Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. febrúar 2022 06:23 Úkraínskir hermenn á ferðinni í dag. AP/Vadim Ghirda Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira