Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2022 11:13 Lögreglustjórinn fyrir norðan, Páley Borgþórsdóttir, hefur rannsókn málsins á sinni könnu. Hún er á leið suður og ætlar að yfirheyra blaðamennina Þórð Snæ Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, Aðalstein Kjartansson á Stundinni og svo Þóru Arnórsdóttur á Ríkisútvarpinu ohf. Útgefið er að rannsóknin snúi að ætluðum brotum á friðhelgi einkalífs en margir telja að málið snúist um annað og meira. Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. „Fjölmennum á Austurvöll og sýnum samstöðu með frjálsum fjölmiðlum. Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi,“ segir í fundarboði. Mótmælin eru fyrirhuguð á Austurvelli klukkan 14 á morgun sem og á Ráðhústorgi á Akureyri. Nú þegar þetta er skrifað hafa um sex hundruð manns svarað kallinu, ýmist lýst yfir áhuga eða boðað komu sína. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Óljóst hvað er verið að rannsaka Málið, sem er að ýmsu leyti óskýrt, virðist tengjast meintu hvarfi á farsíma Páls Steingrímssonar skipsstjóra hjá Samherja hvar ætlað er að hafi verið að finna gögn sem sýna að hin svokallaða Skæruliðadeild Samherja hafi haft uppi meðal annars áform um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna sem fjölluðu um Samherjaskjölin, umsvif sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þetta leiddi svo til fréttaflutnings af aðgerðaráætlunum téðrar skæruliðadeildar í fréttum sem fyrst birtust á Kjarnanum og í Stundinni en voru svo teknar upp á flestum miðlum öðrum. Væntanlegar yfirheyrslur Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafa vakið verulega athygli en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra gaf út á þriðjudag er embættið með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið sagt í hefðbundnum farvegi. „Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál,“ segir í yfirlýsingunni. Fjórmenningarnir eru þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV og eru þau með stöðu sakbornings. Ógn við frelsi fjölmiðla Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lét sig málið varða í vikunni og telur blaðamenn síst of góða til að svara spurningum lögreglu. Blaðamannafélags Íslands og Félag fréttamanna vilja hins vegar meina að Bjarni (þykist) misskilji málið. Í yfirlýsingu segir að lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. „Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu.“ Sigríður Dögg segir jafnframt, í viðtali við fréttastofu, að málið sé einn angi Samherjamála. Bjarni gaf hins vegar lítið fyrir þessi viðbrögð félaganna og telur blaðamenn verða að þola að lögregla rannsaki mál sé uppi grunur um að lögbrot hafi verið framið. Ungliðahreyfingarnar, sem boðað hafa til mótmælanna, segja á hinn bóginn að fjölmiðlafrelsi sé grunnstoð hvers lýðræðissamfélags og því vilji þær mótmæla; aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi Eystra: „Þær ógna frelsi fjölmiðla hér á landi til að segja frá þeim fréttum sem varða almannahagsmuni og getur verið þess valdandi að fjölmiðlar haldi ekki trausti heimildamanna sinna af ótta við lögsókn. Því hvetjum við sem flesta til að mæta á samstöðufund á Ráðhústorgi til að mótmæla þessari aðför að fjölmiðlafrelsi og standa vörð um lýðræðið!“ segir í herkvaðningu ungliðahreyfinganna. Athygli vekur að ungliðahreyfing Vinstri grænna er meðal þeirra sem boða til mótmælanna, í ljósi þess að málið virðist með afskiptum Bjarna vera að taka á sig pólitíska mynd. Vinstri grænir eru aðilar að ríkisstjórninni þeirri sem fjármálaráðherra á aðild að. Mótmælastaða við lögreglustöðina Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður sem stýrir þætti á netinu sem heitir Rauða borðið kallaði til nokkra reynda blaðamenn að fornu og nýju sem ræddu málið af nokkru kappi. Gestir Gunnars Smára voru þau Aðalsteinn Kjartansson, Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi blaðamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kristinn hvatti til samstöðu blaðamanna og almennings; fjölmiðlar væru eins og kanarífuglinn í kolanámunni þegar fasísk öfl láta á sér kræla. Að þeim er fyrst sótt þegar alræðisöfl eru annars vegar. Til stendur að yfirheyra Aðalstein Kjartansson að morgni mánudags, klukkan 10:00, í lögreglustöðinni Vínlandsleið í Grafarholti. Taldi Kristinn vert að boða til mótmælastöðu við lögreglustöðina og lýsti því yfir að sjálfur myndi hann vera þar. Uppfært 11:35 Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá var rétt í þessu að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lögreglurannsóknin er fordæmd. Þar segir að fjölmiðlaumfjöllun fjórmenninganna af téðu máli varði almannahagsmuni, „upplýsingar um ámælisverða háttsemi eins áhrifaríkasta fyrirtæki landsins sem byggir afkomu sína á auðlindum þjóðarinnar.“ Vakin er athygli á að almenn regla í lýðræðisríkjum sé sú að fjölmiðlafólk njóti sérstakrar lagaverndar í sínum störfum þegar kemur að hagnýtingu upplýsinga, hvaðan svo sem þær koma. „Aðgerðir lögreglu eru því með öllu tilhæfulausar. Það er grafalvarlegt að ráðist sé svo að blaðafólki fyrir það eitt að segja frá mikilvægum upplýsingum. Frjáls fjölmiðlun er einn af hornsteinum lýðræðisins, og þegar ráðist er að þeim er það árás á allan almenning.“ Stjórnin lýsir yfir stuðningi við blaðamennina og krefjast þess af stjórnvöldum að þau tryggi almennt lagavernd blaða- og fréttamanna og stuðli að betra og öruggara starfsumhverfi þeirra. Áréttað er í yfirlýsingunni mikilvægi nýrrar stjórnarskrár og hvetja samtökin til þess að fólk mæti á mótmælin. