Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 14:23 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar lagði Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra og aðstoðarsaksóknara Eyþór Þorbergsson fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. vísir/egill/vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira