Verðbólga eykst í 6,2 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 09:06 Verðbólga hefur aukist víða um heim undanfarin misseri. Vísir/Hanna Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26
Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13