Innlent

Skjálfti að stærð 4,8 í Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bárðarbunga í fjarska
Bárðarbunga í fjarska Vísir/Vilhelm.

Jarðskjálfti að stærð 4,8 mældist í norðvesturenda Bárðarbunguöskjunnar skömmu eftir klukkan tíu í morgun.

Þetta er stærsti skjálftinn í Bárðarbungu síðan september 2020.

Nokkrir minni eftirskjáftar hafa mælst en enginn órói. Síðasta sólahring hafa skjálftar mælst á svipuðum slóðum, 2,0 klukkan 14:08 í gær og 2,9 kl. 04:36 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×