Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 13:35 Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Vísir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. „Það er ekkert mikið búið að gerast, það var ein sprenging núna áðan og ég veit ekki hvað það var. Annars er ekkert búið að gerast í borginni síðan í morgun,“ sagði Óskar. Fréttastofa náði af honum tali í morgun, um klukkan sjö, en þá var talsvert meira um að vera í borginni. Óskar hafði sjálfur vaknað um klukkan fimm um nóttina við sprengjugný og skothvelli sem beint var að alþjóðaflugvellinum í Kænugarði og öðrum innviðum. Frá því að innrás hófst hafa íbúar Kænugarðs flykkst út úr borginni í vesturátt en þeir sem ætla að halda kyrru fyrir í borginni flykkjast nú í búðir til að byrgja sig upp. „Við fórum í matvöruverslun í morgun og þar var pakkað, búið að tæma alveg út og það eru raðir í hraðbanka og svona. En borgin er öll mjög hljóðlát og óheillavænleg,“ segir Óskar. „Það eru bara allir hérna að bíða eftir að næsta skref gerist sem enginn veit hvað er. Maður sér að rússneski herinn er kominn inn í Kharkív, búnir að taka yfir stóran hluta af borginni og búnir að setja upp vegatálma. Það er ekki búið að gerast hér.“ Skrítið að sjá stúdentaborg uppsprengda Hann segir íbúa borgarinnar mjög kvíðna. Margir þeirra séu aðfluttir frá dreyfbýlli svæðum og eigi þar af leiðandi margir fjölskyldur á átakasvæðum. „Kænugarður er fjármálamiðstöð, hingað kemur fólk til að vinna þannig að hér er mjög margt fólk sem kemur utan að landi. Þannig að fólk er að fá fregnir alls staðar að þannig að það er mjög mikill kvíði í fólki eins og þegar það sér myndir frá Kharkív. Fólk er orðið svo vant því að sjá myndir frá Donbas, að hlutir séu sprengdir og í rusli þar í Mariopol og öllum þessum borgum. En að sjá það frá Kharkív, sem er flott stúdentaborg, að það sé búið að sprengja íbúabyggingar þar í loft upp og sjá fólk í sárabindum og blóðugt,“ segir Óskar. „Bullandi stríð við framlínuna“ Hann segir þúsundir íbúa borgarinnar nú reyna að flýja í vesturátt. „Straumurinn er eiginlega ekki lengur straumur. Það er bara allt stopp. Þú sérð bara röð af bílum sem eru ekki að hreyfast neitt. Vinkona mín sem er blaðamaður hún býr hér tiltölulega nálægt mér og hún komst ekki í vinnuna af því að það var bara pakkað frá heimilinu hennar að aðalæðinni, þannig að hún ákvað að labba til baka og það var allt stopp. Á leiðinni inn í Kænugarð var enginn en á leiðinni út var pakkað,“ segir hann. „Svo eru allir bara að bíða eftir að alþjóðasamfélagið komi með það sem þeir ætla að koma með. Það vita allir að það er eitthvað að fara að koma en það veit enginn hvað það er.“ Fólk bíði bara eftir næstu skrefum. „Allavega hér í Kænugarði. Það er náttúrulega bullandi stríð við framlínuna þar sem hún er, hún er ekki hér, hún er í Kharkív, því hún er bara 20 km frá landamærunum. Við bara gerum það sem við getum til að undirbúa okkur undir það að vera heima hjá okkur næstu daga ef það kemur til þess að skriðdrekar komi hérna inn í borgina.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 24. febrúar 2022 12:44 „Sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum“ Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum. 24. febrúar 2022 12:31 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Það er ekkert mikið búið að gerast, það var ein sprenging núna áðan og ég veit ekki hvað það var. Annars er ekkert búið að gerast í borginni síðan í morgun,“ sagði Óskar. Fréttastofa náði af honum tali í morgun, um klukkan sjö, en þá var talsvert meira um að vera í borginni. Óskar hafði sjálfur vaknað um klukkan fimm um nóttina við sprengjugný og skothvelli sem beint var að alþjóðaflugvellinum í Kænugarði og öðrum innviðum. Frá því að innrás hófst hafa íbúar Kænugarðs flykkst út úr borginni í vesturátt en þeir sem ætla að halda kyrru fyrir í borginni flykkjast nú í búðir til að byrgja sig upp. „Við fórum í matvöruverslun í morgun og þar var pakkað, búið að tæma alveg út og það eru raðir í hraðbanka og svona. En borgin er öll mjög hljóðlát og óheillavænleg,“ segir Óskar. „Það eru bara allir hérna að bíða eftir að næsta skref gerist sem enginn veit hvað er. Maður sér að rússneski herinn er kominn inn í Kharkív, búnir að taka yfir stóran hluta af borginni og búnir að setja upp vegatálma. Það er ekki búið að gerast hér.“ Skrítið að sjá stúdentaborg uppsprengda Hann segir íbúa borgarinnar mjög kvíðna. Margir þeirra séu aðfluttir frá dreyfbýlli svæðum og eigi þar af leiðandi margir fjölskyldur á átakasvæðum. „Kænugarður er fjármálamiðstöð, hingað kemur fólk til að vinna þannig að hér er mjög margt fólk sem kemur utan að landi. Þannig að fólk er að fá fregnir alls staðar að þannig að það er mjög mikill kvíði í fólki eins og þegar það sér myndir frá Kharkív. Fólk er orðið svo vant því að sjá myndir frá Donbas, að hlutir séu sprengdir og í rusli þar í Mariopol og öllum þessum borgum. En að sjá það frá Kharkív, sem er flott stúdentaborg, að það sé búið að sprengja íbúabyggingar þar í loft upp og sjá fólk í sárabindum og blóðugt,“ segir Óskar. „Bullandi stríð við framlínuna“ Hann segir þúsundir íbúa borgarinnar nú reyna að flýja í vesturátt. „Straumurinn er eiginlega ekki lengur straumur. Það er bara allt stopp. Þú sérð bara röð af bílum sem eru ekki að hreyfast neitt. Vinkona mín sem er blaðamaður hún býr hér tiltölulega nálægt mér og hún komst ekki í vinnuna af því að það var bara pakkað frá heimilinu hennar að aðalæðinni, þannig að hún ákvað að labba til baka og það var allt stopp. Á leiðinni inn í Kænugarð var enginn en á leiðinni út var pakkað,“ segir hann. „Svo eru allir bara að bíða eftir að alþjóðasamfélagið komi með það sem þeir ætla að koma með. Það vita allir að það er eitthvað að fara að koma en það veit enginn hvað það er.“ Fólk bíði bara eftir næstu skrefum. „Allavega hér í Kænugarði. Það er náttúrulega bullandi stríð við framlínuna þar sem hún er, hún er ekki hér, hún er í Kharkív, því hún er bara 20 km frá landamærunum. Við bara gerum það sem við getum til að undirbúa okkur undir það að vera heima hjá okkur næstu daga ef það kemur til þess að skriðdrekar komi hérna inn í borgina.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 24. febrúar 2022 12:44 „Sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum“ Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum. 24. febrúar 2022 12:31 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45
Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 24. febrúar 2022 12:44
„Sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum“ Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum. 24. febrúar 2022 12:31