Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 20:40 Bingótölur hafa verið lesnar upp í Vinabær frá árinu 1990. Facebook/Bingó í Vinabæ Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi. Reykjavík Tímamót Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi.
Reykjavík Tímamót Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira