Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02