Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 15:28 Arnar og Guðni í banastuði. Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“ Tónlist Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“
Tónlist Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira