Viðskipti innlent

Fimm hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022

Eiður Þór Árnason skrifar
Verðlaunahafar ásamt Borghildi Erlingsdóttur, formanni dómnefndar og forstjóra Hugverkastofu, og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Verðlaunahafar ásamt Borghildi Erlingsdóttur, formanni dómnefndar og forstjóra Hugverkastofu, og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Aðsend

Fimm einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2022 við hátíðlega athöfn á Grand hóteli í dag. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í þrettánda sinn sem þau eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 í flokki yfirstjórnenda eru Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingafélags, og Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. 

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, voru verðlaunuð í flokki millistjórnenda og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri AVO, í flokki frumkvöðla.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.

Í dómnefnd sátu

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×