Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2022 07:00 Elva Hrönn Hjartardóttir kallar eftir aðgerðum og segir að húsnæði eigi ekki að vera forréttindi. Aðsend/REMAX Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eiga tvö börn og hafa seinustu átján mánuði leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Þau eru nú á leigumarkaði og dreymir um að verða fyrstu kaupendur. „Ég er búin að liggja inni á fasteignasíðunum og kíkja inn á hverjum degi, þannig að ég hef alveg séð hvernig markaðurinn er búinn að vera og þróunin síðasta eina og hálfa árið,“ segir Elva í samtali við Vísi. „Svo í nóvember rákumst við á þessa tilteknu blokkaríbúð í hverfinu okkar, fórum að skoða og leist bara þokkalega á. Við sáum að við þurftum að bæta við herbergi og það þurfti eitthvað að nostra við hana, sem við sáum alveg fram á að geta gert og bjóðum þá aðeins yfir ásett verð eins og tíðkast.“ 49,9 milljónir króna voru settar á eignina en fljótlega fengu þau að vita að seljendur hafi samþykkt annað tilboð þar sem boðin var staðgreiðsla. „Við höldum bara áfram að leita og erum enn þá að leita. Við erum búin að gera nokkur tilboð og þetta er alltaf sama sagan. Svo fer ég og kíki á fasteignavefi í dag eins og venjulega og rek augun í íbúðina sem við gerðum tilboð í nóvember. Sama íbúð, nákvæmlega sömu myndir, ekkert hefur verið gert fyrir íbúðina greinilega og svo sé ég verðið á henni og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir Elva. Íbúðin er í blokk við Bólstaðarhlíð 48 sem var byggð árið 1967.REMAX Taldi þetta vera mistök Elva segir að hún hafi í fyrstu talið að um mistök hafi verið að ræða, opnað síðuna aftur og aftur og kíkt á dagsetninguna. Þegar allt stemmdi heyrði hún í fasteignasalanum sem er sá sami og seldi íbúðina síðast. „Þá sagði fasteignasalinn mér það að þetta væri nýi eigandinn sem keypti íbúðina í nóvember. Hann hafi ætlað að leigja út íbúðina en eitthvað hafi komið upp á og þá ákvað hann að prófa að setja íbúðina á sölu og setja þetta verð á hana. Fasteignasalinn sagði mér að hann hefði sagt þessum seljenda að þetta væri of hátt verð fyrir þessa eign en engu að síður hafi seljandinn viljað setja þetta verð á hana. Markaðurinn væri bara svona og hann ætlaði að láta reyna á þetta og taka hana af sölu ef það gengi ekki eftir,“ segir Elva sem furðar sig á þessum viðskiptaháttum. „Þetta er bara ótrúlegt. Mér finnst þetta svo absúrd að ég trúi þessu ekki.“ Vilja fá 8,6 milljónir umfram kaupverð Um er að ræða 96 fermetra íbúð á jarðhæð við Bólstaðarhlíð 48. Eignin er í dag búin tveimur svefnherbergjum en að sögn fasteignasala er auðvelt að setja upp þriðja herbergið. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningi sem er dagsettur 2. desember síðastliðinn keyptu núverandi eigendur íbúðina á 51,3 milljónir króna og var upphæðin staðgreidd. Í gær, 17. febrúar var búið að skrá íbúðina aftur á sölu á fasteignavefnum Fasteignir.is, sléttum þremur mánuðum eftir að síðasta auglýsing var tekin út. Þá var ásett verð 49,9 milljónir en er nú 59,9 milljónir króna. Fasteignamat nemur 45,15 milljónum. Elva segir að þau hjónin hafi boðið svipaða upphæð í íbúðina og núverandi eigendur. Hún telur engan vafa á því að þar hafi skipt máli að mótaðilarnir hafi boðið staðgreiðslu án fyrirvara á borð við samþykki lánastofnana eða ástandsskoðun. Seljandinn segist skilja reiðina Fréttamaður setti sig í samband við annan eigenda íbúðarinnar sem staðfestir að engar framkvæmdir eða breytingar hafi verið gerðar frá því að hjónin keyptu hana í desember. Hann segist sýna því skilning að sumir kunni að klóra sér í hausnum yfir svo mikilli hækkun á jafn skömmum tíma. „Jájá, ég skil það nú. Það kom svolítið upp á hjá mér og ég þarf að selja. Ég ætlaði ekki að gera það og neyðist til að selja og er auðvitað að reyna að fá eitthvað af kostnaðinum til baka og svona hitt og þetta. Það kostar mikið að selja og kaupa og það geta verið miklar upphæðir. Svo gerir fólk bara tilboð. Ég tel mig hafa keypt hana á ágætis verði á sínum tíma en það má alltaf deila um verðið.“ Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, kveðst ekki hafa verið mikið að versla með íbúðir en það komi þó fyrir. Hann sé nú með tvær íbúðir í útleigu. Eldhúsið var endurnýjað árið 2017 samkvæmt sölulýsingu.Remax Eins og blaut tuska í andlitið Elva segir að fasteignasalinn hafi tjáð henni að miðað við taktinn á húsnæðismarkaðnum í dag þá hefði svona eign getað hækkað um fimm til sex milljónir síðastliðna þrjá mánuði „Sem mér finnst líka alveg galið. Þetta er bara algjör klikkun og það er ekki nokkur leið fyrir fyrstu kaupendur sérstaklega að komast inn á þennan markað eins og hann er núna, þar sem fólk er að staðgreiða eignir með engum fyrirvörum. Svo er fasteignaverðið orðið gígantískt og ég skil ekki alveg hvernig venjulegt fólk á að gera þetta.“ Hún líkir þessari tilteknu reynslu við að fá blauta tusku í andlitið. „Við vitum öll að það þarf að gera eitthvað til að stemma stigu við þróuninni á markaðinum en þetta dæmi sýnir svart á hvítu hvað þörfin er mikil,“ segir Elva og kallar eftir sameiginlegu átaki almennings til að þrýsta á að eitthvað verði gert í þessum málum. Sjálf situr Elva í stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og telur að húsnæðismál verði stórt baráttumál í komandi kjaraviðræðum og kosningabaráttu. Tvö svefnherbergi eru nú í íbúðinni.Remax Eigi ekki að vera forréttindi að hafa þak yfir höfuðið Elva segir ekki nóg með að húsnæðiskostnaður sé að aukast heldur hækki fasteignagjöld, hiti, rafmagn og annar fastur kostnaður. „Hvernig á fólk að gera þetta? Í hvað erum við að stefna hérna?“ Eðlilega hafi mikið verið rætt um stöðu ungs fólks sem sé að koma úr námi og að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. „En hvernig á líka fólk á miðjum aldri eins og ég með börn að gera þetta sem hefur ekki nú þegar fjárfest í fasteign? Það að ákveða hvort maður vilji kaupa eða leigja, þetta á algjörlega að vera val en það eiga ekki að vera forréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Þetta eru mannréttindi og það að það séu aðilar þarna úti sem eru að braska og í einhverjum business með íbúðir á markaðnum, sérstaklega þegar það er ekki nógu mikið framboð, það finnst mér bara siðlaust.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði Forsætisráðherra hefur nú skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Starfshópnum ber að kynna tillögur að aðgerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næstkomandi. 17. febrúar 2022 17:19 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eiga tvö börn og hafa seinustu átján mánuði leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Þau eru nú á leigumarkaði og dreymir um að verða fyrstu kaupendur. „Ég er búin að liggja inni á fasteignasíðunum og kíkja inn á hverjum degi, þannig að ég hef alveg séð hvernig markaðurinn er búinn að vera og þróunin síðasta eina og hálfa árið,“ segir Elva í samtali við Vísi. „Svo í nóvember rákumst við á þessa tilteknu blokkaríbúð í hverfinu okkar, fórum að skoða og leist bara þokkalega á. Við sáum að við þurftum að bæta við herbergi og það þurfti eitthvað að nostra við hana, sem við sáum alveg fram á að geta gert og bjóðum þá aðeins yfir ásett verð eins og tíðkast.“ 49,9 milljónir króna voru settar á eignina en fljótlega fengu þau að vita að seljendur hafi samþykkt annað tilboð þar sem boðin var staðgreiðsla. „Við höldum bara áfram að leita og erum enn þá að leita. Við erum búin að gera nokkur tilboð og þetta er alltaf sama sagan. Svo fer ég og kíki á fasteignavefi í dag eins og venjulega og rek augun í íbúðina sem við gerðum tilboð í nóvember. Sama íbúð, nákvæmlega sömu myndir, ekkert hefur verið gert fyrir íbúðina greinilega og svo sé ég verðið á henni og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir Elva. Íbúðin er í blokk við Bólstaðarhlíð 48 sem var byggð árið 1967.REMAX Taldi þetta vera mistök Elva segir að hún hafi í fyrstu talið að um mistök hafi verið að ræða, opnað síðuna aftur og aftur og kíkt á dagsetninguna. Þegar allt stemmdi heyrði hún í fasteignasalanum sem er sá sami og seldi íbúðina síðast. „Þá sagði fasteignasalinn mér það að þetta væri nýi eigandinn sem keypti íbúðina í nóvember. Hann hafi ætlað að leigja út íbúðina en eitthvað hafi komið upp á og þá ákvað hann að prófa að setja íbúðina á sölu og setja þetta verð á hana. Fasteignasalinn sagði mér að hann hefði sagt þessum seljenda að þetta væri of hátt verð fyrir þessa eign en engu að síður hafi seljandinn viljað setja þetta verð á hana. Markaðurinn væri bara svona og hann ætlaði að láta reyna á þetta og taka hana af sölu ef það gengi ekki eftir,“ segir Elva sem furðar sig á þessum viðskiptaháttum. „Þetta er bara ótrúlegt. Mér finnst þetta svo absúrd að ég trúi þessu ekki.