Þurfi að þola að lögreglan rannsaki mál þar sem grunur sé um lögbrot Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2022 19:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir viðbrögð stéttarfélaga blaðamanna við fyrri ummælum hans. Hann segir enn margt óljóst í máli fjögurra blaðamanna sem hafi verið boðaðir til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Á þriðjudag gagnrýndi Bjarni fréttaflutning um málið og spurði hvernig það gæti talist alvarlegt að lögregla óski eftir því að umræddir einstaklingar gefi skýrslu. Þá varpaði hann því fram hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var send frá Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna í gær var brugðist við þessum vangaveltum. Þar kemur meðal annars fram að þó blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir að lögum, gildi annað um störf þeirra. „Í yfirlýsingu félaganna er flutt málsvörn fyrir fréttamenn og rakin lögfræði sem er mér ágætlega kunn og breytir engu um það sem ég var að benda á. Í fyrsta lagi hefur ekkert gerst annað en að einstaklingar hafa verið boðaðir í skýrslutöku og hafa þar réttarstöðu sakborninga. Hvaðan hafa félögin upplýsingar um að þessir fréttamenn verði í næstu viku krafðir svara um heimildamenn sína? Hefur það komi fram einhvers staðar?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Byggði á einkaskilaboðum og tölvupóstum Fjármálaráðherra gerði á upphaflega athugasemdir við fréttaflutning um málið og sagði að engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeildina svokölluðu byggði meðal annars á skilaboðum og tölvupóstum sem meðlimir hennar sendu sín á milli. Fram hefur komið að sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna kemur fram að nauðsynlegt geti verið fyrir að blaða- og fréttamenn að nota gögn sem hafi ekki verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafi þó staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra ef upplýsingarnar eru taldar eiga erindi við almenning. Þar að auki sé blaðamönnum bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, samkvæmt lögum, hafi þeir óskað nafnleyndar. Fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni skyldu sinni Bjarni vekur máls á því að það hafi eflaust auðveldað vinnslu sameiginlegu yfirlýsingarinnar að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna, starfi báðar hjá RÚV. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna.Samsett „Þetta er allt eins og framhald fréttaflutnings Ríkisútvarpsins, nema undir öðrum hatti. Hver er svo sem munurinn þegar formenn beggja félaga starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Jú, það má svo sem segja að þegar fleiri úr stjórninni koma saman þá geta fleiri sjónarmið heyrst. Með Sigríði Dögg Auðunsdóttur í stjórn Blaðamannafélagsins situr til dæmis Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem lögreglan hefur boðað til skýrslutöku og hefur fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Bjarni. Eftir standi að fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni þeirri skyldu að rannsaka mál þar sem grunur sé um brot á lögum. „Og það skýtur skökku við að fréttamenn því sem næst yfirtaki fréttatíma með málflutning sinn. Áhorfendur horfa á fréttamenn taka viðtöl við fréttamenn um mikilvægi fréttamanna og þeirra kenningar um tilgang lögreglunnar með rannsókn máls - án þess að haldbær gögn styðji þær kenningar. „Það getur ekki talist alvarlegt að taka lögregluskýrslu undir rannsókn máls, þar sem rökstuddur grunur er um brot, jafnvel þótt blaðamenn eigi í hlut. Þetta gildir óháð öllu því sem sagt hefur verið um rétt blaðamanna til að sinna störfum sínum, vernd heimildarmanna og fjölmiðlafrelsi,“ skrifar Bjarni. Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og einn þeirra sem hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, hefur gagnrýnt málflutning fjármálaráðherra og sagt að Bjarni hafi gefið í skyn að Þórður sé þjófur. Bjarni hefur hafnað þessari túlkun. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Á þriðjudag gagnrýndi Bjarni fréttaflutning um málið og spurði hvernig það gæti talist alvarlegt að lögregla óski eftir því að umræddir einstaklingar gefi skýrslu. Þá varpaði hann því fram hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var send frá Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna í gær var brugðist við þessum vangaveltum. Þar kemur meðal annars fram að þó blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir að lögum, gildi annað um störf þeirra. „Í yfirlýsingu félaganna er flutt málsvörn fyrir fréttamenn og rakin lögfræði sem er mér ágætlega kunn og breytir engu um það sem ég var að benda á. Í fyrsta lagi hefur ekkert gerst annað en að einstaklingar hafa verið boðaðir í skýrslutöku og hafa þar réttarstöðu sakborninga. Hvaðan hafa félögin upplýsingar um að þessir fréttamenn verði í næstu viku krafðir svara um heimildamenn sína? Hefur það komi fram einhvers staðar?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Byggði á einkaskilaboðum og tölvupóstum Fjármálaráðherra gerði á upphaflega athugasemdir við fréttaflutning um málið og sagði að engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeildina svokölluðu byggði meðal annars á skilaboðum og tölvupóstum sem meðlimir hennar sendu sín á milli. Fram hefur komið að sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna kemur fram að nauðsynlegt geti verið fyrir að blaða- og fréttamenn að nota gögn sem hafi ekki verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafi þó staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra ef upplýsingarnar eru taldar eiga erindi við almenning. Þar að auki sé blaðamönnum bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, samkvæmt lögum, hafi þeir óskað nafnleyndar. Fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni skyldu sinni Bjarni vekur máls á því að það hafi eflaust auðveldað vinnslu sameiginlegu yfirlýsingarinnar að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna, starfi báðar hjá RÚV. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna.Samsett „Þetta er allt eins og framhald fréttaflutnings Ríkisútvarpsins, nema undir öðrum hatti. Hver er svo sem munurinn þegar formenn beggja félaga starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Jú, það má svo sem segja að þegar fleiri úr stjórninni koma saman þá geta fleiri sjónarmið heyrst. Með Sigríði Dögg Auðunsdóttur í stjórn Blaðamannafélagsins situr til dæmis Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem lögreglan hefur boðað til skýrslutöku og hefur fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Bjarni. Eftir standi að fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni þeirri skyldu að rannsaka mál þar sem grunur sé um brot á lögum. „Og það skýtur skökku við að fréttamenn því sem næst yfirtaki fréttatíma með málflutning sinn. Áhorfendur horfa á fréttamenn taka viðtöl við fréttamenn um mikilvægi fréttamanna og þeirra kenningar um tilgang lögreglunnar með rannsókn máls - án þess að haldbær gögn styðji þær kenningar. „Það getur ekki talist alvarlegt að taka lögregluskýrslu undir rannsókn máls, þar sem rökstuddur grunur er um brot, jafnvel þótt blaðamenn eigi í hlut. Þetta gildir óháð öllu því sem sagt hefur verið um rétt blaðamanna til að sinna störfum sínum, vernd heimildarmanna og fjölmiðlafrelsi,“ skrifar Bjarni. Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og einn þeirra sem hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, hefur gagnrýnt málflutning fjármálaráðherra og sagt að Bjarni hafi gefið í skyn að Þórður sé þjófur. Bjarni hefur hafnað þessari túlkun.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01
Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31