbraut og að sögn Jóns hvessti mjög skyndilega á umræddu svæði.

„Bílstjórinn er í lagi og er að fá áfallahjálp. Annars er búið að fjarlægja bílinn af vettvangi.“ Ekki er búið að meta hvort miklar skemmdir séu á bifreiðinni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mældist vindhraði 25,5 m/s á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan átta í morgun og náði 33,9 m/s í hviðum. Áfram er hvasst á svæðinu og var vindhraði 23 m/s klukkan 10:20 og náði í 30 m/s í hviðum.

Håkon Broder Lund



Fleiri fréttir

Sjá meira


×