Óveðrið reif þakið af O2 höllinni í London Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 11:01 Þak O2 hallarinnar í London er illa farið eftir óveðrið sem hefur geysað þar í landi. Rob Pinney/Getty Images O2 höllin í London hefur verið heimili margra stórra tónlistar- og íþróttaviðburða landsins seinustu tuttugu ár, en þak hallarinnar varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem geysaði á sunnanverðum Bretlandseyjum í gær. Höllin var byggð árið 2000 og hét upphaflega Millennium Dome, en þakið er í raun risavaxið tjald sem strengt er yfir höllina. Vindhviður upp á 35 m/s reyndust tjaldinu hins vegar ofviða. Fjöldinn allur af stórum íþróttaviðburðum hafa verið haldnir í O2 höllinni. Þar á meðal leikir í NBA-deildinni í körfubolta, úrvalsdeildin í pílukasti, nokkrar greinar á Ólympíuleikunum í London árið 2012, sem og greinar á Ólympíuleikum fatlaðra sama ár. Þá hafa áhorfendur einnig getað séð bardagakvöld í UFC í höllinni. Alls hafa ellefu bardagakvöld verið haldin í O2 hingað til, en þann 19. mars stendur til að UFC snúi aftur til Lundúna. Brasilíski bardagamaðurinn Cláudio Silva greindi frá því á dögunum að hann myndi mæta okkar eigin Gunnari Nelson það kvöld í O2 höllinni, en eins og gefur að skilja er höllin lokuð þessa dagana á meðan að reynt er að gera við skemmdirnar. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að hægt verður að halda bardagakvöldið í höllinni á tilsettum tíma. Bretland England Tengdar fréttir Segir að hann muni mæta Gunnari í mars Brasilíumaðurinn Cláudio Silva segir að hann muni mæta Gunnari Nelson á bardagakvöldi í London í mars. 25. janúar 2022 12:31 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Höllin var byggð árið 2000 og hét upphaflega Millennium Dome, en þakið er í raun risavaxið tjald sem strengt er yfir höllina. Vindhviður upp á 35 m/s reyndust tjaldinu hins vegar ofviða. Fjöldinn allur af stórum íþróttaviðburðum hafa verið haldnir í O2 höllinni. Þar á meðal leikir í NBA-deildinni í körfubolta, úrvalsdeildin í pílukasti, nokkrar greinar á Ólympíuleikunum í London árið 2012, sem og greinar á Ólympíuleikum fatlaðra sama ár. Þá hafa áhorfendur einnig getað séð bardagakvöld í UFC í höllinni. Alls hafa ellefu bardagakvöld verið haldin í O2 hingað til, en þann 19. mars stendur til að UFC snúi aftur til Lundúna. Brasilíski bardagamaðurinn Cláudio Silva greindi frá því á dögunum að hann myndi mæta okkar eigin Gunnari Nelson það kvöld í O2 höllinni, en eins og gefur að skilja er höllin lokuð þessa dagana á meðan að reynt er að gera við skemmdirnar. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að hægt verður að halda bardagakvöldið í höllinni á tilsettum tíma.
Bretland England Tengdar fréttir Segir að hann muni mæta Gunnari í mars Brasilíumaðurinn Cláudio Silva segir að hann muni mæta Gunnari Nelson á bardagakvöldi í London í mars. 25. janúar 2022 12:31 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Segir að hann muni mæta Gunnari í mars Brasilíumaðurinn Cláudio Silva segir að hann muni mæta Gunnari Nelson á bardagakvöldi í London í mars. 25. janúar 2022 12:31