Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ásgeir Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 10:12 Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. Í upphafi téðrar ritgerðar segir eftirfarandi: „Hér er því um ritstuld að ræða, og það svo umfangsmikinn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Nánar tiltekið er um hugmyndastuld að ræða, fremur en beinar tilvitnanir, þó stundum stappi nærri.“ Síðar bætir Bergsveinn við: „Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra.“ Ummæli Bergsveins verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar. Mér telst svo til að ritgerð Bergsveins innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur mér um hugmyndastuld. Eina ásökun hefur hann að vísu dregið til baka opinberlega. Sumar þessar ásakanir eru samhangandi og gætu því mögulega verið taldar fleiri eða færri. Það skiptir þó ekki höfuðmáli. Ég fékk dr. Helga Þorláksson prófessor emeritus í sagnfræði til þess að fjalla um téðar ásakanir í álitsgerð sem var birt 6. janúar síðastliðinn. Þar kemst Helgi að þeirri niðurstöðu að engin af þessum ásökunum eigi við rök að styðjast og segir orðrétt: „Hér hefur verið leitt í ljós að Ásgeir hefur ekki nýtt sér hugmyndir frá Bergsveini, a.m.k. ekki í dæmunum sem Bergsveinn rekur.“ Það var mér einnig ánægjuefni að mjög fáir virtust leggja trúnað á þessar ásakanir sem m.a. endurspeglaðist í mjög góðri sölu á bók minni Eyjunni hans Ingólfs. Segja má að þetta mál hafi verið lagt í dóm þjóðarinnar – þar sem bækur okkar Bergsveins hafa báðar fengið mikla dreifingu. Ég hef ekki enn séð neinn lesanda bókar minnar staðfesta staðhæfingar Bergsveins. Ég sé mig engu að síður knúinn til að svara sjálfur efnislega þessum 14 ásökunum Bergsveins í sérstakri greinargerð. Það er því gert hér að neðan. Samtals eru fimm af ásökunum Bergsveins byggðar á beinu ranghermi á því sem stendur í bók minni. Til að mynda inniheldur hún hvorki langa „endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum“ né er lagt upp eitthvert veiðiþrælalíkan sem myndar „rauðan þráð gegnum bókina“ – sem sé svo sterkur að hún hangi aðeins saman á „þessum eina þræði“ líkt og Bergsteinn heldur fram. Þetta má sannreyna með því að fletta bók minni. Aðrar fimm ásakanir Bergsveins byggja á tilkalli höfundarréttar yfir rannsóknum annarra – svo sem um rostungsveiðar við Ísland, siglingar eftir Norðurveginum og stjórnmálatengsl Dyflinnarmanna við írska konunga. Þessar eignarréttarkröfur verða að teljast nokkur tíðindi í sagnfræði og snúa að miklu fleiri en mér einum. Þær eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Þetta má sannreyna með því að lesa fyrrnefnda álitsgerð Helga Þorlákssonar sem inniheldur ágrip af hugmyndasögu landnámsins innan sagnfræðinnar. Að síðustu eru fjórar ásakanir sem stafa eingöngu af vanþekkingu á heimildum þar sem margt af því sem Bergsveinn staðhæfir að séu tilgátur sínar stendur skýrum stöfum í Melabók Landnámu, Sturlubók Landnámu eða Grettissögu. Mestur þungi ásakana Bergsveins hvíldi á þessum atriðum sem koma fram í lok ritgerðar hans – og þau áttu augljóslega að vera hin rjúkandi byssuhlaup er sönnuðu glæpinn. Mjög auðvelt er að sannreyna að hlaupin eru köld með því að fletta upp í norrænum heimildum. Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg. Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu. Sagnfræði og sögulegar skáldsögur Fyrsta umkvörtunarefni Bergsveins er að ég skuli skrifa bók um landnám Íslands án þess að vitna í bók hans Leitin að svarta víkingnum (LSV). Þetta kemur mér eilítið spánskt fyrir sjónir þar sem LSV ber öll merki sögulegrar skáldsögu fremur en sagnfræðirits. Það er til mynda ekki ljóst hvaða sjálfstæða fræðilega framlag er þar að finna. Kjarni LSV felst í þeirri tilgátu að Geirmundur heljarskinn hafi komið á undan Ingólfi til landsins eða árið 867 – sem er raunar um 20 árum fyrr en segir í Landnámu. Í því framhaldi á Geirmundur að hafa stofnað viðskiptaveldi er náði yfir alla Vestfirði og byggði á útflutningi á rostungsvörum. Þannig hafi Íslandsbyggð orðið til. Þessi tilgáta er ágætis efniviður í sögulega skáldsögu en hefur ekki fengið neinn hljómgrunn meðal íslenskra sagnfræðinga. Þetta kemur til að mynda skýrt fram í ritdómi um bókina eftir Gunnar Karlsson prófessor sem birtist í Sögu 2019, 2. hefti. Skortur á viðurkenningu sagnfræðinga er einnig umkvörtunarefni hjá Bergsveini í grein sem hann ritaði í Skírni vor 2019 og ber titilinn „Hugsað með báðum heilahvelum“. Ég fyrir mína parta – eftir að hafa lesið LSV – verð að segja hið sama. Mér finnst tilgáta Bergsveins um að Geirmundur heljarskinn hafi komið á undan Ingólfi ekki vera trúverðug enda gengur hún gegn rituðum heimildum og er jafnframt í andstöðu við þær ályktanir sem ég set fram í bók minni. Sú hugmynd eða vitneskja að rostungsveiðar hafi verið stundaðar hérlendis í upphafi landnáms, með þeim afleiðingum að stofninum var útrýmt, eru alls ekki nýjar af nálinni. Þessar hugmyndir voru komnar fram vel áður en LSV kom út og eru nú orðnar að viðurkenndri söguskoðun. Þær eru ekki verk neins eins manns líkt og nákvæmlega er fjallað um í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Sú krafa Bergsveins sem hann setur fram í ritgerð sinni „Stolið og rangfært“ um að hann eigi höfundarrétt að einhverri rostungakenningu gengur því ekki upp. Ekki heldur er hægt að halda því fram að ég kynni þessar alþekktu kenningar sem mínar eigin framrannsóknir í Eyjunni hans Ingólfs. Það er fjarri öllum sanni eins og vel er farið yfir í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Bergsveinn á hins vegar heiðurinn af að hafa komið hugmyndum um rostungsveiðar hér við land í almenna umræðu. Það kann hæglega að hafa haft óbein áhrif á hvernig fjallað er um upphaf landnáms af bæði leikmönnum og sagnfræðingum. Hann hefur einnig verið ötull í því að kynna sagnaarfinn á Norðurlöndum og fengið viðurkenningar fyrir það starf. Og er það vel. Missir Melabókar og meira til Bók mín um Eyjuna hans Ingólfs hafði það markmið að reyna að skapa samfellda sögu úr þeim rituðu heimildum sem eru til um landnámið, með sérstakri áherslu á Landnámu. Henni var ætlað að vera þægileg aflestrar og eiga erindi við almenning, skrifuð af fullkominni auðmýkt gagnvart þeim mörgu sem hafa fjallað um landnámið á undan mér fremur en setja fram höfundaréttarvarðar tilgátur. Landnáma er til í þremur megingerðum – það er Sturlubók, Hauksbók og Melabók. Af þeim er Sturlubók (sem Sturla Þórðarson lögmaður ritaði) best þekkt og hefur mótað söguskoðun Íslendinga um aldir. Melabók er minnst þekkt en frásögn hennar er í mörgum greinum ólík því sem segir í Sturlubók. Tökum til dæmis fyrsta landnámsmanninn, Ingólf. Í Sturlubók er hann sagður Arnarson. Í Melabók er hann sagður Björnólfsson og í beinni frændsemi við helsta forystufólk landnámsins við Breiðafjörð, líkt og Auði djúpúðgu. Ég tel engan vafa á því að Melabók hefur rétt fyrir sér í þessu efni, líkt og í mörgu öðru. Frásögn Melabókar myndar því kjarnann í bók minni. Ég vil þó taka hér fram að hér byggi ég á áratuga fræðilegri umræðu þar sem Melabók hefur verið hampað fram yfir aðrar útgáfur Landnámu. Í bók sinni LSV gerir Bergsveinn ekki tilraun til þess að greina á milli þessara þriggja gerða Landnámu. Ingólfur er kallaður Arnarson eftir Sturlubók. Þetta er samt atriði sem ætti að skipta Bergsvein miklu máli. Samkvæmt ættfærslu Melabókar er Ingólfur tengdur þeim bræðrum Geirmundi og Hámundi heljarskinni. Hvergi er þó minnst á þetta í LSV, þó að tenging við Ingólf hljóti að hafa haft þýðingu fyrir athafnir Geirmundar. Einnig segir Melabók frá því að tengdasonur Geirmundar hafi átt í deilu við Ingólf um veiðiréttindi sem er heldur ekki getið í LSV. Mér er því mjög til efs að Bergsveinn hafi raunverulega lesið Melabók til hlítar eða gert sér grein fyrir þýðingu hennar, þó að hún sé færð í heimildaskrá í LSV. Sé það rétt skýrir það að miklum hluta þau heimildafræðilegu mistök sem er að finna í ásökunum hans gegn mér eins og brátt verður vikið að. Ofangreind ályktun fær einnig stoð í svörum hans sjálfs, þegar ég í færslu á Facebook (FB) benti honum á þá staðreynd að frændsemi Geirmundar heljarskinns og Arnar landnámsmanns í Arnarfirði sé ekki tilgáta hans heldur sé hana að finna í SturlubókLandnámu (sem er hér merkt sem ásökun nr. 14). Svar Bergsveins (sem birtist á FB síðu hans) var á þessa leið: „ ... skal það leiðrétt að Sturla Þórðarson setur þetta fram í Sturlubók Landnámu, sem ég hafði ekki tiltæka fyrr en nú.“ Svo vill til að Sturlubók er hin opinbera útgáfa Landnámu sem ávallt er miðað við í kennslubókum og hefur verið aðgengileg á rafrænu formi á vefnum snerpa.is um langa hríð. Þetta svar bendir því til þess að Bergsveinn geri sér ekki grein fyrir tengslum þriggja útgáfa Landnámu. (Við þetta má bæta að frændsemi þeirra Arnar og Geirmundar kemur einnig fram í Hauksbók.) Fjarvera eða missir Melabókar skýrir þó ekki hve oft það gerist í ásökunum Bergsveins gegn mér – að það sem hann kallar eigin tilgátur er í raun og veru almenn vitneskja úr fornum heimildum, það er frá Landnámu eða jafnvel Grettissögu. Þessar heimildarvillur eiga sér samsvörun í LSV en það er ekki umfjöllunarefnið hér. Skal nú vikið að ásökunum Bergsveins sem eru birtar hér orðrétt ásamt svari frá mér. 14 rangfærslur leiðréttar Lesanda til glöggvunar er fyrst vitnað beint í skrif Bergsveins og er þá textinn skáletraður, en því næst kemur svar mitt við hverri ásökun hans. 1. „Doktor Ásgeir leggur því fram verk sitt sem alvörugefið fræðirit og skrifar að bókin hafi verið lengi í smíðum, og sé afrakstur margendurtekins lesturs á Landnámabók og tengdum heimildum. Til frekari staðfestingar á fræðilegu formi bókarinnar vísar höfundur til greina og rita í neðanmálsgreinum, þó láðst hafi að setja heimildaskrá aftast í bókina. Þá er ekki hægt að ráða í þær ýmsu tilgátur sem þar eru reifaðar öðruvísi en að þær séu byggðar á rannsóknum höfundar, þar sem slíkt er sett fram en ekki vísað til annarra fræðimanna.“ Eyjan hans Ingólfs hefur aldrei verið lögð fram sem fræðirit enda hef ég ekki skeytt doktorsnafnbót minni fyrir framan nafn mitt framan á kápu hennar. Ég hef jafnframt lýst bókinni opinberlega sem leikmannsþanka. Þá ályktun er ekki heldur hægt að draga með neinni skynsemi að þegar vísað er til alkunnrar og viðurkenndrar sögulegrar þekkingar í Eyjunni hans Ingólfs vilji höfundur eigna sér hana sem eigin frumrannsókn. 2. „Því þótt tilgátur úr áðurnefndum verkum mínum endurómi víða í bók Ásgeirs, eru þau hvergi nefnd á nafn, hvorki norsk né íslensk gerð bókar, og það þótt höfundur geti ýmiskonar rita í neðanmálsgreinum. Þá er ekki heldur svo að Ásgeir geti nafns míns, hvorki neðanmáls né í aðaltexta, sem hefði þó getað talist höfundi til tekna.“ Bókin LSV ber öll kennimörk sögulegrar skáldsögu með takmarkað ef nokkurt sjálfstætt fræðilegt framlag sem hefur verið viðurkennt af sagnfræðingum. Þess vegna er vandséð að það sé skylda þeirra sem rita um landnámið að vitna í LSV. Mér vitandi styðst bók mín ekki við neinar raunverulegar tilgátur Bergsveins og ljóst er að plottið í Eyjunni hans Ingólfs gengur algerlega gegn boðskap LSV. 3. „Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið. Skemmst er frá því að segja að þessi tilgáta endurómar gegnum alla bók Ásgeirs, en ekki annað að sjá en hann hafi komist að þessari niðurstöðu af eigin rammleik.“ Þetta er rangt; tilgáta um rostungsveiði endurómar ekki um alla bók mína líkt og allir lesendur hennar gera sér grein fyrir. Fjallað er um hlutverk veiða við fyrstu búsetu í landinu en efni Eyjunnar hans Ingólfs snýst að meginhluta um uppbyggingu nýs þjóðfélags sem var grundvallað á hefðbundnum landbúnaði. Ég tel að veiðar á sjávarspendýrum hafi verið nauðsyn í upphafi meðan skepnustofninn var takmarkaður en hafi síðan verið í algeru aukahlutverki. Ég minnist heldur aldrei á að sela- eða rostungsspik væri notað til þess að vernda tréverk í sjó. Þetta „efnahagsmódel veiðimenningar“ getur heldur ekki talist tilgáta sem nokkur einn maður getur lýst eignarrétti að heldur hefur lengi verið viðtekin söguskoðun líkt og álitsgerð Helga Þorlákssonar staðfestir. 4. „Á blaðsíðu 42 í EHI varpar höfundur fram þeirri tilgátu sinni, að Garðar Svavarsson hafi komið til Íslands með þræla sína til að veiða rostung fremur en að nema land. Síðan kemur löng endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum, húðir þessara dýra væru nýttar í skipsreiða og spikið hafi verið gulls ígildi. Þá telur Ásgeir að «fyrstu siglingar til Íslands [hafi] haft þetta sama tilefni».“ Enga langa endursögn er að finna í Eyjunni hans Ingólfs á umfjöllun um kjöraðstæður fyrir rostunga við Ísland. Sú hugmynd að fyrstu ferðir til Íslands hafi haft veiðar að markmiði er hvorki tilgáta mín né Bergsveins, hún á sér langan aldur og kemur með margvíslegum hætti fram í fornum heimildum auk þess að hafa verið viðtekin söguskoðun um langa hríð. Hér má geta þess að hvergi er minnst á Garðar Svavarsson í LSV og þeirra Naddodds og Hrafna-Flóka er aðeins getið einu sinni í framhjáhlaupi. Hins vegar er því haldið fram að Geirmundur heljarskinn hafi komið hingað í leiðangur árið 867. Það er rökstutt með eftirfarandi setningu á bls. 195 í LSV sem er að dæmigerð fyrir það hvernig að tilgátur eru settar fram í þeirri bók:. „Heimildir gefa enga ástæðu til að efast um að Geirmundur hafi frá fyrstu stund verið útvalinn til að leiða þetta framtak.“ Svo mörg voru þau orð. 5. „Engin sagnfræðileg heimild er til um það að menn sigli eftir «allri strönd Noregs» til Hvítahafsins til að veiða rostung. Til er ein sagnfræðileg heimild um norðmann í Norður-Noregi sem siglir austur til Hvítahafsins til að versla við Bjarma (Óttar), en það að sigla alla ströndina er einungis til í minni bók, og þá sem tilgátuferðalag föður Geirmundar, Hjörs konungs. Tekið er fram að um verslunarferðir væri í því tilviki að ræða, og ekki veiðiferðir, en er þetta eitt af mörgum dæmum þar sem farið er vitlaust með það sem stolið er. Tilgáta Ásgeirs er þannig byggð á frumrannsókn og rökum þess er ritaði LSV, sú rannsókn er bundin höfundarrétti, og sem sagt, hvergi nefnd.“ Þetta er alrangt líkt og kemur skýrt fram í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Siglingar eftir Norðurvegi eða norðvesturströnd Noregs hafa verið umfjöllunarefni norskra sagnfræðinga og hagsögufræðinga á alþjóðavísu um langan aldur. Það er ávallt tekið fram að Norðurvegur hafi verið hlið Evrópu að heimskautasvæðunum enda hafi heimskautavörur verið helsti útflutningur Noregs allt frá tímum Rómverja, þar með taldar rostungsafurðir. Bergsveinn Birgisson getur á engan hátt átt höfundarétt að sagnfræðilegri umfjöllun um verslunarferðir eftir Norðurveginum sem nánar er vikið að undir ásökun nr. 9. 6. „Ásgeir heldur áfram með þessa tilgátu sem hann kallar «veiðiþræla-viðskiptalíkan», og það tengt áfram við Hrafna-Flóka og síðan Ingólf Arnarson sem skv. titli ætti að vera miðpunktur bókar. Síðan er vísað í Geirmund heljarskinn sem hafi tekið umrætt líkan «alla leið» (bls. 47). Hér má segja að skipt sé um nafn á barninu áður en stolið er, ég hafði kallað þetta veiðimenningar-efnahag eða módel og beint sjónum að þrælahaldi Geirmundar, en það breytir ekki því að seðlabankastjóri kemst að sömu niðurstöðu um bú Geirmundar á Hornströndum: «Öll þessi bú voru mönnuð af þrælum sem sinntu veiðum og vinnslu á rostungum og öðrum sjávarspendýrum» (bls. 48). Þessara búa Geirmundar á Hornströndum er sjálfsagt getið í Landnámabók, sem Ásgeiri er í mun að tjá hve marglesið hafi, en þar má þó sjá við nánari lestur að Geirmundur er kallaður bóndi með «of búfjár» og að þrælar hans hafi fengist við landbúnað, enda talar landnámuhöfundur um bú en ekki ver. Þessa túlkun á að Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum er hvergi til nema í áðurnefndri bók, Leitinni að Svarta víkingnum (bls. 265–284).“ Búskapur á Hornströndum hefur frá upphafi byggst á sjávarnytjum og það kemur einnig fram í Landnámu að Geirmundur heljarskinn hafi átt fjögur bú á Vestfjörðum þar sem þrælar voru í forsvari. Eitt þessara búa var í Barðsvík en það varðveitti Atli þræll hans og hafði hann fjórtán þræla undir sér. Þannig getur það ekki talist höfundarvarin túlkun neins manns að „Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum“ líkt og Bergsveinn heldur fram. Það má lesa beint af heimildum líkt og margir sagnfræðingar hafa áður gert og farið er skilmerkilega yfir í álitsgerð Helga Þorlákssonar. 7. „Þessu næst (bls. 48-50) er í bók Ásgeirs rakin saga Ketils gufu Örlygssonar, mjög svo á sama hátt og ég gerði í minni bók (bls. 284–286). Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að endursegja þessa sögu úr Landnámu og Egils sögu um Ketil, og öllum frjálst, en hvergi eru í norrænum heimildum nefndar veiðar eða rostungar sem ástæður hrakninga Ketils. Þá tilgátu setti ég hinsvegar fram í LSV, og reyndi þannig að fá merkingu í söguna sem sagnabrot frá endalokum veiðimenningarinnar.“ Skýrast er sagt frá hrakningarsögu Ketils gufu í Melabók Landnámu. Þar segir orðrétt: „hann [Ketill gufa] vildi byggja í Nesi [Gufunesi] en Ingólfur rak hann á brott þaðan. Þá fór hann á Rosmhvalanes og vildi byggja að Gufu. En þau Steinunn keyptu saman að hann skyldi á brott fara en verstöð skyldi ávallt vera frá Hólmi [Reykjavík]“ Síðan heldur frásögnin áfram. Ketill flækist upp að Gufá að Mýrum og að Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þrælar taka að strjúka frá honum og svo má einnig skilja að kona Ketils hlaupist á brott með einum þeirra. Á endanum stela þrælarnir sér til matar á Álftanesi á Mýrum og kveikja í húsum og eru allir drepnir í kjölfarið. Umfjöllun Bergsveins um Ketil í LSV ber þess merki að hann hefur ekki lesið frásögnina í Melabók þar sem mörg lykilatriði vantar í hana. Hann virðist því styðjast við styttri útgáfu sem er að finna í Sturlubók. Staðreyndin er þó sú að það stendur skýrum stöfum í Melabók að Ketill hafi verið við veiðar á öllum helstu verstöðvum við Faxaflóa og átt í deilum við sjálfan Ingólf um veiðiréttindi. Honum gengur svo illa að þrælar og eiginkona strjúka frá honum eða stela sér til matar. Að lokum verður Ketill að leita ásjár hjá Geirmundi heljarskinni. Ályktunin sem ég dreg í Eyjunni hans Ingólfs um að Ketill hafi verið að eltast við sjávarspendýr á þessum ferðum sínum, og þar með hreinsað upp síðustu leifar rostungsstofnsins, er því alls ekkert sérstaklega frumleg heldur leiðir beint af heimildum og getur ekki talist einkatilgáta eins né neins heldur stendur þetta skýrum stöfum í Melabók. Ég held því einnig fram að sagan af Katli marki upphaf þess að eignarréttindi hafi verið skilgreind á sjávarnytjum líkt og sellátrum og verstöðvum. 8. „Áðurnefnt «veiðiþræla-viðskiptalíkan» sem Ásgeir setur þarna fram í eigin nafni, er síðan notað sem skýring á landnámi margra annarra, til dæmis Hjörleifs og Ingólfs: «Sú ákvörðun Ingólfs að slá eign sinni á allt Reykjanesið lýsir líklega því sama. Hann var að tryggja sér veiðilendur» (bls. 50). Mætti tala um þetta «líkan Ásgeirs» sem rauðan þráð gegnum bókina, sem ég reyndar fæ ekki séð að hangi saman á öðru en þessum eina þræði.“ Um staðarval Ingólfs er fjallað nokkuð nákvæmlega á blaðsíðum 50-52 í Eyjunni hans Ingólfs, það er af hverju hann ákvað að velja Reykjavík. Ástæðan er landfræðileg þar sem í Reykjavík fara saman góð höfn og gott land til búskapar – auk þess að þessi staðsetning er miðja vegu á milli Borgarfjarðar og Suðurlands. Við þetta má bæta að ég hef áður ritað fræðilega um staðsetningu Reykjavíkur sem stjórnsýslumiðstöðvar út frá haglíkönum. Mögulegar veiðar rostunga á Reykjanesi eru algert aukaatriði í þessu samhengi. Mjög víða í Landnámu og í Íslendingasögum er fjallað um að þrælar stundi bæði veiðar og hjarðmennsku. Búskapur á Íslandi virðist mjög hafa verið háður ánauðugu vinnuafli í upphafi líkt og komið hefur fram í umfjöllun margra sagnfræðinga sem vitnað er til í bók minni. Um rostungsveiðar þræla er lítillega fjallað í upphafi Eyjunnar hans Ingólfs en þær eru ekki hluti af meginefni bókarinnar. Það er algerlega rangt að „veiðiþræla viðskiptalíkan“ gangi sem rauður þráður um alla bókina eins og allir lesendur hennar hljóta að sjá. 9. „Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku. Síðar verður Ásgeiri tíðrætt um sækonunga þá sem byggðu við Norðurveginn gamla, þ.e. meðfram ströndum Noregs. Reyndar hafði ég útlistað nokkuð hið sama í hlutanum, Bjarmaland, í bók minni, en Ásgeir skrifar um tiltekinn sækonung: «Mikilvægasti konungsgarðurinn var Ögvaldsnes á Rogalandi sem liggur við svokallað Körmtsund [sic], sem var eins konar suðurhlið Norðurvegarins. Þar bjó Hjör konungur og Ljúfvina, kona hans frá Bjarmalandi við Hvítahaf, en samband þeirra ber skýran vott um tengsl við norðurslóðir. Hjör og Ljúfvina voru foreldrar þeirra Geirmundar og Hámundar heljarskinns er gerðust síðar landnámsmenn hérlendis.» (bls. 67) Að Hjör konungur, faðir Geirmundar, hafi setið á Ögvaldsnesi er hvergi nefnt í fornum heimildum. Sú tilgáta var hinsvegar sett fram í LSV, nánar tiltekið á bls. 38–47. Þar byggði ég m.a. á eigin örnefnarannsókn þar sem ég bar saman örnefni á Körmt (af því leitt Karmtarsund eða Karmsund) og örnefni í landnámskjarna Geirmundar. Þar sem örnefni voru ekki til á rafrænu formi, tók þessi rannsókn ein og sér langan tíma. Í öðru lagi er í LSV reifuð sú tilgáta að Karmtarsundið hafi virkað sem mikilvægt hlið á syðri hluta Norðurvegarins, og stöðu Hjörs lýst mjög á sama veg og Ásgeir lýsir sínum sækonungum.“ Í umfjöllun minni um Norðurveg og Ögvaldsnes studdist ég einkum við grein sem norski fræðimaðurinn Dagfinn Skre ritaði í European Review árið 2014 og ber titillinn „Norðvegr – Norway: From Sailing Route to Kingdom“. Þar er fjallað um stjórnmál og viðskipti á Norðurveginum sem raunar eru mjög gamalkunnugt umfjöllunarefni norskra sagnfræðinga. Í þessari grein [sem ég vitna til í neðanmálsgrein í bókinni] er veldi hinna norsku sækonunga lýst með eftirfarandi hætti: „[U]nlike the many kingdoms that were based on control of a territory, the kingdom of Norway was based on the control of the sea.