Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón. Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08