Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón. Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08