“ Dagfinn fjallar einnig nákvæmlega um þýðingu Ögvaldsness sem hliðs Norðurvegarins. Þar kemur m.a. fram að konungar Rogalands hafi setið á Ögvaldsnesi og það sé því engin tilviljun að Haraldur konungur hárfagri hafi valið þann stað sem konungsgarð eftir að hann braut Noreg undir sig. Nánar er síðan fjallað um þau Hjörr og Ljúfvinu í Melabók Landnámu þar sem ætt hans er tengd við Ögvaldsnes og sagt berum orðum að þau hafi dvalist á Rogalandi. Það er því algerlega augljós ályktun í ljósi þess að Hjör konungur átti ríki á Rogalandi að hann hafi setið á Ögvaldsnesi líkt og aðrir konungar Rogalands bæði fyrir og eftir hans tíð. 10. „Þá er allmikill samhljómur í greinargerð Ásgeirs um þrælamarkað í Dyflinni við sams konar umfjöllun undirritaðs í LSV. Allmerkilegt er að mikið er vísað til írskra og breskra fræðimanna, sumpart þeirra sömu og vísað er til í LSV, án mikilla blæbrigða, ss. þar sem fjallað er um bandalag Ólafs hvíta við Áed Findlíath, sem ég taldi innsiglað gegnum hjónaband Ólafs við dóttur Áeds (bls. 181 í LSV og bls. 117 í EHI). Sama má segja um viðskipti Ólafs við aðra írska konunga sem ég rek í Írlandshluta minnar bókar.“ Dyflinni eða Dublin var fyrsta borg Írlands og Ólaf hvíta má telja föður borgarinnar. Helstu heimildir um Ólaf hvíta koma úr írskum annálum og fjölmargir þarlendir sagnfræðingar hafa fjallað um þátttöku hans í írskum stjórnmálum frá ótal sjónarhornum. Getið er um hjónaband Ólafs við dóttur Áed Findlíath í hinum brotakenndu írsku annálum (The Fragmentary Annals of Ireland) og hinar pólitísku afleiðingar þess hafa verið greindar fram og til baka hjá írskum sagnfræðingum. [Vitna ég í þessa brotakenndu írsku annála í neðanmálsgrein í bók minni.] Vilji fólk fræðast meira um þetta myndi ég mæla með greinum eftir Donnchadh Ó Corráin. Það er því nokkuð skýrt að Bergsveinn getur ekki lýst yfir eignarrétti á umfjöllun um pólitísk bandalög Ólafs konungs í Dyflinni við írska konunga. 11. „Í LSV kemur fram að Eyvindur austmaður hafi mögulega verið skipasmiður, en einnig er vísað í ossíanskt þjóðkvæði þar sem talað er um stríðsmanninn Eyvind (Eibhinn) sem birtist sem nokkurs konar landvarnamaður, þ.e.a.s. að hann hafi haft «sama hlutverk og Göngu-Hrólfur og hans menn höfðu í Rúðuborg; hann varði fólk sitt gegn innrás víkinga» (LSV bls. 172). Þetta var þá reist á þeirri tilgátu að heimildin getur um að Eyvindur barðist við Clian, sem gæti verið skylt Cliath, þ.e. gamla írska nafninu á Dyflinni, Baile Átha Cliath. Eins og sjá má er þetta algerlega frjáls túlkun og tilgáta sett fram í LSV og hvergi annars staðar, og því ærið umhugsunarefni að Eyvindur sé í bók Ásgeirs að jafnaði kallaður «landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs» og «landvarnamaður Cerballs konungs» (bls. 117) án þess að geta þess hvaðan sú hugmynd sé komin. Í norrænum heimildum er hún ekki til, í Hauksbók Landnámabókar kemur fram að Eyvindi «leiddisk hernaðr».“ Nokkrar norrænar heimildir nefna Eyvind austmann – þar með talin Grettissaga. Í 3. kafla segir: „Hann [Eyvindur] hafði landvörn fyrir Írlandi.“ Og áfram: „Eyvindur hafði þá tekið við herskipum föður síns og var nú orðinn höfðingi mikill fyrir vestan haf. Hann átti Raförtu dóttur Kjarvals Írakonungs.“ Í 4. kafla segir enn fremur: „.. þar til að Eyvindur austmaður tók landvörn þar [á Írlandi].“ Sú vitneskja að Eyvindur austmaður hafi verið landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs kemur því hér beint úr Grettissögu en hvorki úr ossíönsku þjóðkvæði né er hún tilgáta Bergsveins 12. „Ekki þarf að taka fram að allt er sett fram sem frumrannsókn Ásgeirs Jónssonar. Hið grátlega í þessum plagíarisma er að jafnan er farið vitlaust með það sem stolið er. Ekki síst á þetta við í ofangreindu dæmi, þar sem hann setur Geirmund og Hámund heljarskinn í sama flokk, og að Geirmundur hafi átt að leita til Íslands «á eftir Birni austræna upp úr 888» (bls. 122–123). Þetta er til votts um brotakenndan stuld og þar af leiðandi merkingarlausan, því það sama «líkan» og Ásgeir sjálfur setur fram varðandi Geirmund heljarskinn er óhugsandi ef Geirmundur hefði komið svo seint út til Íslands, þegar landið var að mestu numið. Í LSV er einmitt sýnt fram á hvernig leiðir skilja milli Geirmundar og Hámundar löngu fyrr sökum fylgni við ólíkar valdablokkir í vesturvegi, og hvernig landnám Geirmundar í Breiðafirði á sér stað a.m.k. rúmum tveimur áratugum áður en Hámundur og Helgi magri halda til landnáms í Eyjafirði eftir að Kjarval fellur (bls. 212–213).“ Landnáma er skýr um það hvenær Geirmundur heljarskinn nam land við Breiðafjörð. Þar segir að hann hafi komið þegar „fjörðurinn var byggður hið syðra, en lítt eða ekki hið vestra“ sem felur í sér að hann hafi komið á eftir þeim Þórólfi mostruskegg og Birni austræna sem námu land á Snæfellsnesi. Samkvæmt Eyrbyggju kom Þórólfur hingað til lands tíu árum á eftir Ingólfi eða 884 og Björn austræni tveimur árum síðar eða 886. Geirmundur hefur þá líklega komið út einu til tveimur árum eftir það. Jafnframt segir Landnáma um Geirmund að „hann kom heldur gamall út.“ Sú tilgáta Bergsveins að Geirmundur hafi komið hingað tveimur áratugum fyrr eða 867 finnst mér mjög ótrúverðug og illa rökstudd enda gengur hún algerlega í berhögg við frásögn Landnámu. Það er hið minnsta ekki merki um „ brotakenndan stuld“ frá LSV að styðjast við frásagnir Landnámu í þessu efni. Það merkilega við þessa ásökun er þó að hún sýnir svart á hvítu að upplegg bókanna tveggja – Eyjunnar hans Ingólfs og LSV – er gerólíkt hvað varðar framvindu landnámsins. 13. „Á bls. 146–147 rekur Ásgeir þá «stofnanaumgjörð» sem Geirmundur heljarskinn kom á fót hér á landi. Hann vísar í orð Landnámu um að hann hafi haft átta tigu manna, og segir um slíkt «þéttbýli»: «Raunar var þéttbýli aðeins mögulegt á Íslandi með því að nýta hinar ríkulegu sjávarauðlindir landsins, allt fram á tuttugustu öld. Flest bendir til að lífshættir Geirmundar hérlendis hafi verið byggðir á rostungsveiðum og þeir gátu í raun ekki gengið upp þegar þeim stofni hafði verið útrýmt. Hann gaf frá sér búin að lokum» (bls. 147). Athyglisvert er að geta þess, að slíka túlkun á lífshlaupi Geirmundar er hvergi að finna nema í LSV og nú, hjá téðum Ásgeiri. Eins og fram hefur komið kallast Geirmundur aldrei annað en «bóndi» með «of búfjár» í miðaldaheimildum. Þá er þetta vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum, að Geirmundur hafi «gefið frá sér búin». Þar með hlýtur Ásgeir að eiga við landnám hans á Hornströndum. Hið rétta er að Geirmundur fellur frá, og eftir að hann er fallinn er landnám hans á Hornströndum gert að almenningum. Eins og rakið er í LSV hlýtur slíkt að stafa frá þingsbundinni ályktunum valdamanna eftir dag Geirmundar. Þetta er ívitnað til að sýna að hér er ekki aðeins farið rangt með það sem stolið er, heldur einnig það sem í miðaldaheimildum stendur.“ Landnáma er mjög skýr varðandi það atriði að Geirmundar hafi gefið frá sér bú sín á Hornströndum til Örlygs Böðvarssonar. Í Sturlubók Landnámu segir: „Örlygur son Böðvars Vígsterkssonar fór til Íslands fyrir ofríki Haralds konungs hárfagra; hann var hinn fyrsta vetur með Geirmundi heljarskinn, en um vorið gaf Geirmundur honum bú í Aðalvík og lönd þau, sem þar lágu til. … Örlygur eignaðist Sléttu og Jökulsfjörðu.“ Í LSV er því haldið fram að Örlygur hafi verið ármaður Geirmundar og gegnt lykilhlutverki fyrir svo kallað Geirmundarveldi. Það finnst mér vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum. Þá er það einnig staðreynd að aðeins mjög lítill hluti af landnámi Geirmundar á Hornströndum var gerður að almenningum. Í Eyjunni hans Ingólfs er fjallað um hin mörgu bú Geirmundar heljarskinns með svipuðum hætti og bú Skallagríms á Mýrum og í Borgarfirði er einnig voru í umsjá þræla. Búin byggðu á mismunandi landnýtingu eftir því hvar þau voru staðsett. Hjá Skallagrími var eitt bú með áherslu á laxveiðar, annað hátt uppi í landi með áherslu á kvikfjárrækt og þriðja á Álftanesi með áherslu á sjávarnytjar. Geirmundur var að sögn Landnámu með fjögur bú á Hornströndum sem hafa án nokkurs efa byggt á sjávarnytjum, líklega veiðum sjávarspendýra. Mataröflun með nýtingu sjávarauðlinda skapaði forsendur fyrir hann til þess að halda 80 mönnum í föruneyti sínu líkt og segir frá í Landnámu. Við þetta má síðan bæta að ég hef ritað töluvert af fræðilegu efni um þéttbýlismyndun á Íslandi bæði að fornu og nýju þar sem sérstaklega er fjallað um þýðingu matvælaframboðs. 