„Það eru stóru fyrirtækin sem ráða för“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 23:06 Sigmar Vilhjálmsson kallar eftir breyttri nálgun á kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smærri fyrirtækja, segir mikilvægast við kjarasamninga að atvinnurekendur og launþegar skilji þá. Breyta verði nálgun við gerð kjarsamninga enda bera smærri fyrirtæki hlutfallslega hærri byrði en þau sem stærri eru. Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18