Innlent

Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heilmikill snjór er í Esjunni, enn meiri enn á þessari mynd úr safni.
Heilmikill snjór er í Esjunni, enn meiri enn á þessari mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu

Fulltrúar Landsbjargar nefnir Esju sem dæmi þar sem dæmi eru um að manntjón hafi orðið á allra síðustu árum. Göngufólki sem ætlar að nýta sér gott veður til útivistar er bent á að halda sig við merktar gönguleiðir og hafa með í för þekkingu á mati á snjóflóðahættu, snjóflóðaýli, skóflu og stöng.

Einnig er rétt að afla sér upplýsinga um aðstæður til dæmis á www.safetravel.is og snjóflóðasíðum www.vedur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×