14. „Um gervalla bókina eru, þrátt fyrir að Leitin að svarta víkingnum eða Den svarte vikingen séu hvergi á nafn nefndar, litlar opinberanir sem sýna hvaða bók «höfundur» hefur haft á borði sínu við sinn «lestur» á Landnámabók. Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrifar um Hámund heljarskinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann hafði numið Arnarfjörð á Vestfjörðum … Örn … kom til Eyjafjarðar til að vinna með frænda sínum að héraðsskipan» (bls. 148). Hvergi kemur fram í Landnámabók né öðrum miðaldaheimildum að Örn sé frændi Hámundar eða Geirmundar heljarskinns. Þetta setti ég fram sem tilgátu í LSV (bls. 135, upprunalega frá 2013), og í annarri bók sem byggð var á þeirri rannsókn og heitir Geirmundar saga heljarskinns (2015, Bjartur). Það gerði ég sökum þess að Örn velur að flýja undar Geirmundi og á náðir Hámundar, og því gat ég mér til um þessa frændsemi.“ Það stendur skýrum stöfum í Landnámu að Örn sá er nam Arnarfjörð sé frændi þeirra bræðra Hámundar og Geirmundar heljarskinns en er ekki tilgáta Bergsveins Birgissonar. Í Landnámu segir: „Örn hét maður ágætur; hann var frændi Geirmundar heljarskinns; hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam land í Arnarfirði svo vítt sem hann vildi.“ Í vörn fyrir húmanismann Ritgerð Bergsveins „Stolið og rangfært“ endar með eftirfarandi. „Og ekki get ég að því gert, að mér sýnist í þessu dæmi speglast margt í þeirri «hagfræði» sem reið húsum hér í upphafi aldar, nefnilega það að vissir útvaldir hafi fullan rétt á að eigna sér það sem aðrir hafa lagt hart að sér við að búa til. Ef leyfa á þeirri hugmyndafræði að leggja undir sig vísindi og listir, er vissulega um endalok húmanismans að ræða, og, við nánari íhugun, endalok allra vísinda og lista. Hef ég því lagt málið fyrir Siðanefnd Háskóla Íslands og Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum.“ Ég vísa því til föðurhúsanna að ég sé sérstaklega útvalinn eða telji mig hafa rétt til þess að eigna mér það sem aðrir hafa búið til. Þetta eru órökstuddar og ómerkilegar dylgjur. Mér sýnist aftur á móti að með ásökunum sínum hitti Bergsveinn sjálfan sig fyrir. Ritgerð hans „Stolið og rangfært“ er fátt annað en tilraun til þess að lýsa yfir eignarrétti á hugmyndum og kenningum um upphaf landnáms hér á landi sem mjög margir hafa sett fram eða komið að í gegnum tíðina. Til þessa á Bergsveinn ekkert tilkall líkt og kemur fram með skýrum hætti í álitsgerð Helga Þorlákssonar prófessors. Það er illa komið fyrir húmanismanum ef sjálfskipaðir ármenn hans hérlendis koma fram með þessum hætti. Þessi greinargerð var send til Siðanefndar Háskóla Íslands vegna ofangreindrar kvörtunar Bergsveins Birgissonar. Hún er nú birt á visir.is sem er sami vettvangur og kvörtunin birtist upprunalega. Höfundur er Seðlabankastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. Í upphafi téðrar ritgerðar segir eftirfarandi: „Hér er því um ritstuld að ræða, og það svo umfangsmikinn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Nánar tiltekið er um hugmyndastuld að ræða, fremur en beinar tilvitnanir, þó stundum stappi nærri.“ Síðar bætir Bergsveinn við: „Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra.“ Ummæli Bergsveins verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar. Mér telst svo til að ritgerð Bergsveins innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur mér um hugmyndastuld. Eina ásökun hefur hann að vísu dregið til baka opinberlega. Sumar þessar ásakanir eru samhangandi og gætu því mögulega verið taldar fleiri eða færri. Það skiptir þó ekki höfuðmáli. Ég fékk dr. Helga Þorláksson prófessor emeritus í sagnfræði til þess að fjalla um téðar ásakanir í álitsgerð sem var birt 6. janúar síðastliðinn. Þar kemst Helgi að þeirri niðurstöðu að engin af þessum ásökunum eigi við rök að styðjast og segir orðrétt: „Hér hefur verið leitt í ljós að Ásgeir hefur ekki nýtt sér hugmyndir frá Bergsveini, a.m.k. ekki í dæmunum sem Bergsveinn rekur.“ Það var mér einnig ánægjuefni að mjög fáir virtust leggja trúnað á þessar ásakanir sem m.a. endurspeglaðist í mjög góðri sölu á bók minni Eyjunni hans Ingólfs. Segja má að þetta mál hafi verið lagt í dóm þjóðarinnar – þar sem bækur okkar Bergsveins hafa báðar fengið mikla dreifingu. Ég hef ekki enn séð neinn lesanda bókar minnar staðfesta staðhæfingar Bergsveins. Ég sé mig engu að síður knúinn til að svara sjálfur efnislega þessum 14 ásökunum Bergsveins í sérstakri greinargerð. Það er því gert hér að neðan. Samtals eru fimm af ásökunum Bergsveins byggðar á beinu ranghermi á því sem stendur í bók minni. Til að mynda inniheldur hún hvorki langa „endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum“ né er lagt upp eitthvert veiðiþrælalíkan sem myndar „rauðan þráð gegnum bókina“ – sem sé svo sterkur að hún hangi aðeins saman á „þessum eina þræði“ líkt og Bergsteinn heldur fram. Þetta má sannreyna með því að fletta bók minni. Aðrar fimm ásakanir Bergsveins byggja á tilkalli höfundarréttar yfir rannsóknum annarra – svo sem um rostungsveiðar við Ísland, siglingar eftir Norðurveginum og stjórnmálatengsl Dyflinnarmanna við írska konunga. Þessar eignarréttarkröfur verða að teljast nokkur tíðindi í sagnfræði og snúa að miklu fleiri en mér einum. Þær eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Þetta má sannreyna með því að lesa fyrrnefnda álitsgerð Helga Þorlákssonar sem inniheldur ágrip af hugmyndasögu landnámsins innan sagnfræðinnar. Að síðustu eru fjórar ásakanir sem stafa eingöngu af vanþekkingu á heimildum þar sem margt af því sem Bergsveinn staðhæfir að séu tilgátur sínar stendur skýrum stöfum í Melabók Landnámu, Sturlubók Landnámu eða Grettissögu. Mestur þungi ásakana Bergsveins hvíldi á þessum atriðum sem koma fram í lok ritgerðar hans – og þau áttu augljóslega að vera hin rjúkandi byssuhlaup er sönnuðu glæpinn. Mjög auðvelt er að sannreyna að hlaupin eru köld með því að fletta upp í norrænum heimildum. Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg. Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu. Sagnfræði og sögulegar skáldsögur Fyrsta umkvörtunarefni Bergsveins er að ég skuli skrifa bók um landnám Íslands án þess að vitna í bók hans Leitin að svarta víkingnum (LSV). Þetta kemur mér eilítið spánskt fyrir sjónir þar sem LSV ber öll merki sögulegrar skáldsögu fremur en sagnfræðirits. Það er til mynda ekki ljóst hvaða sjálfstæða fræðilega framlag er þar að finna. Kjarni LSV felst í þeirri tilgátu að Geirmundur heljarskinn hafi komið á undan Ingólfi til landsins eða árið 867 – sem er raunar um 20 árum fyrr en segir í Landnámu. Í því framhaldi á Geirmundur að hafa stofnað viðskiptaveldi er náði yfir alla Vestfirði og byggði á útflutningi á rostungsvörum. Þannig hafi Íslandsbyggð orðið til. Þessi tilgáta er ágætis efniviður í sögulega skáldsögu en hefur ekki fengið neinn hljómgrunn meðal íslenskra sagnfræðinga. Þetta kemur til að mynda skýrt fram í ritdómi um bókina eftir Gunnar Karlsson prófessor sem birtist í Sögu 2019, 2. hefti. Skortur á viðurkenningu sagnfræðinga er einnig umkvörtunarefni hjá Bergsveini í grein sem hann ritaði í Skírni vor 2019 og ber titilinn „Hugsað með báðum heilahvelum“. Ég fyrir mína parta – eftir að hafa lesið LSV – verð að segja hið sama. Mér finnst tilgáta Bergsveins um að Geirmundur heljarskinn hafi komið á undan Ingólfi ekki vera trúverðug enda gengur hún gegn rituðum heimildum og er jafnframt í andstöðu við þær ályktanir sem ég set fram í bók minni. Sú hugmynd eða vitneskja að rostungsveiðar hafi verið stundaðar hérlendis í upphafi landnáms, með þeim afleiðingum að stofninum var útrýmt, eru alls ekki nýjar af nálinni. Þessar hugmyndir voru komnar fram vel áður en LSV kom út og eru nú orðnar að viðurkenndri söguskoðun. Þær eru ekki verk neins eins manns líkt og nákvæmlega er fjallað um í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Sú krafa Bergsveins sem hann setur fram í ritgerð sinni „Stolið og rangfært“ um að hann eigi höfundarrétt að einhverri rostungakenningu gengur því ekki upp. Ekki heldur er hægt að halda því fram að ég kynni þessar alþekktu kenningar sem mínar eigin framrannsóknir í Eyjunni hans Ingólfs. Það er fjarri öllum sanni eins og vel er farið yfir í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Bergsveinn á hins vegar heiðurinn af að hafa komið hugmyndum um rostungsveiðar hér við land í almenna umræðu. Það kann hæglega að hafa haft óbein áhrif á hvernig fjallað er um upphaf landnáms af bæði leikmönnum og sagnfræðingum. Hann hefur einnig verið ötull í því að kynna sagnaarfinn á Norðurlöndum og fengið viðurkenningar fyrir það starf. Og er það vel. Missir Melabókar og meira til Bók mín um Eyjuna hans Ingólfs hafði það markmið að reyna að skapa samfellda sögu úr þeim rituðu heimildum sem eru til um landnámið, með sérstakri áherslu á Landnámu. Henni var ætlað að vera þægileg aflestrar og eiga erindi við almenning, skrifuð af fullkominni auðmýkt gagnvart þeim mörgu sem hafa fjallað um landnámið á undan mér fremur en setja fram höfundaréttarvarðar tilgátur. Landnáma er til í þremur megingerðum – það er Sturlubók, Hauksbók og Melabók. Af þeim er Sturlubók (sem Sturla Þórðarson lögmaður ritaði) best þekkt og hefur mótað söguskoðun Íslendinga um aldir. Melabók er minnst þekkt en frásögn hennar er í mörgum greinum ólík því sem segir í Sturlubók. Tökum til dæmis fyrsta landnámsmanninn, Ingólf. Í Sturlubók er hann sagður Arnarson. Í Melabók er hann sagður Björnólfsson og í beinni frændsemi við helsta forystufólk landnámsins við Breiðafjörð, líkt og Auði djúpúðgu. Ég tel engan vafa á því að Melabók hefur rétt fyrir sér í þessu efni, líkt og í mörgu öðru. Frásögn Melabókar myndar því kjarnann í bók minni. Ég vil þó taka hér fram að hér byggi ég á áratuga fræðilegri umræðu þar sem Melabók hefur verið hampað fram yfir aðrar útgáfur Landnámu. Í bók sinni LSV gerir Bergsveinn ekki tilraun til þess að greina á milli þessara þriggja gerða Landnámu. Ingólfur er kallaður Arnarson eftir Sturlubók. Þetta er samt atriði sem ætti að skipta Bergsvein miklu máli. Samkvæmt ættfærslu Melabókar er Ingólfur tengdur þeim bræðrum Geirmundi og Hámundi heljarskinni. Hvergi er þó minnst á þetta í LSV, þó að tenging við Ingólf hljóti að hafa haft þýðingu fyrir athafnir Geirmundar. Einnig segir Melabók frá því að tengdasonur Geirmundar hafi átt í deilu við Ingólf um veiðiréttindi sem er heldur ekki getið í LSV. Mér er því mjög til efs að Bergsveinn hafi raunverulega lesið Melabók til hlítar eða gert sér grein fyrir þýðingu hennar, þó að hún sé færð í heimildaskrá í LSV. Sé það rétt skýrir það að miklum hluta þau heimildafræðilegu mistök sem er að finna í ásökunum hans gegn mér eins og brátt verður vikið að. Ofangreind ályktun fær einnig stoð í svörum hans sjálfs, þegar ég í færslu á Facebook (FB) benti honum á þá staðreynd að frændsemi Geirmundar heljarskinns og Arnar landnámsmanns í Arnarfirði sé ekki tilgáta hans heldur sé hana að finna í SturlubókLandnámu (sem er hér merkt sem ásökun nr. 14). Svar Bergsveins (sem birtist á FB síðu hans) var á þessa leið: „ ... skal það leiðrétt að Sturla Þórðarson setur þetta fram í Sturlubók Landnámu, sem ég hafði ekki tiltæka fyrr en nú.“ Svo vill til að Sturlubók er hin opinbera útgáfa Landnámu sem ávallt er miðað við í kennslubókum og hefur verið aðgengileg á rafrænu formi á vefnum snerpa.is um langa hríð. Þetta svar bendir því til þess að Bergsveinn geri sér ekki grein fyrir tengslum þriggja útgáfa Landnámu. (Við þetta má bæta að frændsemi þeirra Arnar og Geirmundar kemur einnig fram í Hauksbók.) Fjarvera eða missir Melabókar skýrir þó ekki hve oft það gerist í ásökunum Bergsveins gegn mér – að það sem hann kallar eigin tilgátur er í raun og veru almenn vitneskja úr fornum heimildum, það er frá Landnámu eða jafnvel Grettissögu. Þessar heimildarvillur eiga sér samsvörun í LSV en það er ekki umfjöllunarefnið hér. Skal nú vikið að ásökunum Bergsveins sem eru birtar hér orðrétt ásamt svari frá mér. 14 rangfærslur leiðréttar Lesanda til glöggvunar er fyrst vitnað beint í skrif Bergsveins og er þá textinn skáletraður, en því næst kemur svar mitt við hverri ásökun hans. 1. „Doktor Ásgeir leggur því fram verk sitt sem alvörugefið fræðirit og skrifar að bókin hafi verið lengi í smíðum, og sé afrakstur margendurtekins lesturs á Landnámabók og tengdum heimildum. Til frekari staðfestingar á fræðilegu formi bókarinnar vísar höfundur til greina og rita í neðanmálsgreinum, þó láðst hafi að setja heimildaskrá aftast í bókina. Þá er ekki hægt að ráða í þær ýmsu tilgátur sem þar eru reifaðar öðruvísi en að þær séu byggðar á rannsóknum höfundar, þar sem slíkt er sett fram en ekki vísað til annarra fræðimanna.“ Eyjan hans Ingólfs hefur aldrei verið lögð fram sem fræðirit enda hef ég ekki skeytt doktorsnafnbót minni fyrir framan nafn mitt framan á kápu hennar. Ég hef jafnframt lýst bókinni opinberlega sem leikmannsþanka. Þá ályktun er ekki heldur hægt að draga með neinni skynsemi að þegar vísað er til alkunnrar og viðurkenndrar sögulegrar þekkingar í Eyjunni hans Ingólfs vilji höfundur eigna sér hana sem eigin frumrannsókn. 2. „Því þótt tilgátur úr áðurnefndum verkum mínum endurómi víða í bók Ásgeirs, eru þau hvergi nefnd á nafn, hvorki norsk né íslensk gerð bókar, og það þótt höfundur geti ýmiskonar rita í neðanmálsgreinum. Þá er ekki heldur svo að Ásgeir geti nafns míns, hvorki neðanmáls né í aðaltexta, sem hefði þó getað talist höfundi til tekna.“ Bókin LSV ber öll kennimörk sögulegrar skáldsögu með takmarkað ef nokkurt sjálfstætt fræðilegt framlag sem hefur verið viðurkennt af sagnfræðingum. Þess vegna er vandséð að það sé skylda þeirra sem rita um landnámið að vitna í LSV. Mér vitandi styðst bók mín ekki við neinar raunverulegar tilgátur Bergsveins og ljóst er að plottið í Eyjunni hans Ingólfs gengur algerlega gegn boðskap LSV. 3. „Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið. Skemmst er frá því að segja að þessi tilgáta endurómar gegnum alla bók Ásgeirs, en ekki annað að sjá en hann hafi komist að þessari niðurstöðu af eigin rammleik.“ Þetta er rangt; tilgáta um rostungsveiði endurómar ekki um alla bók mína líkt og allir lesendur hennar gera sér grein fyrir. Fjallað er um hlutverk veiða við fyrstu búsetu í landinu en efni Eyjunnar hans Ingólfs snýst að meginhluta um uppbyggingu nýs þjóðfélags sem var grundvallað á hefðbundnum landbúnaði. Ég tel að veiðar á sjávarspendýrum hafi verið nauðsyn í upphafi meðan skepnustofninn var takmarkaður en hafi síðan verið í algeru aukahlutverki. Ég minnist heldur aldrei á að sela- eða rostungsspik væri notað til þess að vernda tréverk í sjó. Þetta „efnahagsmódel veiðimenningar“ getur heldur ekki talist tilgáta sem nokkur einn maður getur lýst eignarrétti að heldur hefur lengi verið viðtekin söguskoðun líkt og álitsgerð Helga Þorlákssonar staðfestir. 4. „Á blaðsíðu 42 í EHI varpar höfundur fram þeirri tilgátu sinni, að Garðar Svavarsson hafi komið til Íslands með þræla sína til að veiða rostung fremur en að nema land. Síðan kemur löng endursögn á því hvernig strendur Íslands hafi verið kjörnar fyrir rostunga sem lifa á skeldýrum, húðir þessara dýra væru nýttar í skipsreiða og spikið hafi verið gulls ígildi. Þá telur Ásgeir að «fyrstu siglingar til Íslands [hafi] haft þetta sama tilefni».“ Enga langa endursögn er að finna í Eyjunni hans Ingólfs á umfjöllun um kjöraðstæður fyrir rostunga við Ísland. Sú hugmynd að fyrstu ferðir til Íslands hafi haft veiðar að markmiði er hvorki tilgáta mín né Bergsveins, hún á sér langan aldur og kemur með margvíslegum hætti fram í fornum heimildum auk þess að hafa verið viðtekin söguskoðun um langa hríð. Hér má geta þess að hvergi er minnst á Garðar Svavarsson í LSV og þeirra Naddodds og Hrafna-Flóka er aðeins getið einu sinni í framhjáhlaupi. Hins vegar er því haldið fram að Geirmundur heljarskinn hafi komið hingað í leiðangur árið 867. Það er rökstutt með eftirfarandi setningu á bls. 195 í LSV sem er að dæmigerð fyrir það hvernig að tilgátur eru settar fram í þeirri bók:. „Heimildir gefa enga ástæðu til að efast um að Geirmundur hafi frá fyrstu stund verið útvalinn til að leiða þetta framtak.“ Svo mörg voru þau orð. 5. „Engin sagnfræðileg heimild er til um það að menn sigli eftir «allri strönd Noregs» til Hvítahafsins til að veiða rostung. Til er ein sagnfræðileg heimild um norðmann í Norður-Noregi sem siglir austur til Hvítahafsins til að versla við Bjarma (Óttar), en það að sigla alla ströndina er einungis til í minni bók, og þá sem tilgátuferðalag föður Geirmundar, Hjörs konungs. Tekið er fram að um verslunarferðir væri í því tilviki að ræða, og ekki veiðiferðir, en er þetta eitt af mörgum dæmum þar sem farið er vitlaust með það sem stolið er. Tilgáta Ásgeirs er þannig byggð á frumrannsókn og rökum þess er ritaði LSV, sú rannsókn er bundin höfundarrétti, og sem sagt, hvergi nefnd.“ Þetta er alrangt líkt og kemur skýrt fram í álitsgerð Helga Þorlákssonar. Siglingar eftir Norðurvegi eða norðvesturströnd Noregs hafa verið umfjöllunarefni norskra sagnfræðinga og hagsögufræðinga á alþjóðavísu um langan aldur. Það er ávallt tekið fram að Norðurvegur hafi verið hlið Evrópu að heimskautasvæðunum enda hafi heimskautavörur verið helsti útflutningur Noregs allt frá tímum Rómverja, þar með taldar rostungsafurðir. Bergsveinn Birgisson getur á engan hátt átt höfundarétt að sagnfræðilegri umfjöllun um verslunarferðir eftir Norðurveginum sem nánar er vikið að undir ásökun nr. 9. 6. „Ásgeir heldur áfram með þessa tilgátu sem hann kallar «veiðiþræla-viðskiptalíkan», og það tengt áfram við Hrafna-Flóka og síðan Ingólf Arnarson sem skv. titli ætti að vera miðpunktur bókar. Síðan er vísað í Geirmund heljarskinn sem hafi tekið umrætt líkan «alla leið» (bls. 47). Hér má segja að skipt sé um nafn á barninu áður en stolið er, ég hafði kallað þetta veiðimenningar-efnahag eða módel og beint sjónum að þrælahaldi Geirmundar, en það breytir ekki því að seðlabankastjóri kemst að sömu niðurstöðu um bú Geirmundar á Hornströndum: «Öll þessi bú voru mönnuð af þrælum sem sinntu veiðum og vinnslu á rostungum og öðrum sjávarspendýrum» (bls. 48). Þessara búa Geirmundar á Hornströndum er sjálfsagt getið í Landnámabók, sem Ásgeiri er í mun að tjá hve marglesið hafi, en þar má þó sjá við nánari lestur að Geirmundur er kallaður bóndi með «of búfjár» og að þrælar hans hafi fengist við landbúnað, enda talar landnámuhöfundur um bú en ekki ver. Þessa túlkun á að Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum er hvergi til nema í áðurnefndri bók, Leitinni að Svarta víkingnum (bls. 265–284).“ Búskapur á Hornströndum hefur frá upphafi byggst á sjávarnytjum og það kemur einnig fram í Landnámu að Geirmundur heljarskinn hafi átt fjögur bú á Vestfjörðum þar sem þrælar voru í forsvari. Eitt þessara búa var í Barðsvík en það varðveitti Atli þræll hans og hafði hann fjórtán þræla undir sér. Þannig getur það ekki talist höfundarvarin túlkun neins manns að „Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum“ líkt og Bergsveinn heldur fram. Það má lesa beint af heimildum líkt og margir sagnfræðingar hafa áður gert og farið er skilmerkilega yfir í álitsgerð Helga Þorlákssonar. 7. „Þessu næst (bls. 48-50) er í bók Ásgeirs rakin saga Ketils gufu Örlygssonar, mjög svo á sama hátt og ég gerði í minni bók (bls. 284–286). Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að endursegja þessa sögu úr Landnámu og Egils sögu um Ketil, og öllum frjálst, en hvergi eru í norrænum heimildum nefndar veiðar eða rostungar sem ástæður hrakninga Ketils. Þá tilgátu setti ég hinsvegar fram í LSV, og reyndi þannig að fá merkingu í söguna sem sagnabrot frá endalokum veiðimenningarinnar.“ Skýrast er sagt frá hrakningarsögu Ketils gufu í Melabók Landnámu. Þar segir orðrétt: „hann [Ketill gufa] vildi byggja í Nesi [Gufunesi] en Ingólfur rak hann á brott þaðan. Þá fór hann á Rosmhvalanes og vildi byggja að Gufu. En þau Steinunn keyptu saman að hann skyldi á brott fara en verstöð skyldi ávallt vera frá Hólmi [Reykjavík]“ Síðan heldur frásögnin áfram. Ketill flækist upp að Gufá að Mýrum og að Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þrælar taka að strjúka frá honum og svo má einnig skilja að kona Ketils hlaupist á brott með einum þeirra. Á endanum stela þrælarnir sér til matar á Álftanesi á Mýrum og kveikja í húsum og eru allir drepnir í kjölfarið. Umfjöllun Bergsveins um Ketil í LSV ber þess merki að hann hefur ekki lesið frásögnina í Melabók þar sem mörg lykilatriði vantar í hana. Hann virðist því styðjast við styttri útgáfu sem er að finna í Sturlubók. Staðreyndin er þó sú að það stendur skýrum stöfum í Melabók að Ketill hafi verið við veiðar á öllum helstu verstöðvum við Faxaflóa og átt í deilum við sjálfan Ingólf um veiðiréttindi. Honum gengur svo illa að þrælar og eiginkona strjúka frá honum eða stela sér til matar. Að lokum verður Ketill að leita ásjár hjá Geirmundi heljarskinni. Ályktunin sem ég dreg í Eyjunni hans Ingólfs um að Ketill hafi verið að eltast við sjávarspendýr á þessum ferðum sínum, og þar með hreinsað upp síðustu leifar rostungsstofnsins, er því alls ekkert sérstaklega frumleg heldur leiðir beint af heimildum og getur ekki talist einkatilgáta eins né neins heldur stendur þetta skýrum stöfum í Melabók. Ég held því einnig fram að sagan af Katli marki upphaf þess að eignarréttindi hafi verið skilgreind á sjávarnytjum líkt og sellátrum og verstöðvum. 8. „Áðurnefnt «veiðiþræla-viðskiptalíkan» sem Ásgeir setur þarna fram í eigin nafni, er síðan notað sem skýring á landnámi margra annarra, til dæmis Hjörleifs og Ingólfs: «Sú ákvörðun Ingólfs að slá eign sinni á allt Reykjanesið lýsir líklega því sama. Hann var að tryggja sér veiðilendur» (bls. 50). Mætti tala um þetta «líkan Ásgeirs» sem rauðan þráð gegnum bókina, sem ég reyndar fæ ekki séð að hangi saman á öðru en þessum eina þræði.