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Reykjavík Akureyri Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. 17. febrúar 2022 10:27 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Fjölmennum á Austurvöll og sýnum samstöðu með frjálsum fjölmiðlum. Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi,“ segir í fundarboði. Mótmælin eru fyrirhuguð á Austurvelli klukkan 14 á morgun sem og á Ráðhústorgi á Akureyri. Nú þegar þetta er skrifað hafa um sex hundruð manns svarað kallinu, ýmist lýst yfir áhuga eða boðað komu sína. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Óljóst hvað er verið að rannsaka Málið, sem er að ýmsu leyti óskýrt, virðist tengjast meintu hvarfi á farsíma Páls Steingrímssonar skipsstjóra hjá Samherja hvar ætlað er að hafi verið að finna gögn sem sýna að hin svokallaða Skæruliðadeild Samherja hafi haft uppi meðal annars áform um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna sem fjölluðu um Samherjaskjölin, umsvif sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þetta leiddi svo til fréttaflutnings af aðgerðaráætlunum téðrar skæruliðadeildar í fréttum sem fyrst birtust á Kjarnanum og í Stundinni en voru svo teknar upp á flestum miðlum öðrum. Væntanlegar yfirheyrslur Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafa vakið verulega athygli en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra gaf út á þriðjudag er embættið með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið sagt í hefðbundnum farvegi. „Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál,“ segir í yfirlýsingunni. Fjórmenningarnir eru þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV og eru þau með stöðu sakbornings. Ógn við frelsi fjölmiðla Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lét sig málið varða í vikunni og telur blaðamenn síst of góða til að svara spurningum lögreglu. Blaðamannafélags Íslands og Félag fréttamanna vilja hins vegar meina að Bjarni (þykist) misskilji málið. Í yfirlýsingu segir að lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. „Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu.“ Sigríður Dögg segir jafnframt, í viðtali við fréttastofu, að málið sé einn angi Samherjamála. Bjarni gaf hins vegar lítið fyrir þessi viðbrögð félaganna og telur blaðamenn verða að þola að lögregla rannsaki mál sé uppi grunur um að lögbrot hafi verið framið. Ungliðahreyfingarnar, sem boðað hafa til mótmælanna, segja á hinn bóginn að fjölmiðlafrelsi sé grunnstoð hvers lýðræðissamfélags og því vilji þær mótmæla; aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi Eystra: „Þær ógna frelsi fjölmiðla hér á landi til að segja frá þeim fréttum sem varða almannahagsmuni og getur verið þess valdandi að fjölmiðlar haldi ekki trausti heimildamanna sinna af ótta við lögsókn. Því hvetjum við sem flesta til að mæta á samstöðufund á Ráðhústorgi til að mótmæla þessari aðför að fjölmiðlafrelsi og standa vörð um lýðræðið!“ segir í herkvaðningu ungliðahreyfinganna. Athygli vekur að ungliðahreyfing Vinstri grænna er meðal þeirra sem boða til mótmælanna, í ljósi þess að málið virðist með afskiptum Bjarna vera að taka á sig pólitíska mynd. Vinstri grænir eru aðilar að ríkisstjórninni þeirri sem fjármálaráðherra á aðild að. Mótmælastaða við lögreglustöðina Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður sem stýrir þætti á netinu sem heitir Rauða borðið kallaði til nokkra reynda blaðamenn að fornu og nýju sem ræddu málið af nokkru kappi. Gestir Gunnars Smára voru þau Aðalsteinn Kjartansson, Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi blaðamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kristinn hvatti til samstöðu blaðamanna og almennings; fjölmiðlar væru eins og kanarífuglinn í kolanámunni þegar fasísk öfl láta á sér kræla. Að þeim er fyrst sótt þegar alræðisöfl eru annars vegar. Til stendur að yfirheyra Aðalstein Kjartansson að morgni mánudags, klukkan 10:00, í lögreglustöðinni Vínlandsleið í Grafarholti. Taldi Kristinn vert að boða til mótmælastöðu við lögreglustöðina og lýsti því yfir að sjálfur myndi hann vera þar. Uppfært 11:35 Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá var rétt í þessu að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lögreglurannsóknin er fordæmd. Þar segir að fjölmiðlaumfjöllun fjórmenninganna af téðu máli varði almannahagsmuni, „upplýsingar um ámælisverða háttsemi eins áhrifaríkasta fyrirtæki landsins sem byggir afkomu sína á auðlindum þjóðarinnar.“ Vakin er athygli á að almenn regla í lýðræðisríkjum sé sú að fjölmiðlafólk njóti sérstakrar lagaverndar í sínum störfum þegar kemur að hagnýtingu upplýsinga, hvaðan svo sem þær koma. „Aðgerðir lögreglu eru því með öllu tilhæfulausar. Það er grafalvarlegt að ráðist sé svo að blaðafólki fyrir það eitt að segja frá mikilvægum upplýsingum. Frjáls fjölmiðlun er einn af hornsteinum lýðræðisins, og þegar ráðist er að þeim er það árás á allan almenning.“ Stjórnin lýsir yfir stuðningi við blaðamennina og krefjast þess af stjórnvöldum að þau tryggi almennt lagavernd blaða- og fréttamanna og stuðli að betra og öruggara starfsumhverfi þeirra. Áréttað er í yfirlýsingunni mikilvægi nýrrar stjórnarskrár og hvetja samtökin til þess að fólk mæti á mótmælin.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Reykjavík Akureyri Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. 17. febrúar 2022 10:27 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31
Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. 17. febrúar 2022 10:27