“ Vilja fá 8,6 milljónir umfram kaupverð Um er að ræða 96 fermetra íbúð á jarðhæð við Bólstaðarhlíð 48. Eignin er í dag búin tveimur svefnherbergjum en að sögn fasteignasala er auðvelt að setja upp þriðja herbergið. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningi sem er dagsettur 2. desember síðastliðinn keyptu núverandi eigendur íbúðina á 51,3 milljónir króna og var upphæðin staðgreidd. Í gær, 17. febrúar var búið að skrá íbúðina aftur á sölu á fasteignavefnum Fasteignir.is, sléttum þremur mánuðum eftir að síðasta auglýsing var tekin út. Þá var ásett verð 49,9 milljónir en er nú 59,9 milljónir króna. Fasteignamat nemur 45,15 milljónum. Elva segir að þau hjónin hafi boðið svipaða upphæð í íbúðina og núverandi eigendur. Hún telur engan vafa á því að þar hafi skipt máli að mótaðilarnir hafi boðið staðgreiðslu án fyrirvara á borð við samþykki lánastofnana eða ástandsskoðun. Seljandinn segist skilja reiðina Fréttamaður setti sig í samband við annan eigenda íbúðarinnar sem staðfestir að engar framkvæmdir eða breytingar hafi verið gerðar frá því að hjónin keyptu hana í desember. Hann segist sýna því skilning að sumir kunni að klóra sér í hausnum yfir svo mikilli hækkun á jafn skömmum tíma. „Jájá, ég skil það nú. Það kom svolítið upp á hjá mér og ég þarf að selja. Ég ætlaði ekki að gera það og neyðist til að selja og er auðvitað að reyna að fá eitthvað af kostnaðinum til baka og svona hitt og þetta. Það kostar mikið að selja og kaupa og það geta verið miklar upphæðir. Svo gerir fólk bara tilboð. Ég tel mig hafa keypt hana á ágætis verði á sínum tíma en það má alltaf deila um verðið.“ Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, kveðst ekki hafa verið mikið að versla með íbúðir en það komi þó fyrir. Hann sé nú með tvær íbúðir í útleigu. Eldhúsið var endurnýjað árið 2017 samkvæmt sölulýsingu.Remax Eins og blaut tuska í andlitið Elva segir að fasteignasalinn hafi tjáð henni að miðað við taktinn á húsnæðismarkaðnum í dag þá hefði svona eign getað hækkað um fimm til sex milljónir síðastliðna þrjá mánuði „Sem mér finnst líka alveg galið. Þetta er bara algjör klikkun og það er ekki nokkur leið fyrir fyrstu kaupendur sérstaklega að komast inn á þennan markað eins og hann er núna, þar sem fólk er að staðgreiða eignir með engum fyrirvörum. Svo er fasteignaverðið orðið gígantískt og ég skil ekki alveg hvernig venjulegt fólk á að gera þetta.“ Hún líkir þessari tilteknu reynslu við að fá blauta tusku í andlitið. „Við vitum öll að það þarf að gera eitthvað til að stemma stigu við þróuninni á markaðinum en þetta dæmi sýnir svart á hvítu hvað þörfin er mikil,“ segir Elva og kallar eftir sameiginlegu átaki almennings til að þrýsta á að eitthvað verði gert í þessum málum. Sjálf situr Elva í stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og telur að húsnæðismál verði stórt baráttumál í komandi kjaraviðræðum og kosningabaráttu. Tvö svefnherbergi eru nú í íbúðinni.Remax Eigi ekki að vera forréttindi að hafa þak yfir höfuðið Elva segir ekki nóg með að húsnæðiskostnaður sé að aukast heldur hækki fasteignagjöld, hiti, rafmagn og annar fastur kostnaður. „Hvernig á fólk að gera þetta? Í hvað erum við að stefna hérna?“ Eðlilega hafi mikið verið rætt um stöðu ungs fólks sem sé að koma úr námi og að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. „En hvernig á líka fólk á miðjum aldri eins og ég með börn að gera þetta sem hefur ekki nú þegar fjárfest í fasteign? Það að ákveða hvort maður vilji kaupa eða leigja, þetta á algjörlega að vera val en það eiga ekki að vera forréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Þetta eru mannréttindi og það að það séu aðilar þarna úti sem eru að braska og í einhverjum business með íbúðir á markaðnum, sérstaklega þegar það er ekki nógu mikið framboð, það finnst mér bara siðlaust.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði Forsætisráðherra hefur nú skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Starfshópnum ber að kynna tillögur að aðgerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næstkomandi. 17. febrúar 2022 17:19 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði Forsætisráðherra hefur nú skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Starfshópnum ber að kynna tillögur að aðgerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næstkomandi. 17. febrúar 2022 17:19
Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14