„Það eru stóru fyrirtækin sem ráða för“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 23:06 Sigmar Vilhjálmsson kallar eftir breyttri nálgun á kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smærri fyrirtækja, segir mikilvægast við kjarasamninga að atvinnurekendur og launþegar skilji þá. Breyta verði nálgun við gerð kjarsamninga enda bera smærri fyrirtæki hlutfallslega hærri byrði en þau sem stærri eru. Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18