Pútín virkjar hersveitir sem sjá um fælingarvopn Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. febrúar 2022 13:53 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP Þær hersveitir sem halda utan um fælingarvopn Rússa hafa verið settar í viðbragðsstöðu af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir þetta gert vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturveldanna gegn Rússlandi. Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira