KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 15:30 Phil Mickelson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu. getty/Luke Walker Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar. Golf Sádi-Arabía Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar.
Golf Sádi-Arabía Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira