Erlent

Rússum meinuð þátt­taka í Euro­vision

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Atriði Rússlands í keppninni í fyrra.
Atriði Rússlands í keppninni í fyrra. Dean Mouhtaropoulos/Getty

European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.

Áður höfðu forsvarsmenn sambandsins ákveðið að vísa Rússum ekki úr keppninni vegna innrásar þeirra í Úkraínu, á þeim grundvelli að keppnin væri ekki pólitísk.

Fyrir skemmstu sendi sambandið hins vegar frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ekkert atriði frá Rússlandi muni taka þátt í keppninni að þessu sinni.

„Ákvörðunin endurspeglar áhyggjur sem vaknað hafa í ljósi fordæmalauss ástands í Úkraínu, af því að þátttaka Rússlands kastað rýrð á framkvæmd keppninnar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að sambandið hafi tekið ákvörðunina eftir víðtækt samráð við meðlimi sambandsins.

„EBU er ópólitískt samband sjónvarpsstöðva sem skuldbindur sig til þess að halda á lofti gildum almannaþjónustu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×