“ Um staðarval Ingólfs er fjallað nokkuð nákvæmlega á blaðsíðum 50-52 í Eyjunni hans Ingólfs, það er af hverju hann ákvað að velja Reykjavík. Ástæðan er landfræðileg þar sem í Reykjavík fara saman góð höfn og gott land til búskapar – auk þess að þessi staðsetning er miðja vegu á milli Borgarfjarðar og Suðurlands. Við þetta má bæta að ég hef áður ritað fræðilega um staðsetningu Reykjavíkur sem stjórnsýslumiðstöðvar út frá haglíkönum. Mögulegar veiðar rostunga á Reykjanesi eru algert aukaatriði í þessu samhengi. Mjög víða í Landnámu og í Íslendingasögum er fjallað um að þrælar stundi bæði veiðar og hjarðmennsku. Búskapur á Íslandi virðist mjög hafa verið háður ánauðugu vinnuafli í upphafi líkt og komið hefur fram í umfjöllun margra sagnfræðinga sem vitnað er til í bók minni. Um rostungsveiðar þræla er lítillega fjallað í upphafi Eyjunnar hans Ingólfs en þær eru ekki hluti af meginefni bókarinnar. Það er algerlega rangt að „veiðiþræla viðskiptalíkan“ gangi sem rauður þráður um alla bókina eins og allir lesendur hennar hljóta að sjá. 9. „Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku. Síðar verður Ásgeiri tíðrætt um sækonunga þá sem byggðu við Norðurveginn gamla, þ.e. meðfram ströndum Noregs. Reyndar hafði ég útlistað nokkuð hið sama í hlutanum, Bjarmaland, í bók minni, en Ásgeir skrifar um tiltekinn sækonung: «Mikilvægasti konungsgarðurinn var Ögvaldsnes á Rogalandi sem liggur við svokallað Körmtsund [sic], sem var eins konar suðurhlið Norðurvegarins. Þar bjó Hjör konungur og Ljúfvina, kona hans frá Bjarmalandi við Hvítahaf, en samband þeirra ber skýran vott um tengsl við norðurslóðir. Hjör og Ljúfvina voru foreldrar þeirra Geirmundar og Hámundar heljarskinns er gerðust síðar landnámsmenn hérlendis.» (bls. 67) Að Hjör konungur, faðir Geirmundar, hafi setið á Ögvaldsnesi er hvergi nefnt í fornum heimildum. Sú tilgáta var hinsvegar sett fram í LSV, nánar tiltekið á bls. 38–47. Þar byggði ég m.a. á eigin örnefnarannsókn þar sem ég bar saman örnefni á Körmt (af því leitt Karmtarsund eða Karmsund) og örnefni í landnámskjarna Geirmundar. Þar sem örnefni voru ekki til á rafrænu formi, tók þessi rannsókn ein og sér langan tíma. Í öðru lagi er í LSV reifuð sú tilgáta að Karmtarsundið hafi virkað sem mikilvægt hlið á syðri hluta Norðurvegarins, og stöðu Hjörs lýst mjög á sama veg og Ásgeir lýsir sínum sækonungum.“ Í umfjöllun minni um Norðurveg og Ögvaldsnes studdist ég einkum við grein sem norski fræðimaðurinn Dagfinn Skre ritaði í European Review árið 2014 og ber titillinn „Norðvegr – Norway: From Sailing Route to Kingdom“. Þar er fjallað um stjórnmál og viðskipti á Norðurveginum sem raunar eru mjög gamalkunnugt umfjöllunarefni norskra sagnfræðinga. Í þessari grein [sem ég vitna til í neðanmálsgrein í bókinni] er veldi hinna norsku sækonunga lýst með eftirfarandi hætti: „[U]nlike the many kingdoms that were based on control of a territory, the kingdom of Norway was based on the control of the sea.“ Dagfinn fjallar einnig nákvæmlega um þýðingu Ögvaldsness sem hliðs Norðurvegarins. Þar kemur m.a. fram að konungar Rogalands hafi setið á Ögvaldsnesi og það sé því engin tilviljun að Haraldur konungur hárfagri hafi valið þann stað sem konungsgarð eftir að hann braut Noreg undir sig. Nánar er síðan fjallað um þau Hjörr og Ljúfvinu í Melabók Landnámu þar sem ætt hans er tengd við Ögvaldsnes og sagt berum orðum að þau hafi dvalist á Rogalandi. Það er því algerlega augljós ályktun í ljósi þess að Hjör konungur átti ríki á Rogalandi að hann hafi setið á Ögvaldsnesi líkt og aðrir konungar Rogalands bæði fyrir og eftir hans tíð. 10. „Þá er allmikill samhljómur í greinargerð Ásgeirs um þrælamarkað í Dyflinni við sams konar umfjöllun undirritaðs í LSV. Allmerkilegt er að mikið er vísað til írskra og breskra fræðimanna, sumpart þeirra sömu og vísað er til í LSV, án mikilla blæbrigða, ss. þar sem fjallað er um bandalag Ólafs hvíta við Áed Findlíath, sem ég taldi innsiglað gegnum hjónaband Ólafs við dóttur Áeds (bls. 181 í LSV og bls. 117 í EHI). Sama má segja um viðskipti Ólafs við aðra írska konunga sem ég rek í Írlandshluta minnar bókar.“ Dyflinni eða Dublin var fyrsta borg Írlands og Ólaf hvíta má telja föður borgarinnar. Helstu heimildir um Ólaf hvíta koma úr írskum annálum og fjölmargir þarlendir sagnfræðingar hafa fjallað um þátttöku hans í írskum stjórnmálum frá ótal sjónarhornum. Getið er um hjónaband Ólafs við dóttur Áed Findlíath í hinum brotakenndu írsku annálum (The Fragmentary Annals of Ireland) og hinar pólitísku afleiðingar þess hafa verið greindar fram og til baka hjá írskum sagnfræðingum. [Vitna ég í þessa brotakenndu írsku annála í neðanmálsgrein í bók minni.] Vilji fólk fræðast meira um þetta myndi ég mæla með greinum eftir Donnchadh Ó Corráin. Það er því nokkuð skýrt að Bergsveinn getur ekki lýst yfir eignarrétti á umfjöllun um pólitísk bandalög Ólafs konungs í Dyflinni við írska konunga. 11. „Í LSV kemur fram að Eyvindur austmaður hafi mögulega verið skipasmiður, en einnig er vísað í ossíanskt þjóðkvæði þar sem talað er um stríðsmanninn Eyvind (Eibhinn) sem birtist sem nokkurs konar landvarnamaður, þ.e.a.s. að hann hafi haft «sama hlutverk og Göngu-Hrólfur og hans menn höfðu í Rúðuborg; hann varði fólk sitt gegn innrás víkinga» (LSV bls. 172). Þetta var þá reist á þeirri tilgátu að heimildin getur um að Eyvindur barðist við Clian, sem gæti verið skylt Cliath, þ.e. gamla írska nafninu á Dyflinni, Baile Átha Cliath. Eins og sjá má er þetta algerlega frjáls túlkun og tilgáta sett fram í LSV og hvergi annars staðar, og því ærið umhugsunarefni að Eyvindur sé í bók Ásgeirs að jafnaði kallaður «landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs» og «landvarnamaður Cerballs konungs» (bls. 117) án þess að geta þess hvaðan sú hugmynd sé komin. Í norrænum heimildum er hún ekki til, í Hauksbók Landnámabókar kemur fram að Eyvindi «leiddisk hernaðr».“ Nokkrar norrænar heimildir nefna Eyvind austmann – þar með talin Grettissaga. Í 3. kafla segir: „Hann [Eyvindur] hafði landvörn fyrir Írlandi.“ Og áfram: „Eyvindur hafði þá tekið við herskipum föður síns og var nú orðinn höfðingi mikill fyrir vestan haf. Hann átti Raförtu dóttur Kjarvals Írakonungs.“ Í 4. kafla segir enn fremur: „.. þar til að Eyvindur austmaður tók landvörn þar [á Írlandi].“ Sú vitneskja að Eyvindur austmaður hafi verið landvarnarmaður Kjarvals Írakonungs kemur því hér beint úr Grettissögu en hvorki úr ossíönsku þjóðkvæði né er hún tilgáta Bergsveins 12. „Ekki þarf að taka fram að allt er sett fram sem frumrannsókn Ásgeirs Jónssonar. Hið grátlega í þessum plagíarisma er að jafnan er farið vitlaust með það sem stolið er. Ekki síst á þetta við í ofangreindu dæmi, þar sem hann setur Geirmund og Hámund heljarskinn í sama flokk, og að Geirmundur hafi átt að leita til Íslands «á eftir Birni austræna upp úr 888» (bls. 122–123). Þetta er til votts um brotakenndan stuld og þar af leiðandi merkingarlausan, því það sama «líkan» og Ásgeir sjálfur setur fram varðandi Geirmund heljarskinn er óhugsandi ef Geirmundur hefði komið svo seint út til Íslands, þegar landið var að mestu numið. Í LSV er einmitt sýnt fram á hvernig leiðir skilja milli Geirmundar og Hámundar löngu fyrr sökum fylgni við ólíkar valdablokkir í vesturvegi, og hvernig landnám Geirmundar í Breiðafirði á sér stað a.m.k. rúmum tveimur áratugum áður en Hámundur og Helgi magri halda til landnáms í Eyjafirði eftir að Kjarval fellur (bls. 212–213).“ Landnáma er skýr um það hvenær Geirmundur heljarskinn nam land við Breiðafjörð. Þar segir að hann hafi komið þegar „fjörðurinn var byggður hið syðra, en lítt eða ekki hið vestra“ sem felur í sér að hann hafi komið á eftir þeim Þórólfi mostruskegg og Birni austræna sem námu land á Snæfellsnesi. Samkvæmt Eyrbyggju kom Þórólfur hingað til lands tíu árum á eftir Ingólfi eða 884 og Björn austræni tveimur árum síðar eða 886. Geirmundur hefur þá líklega komið út einu til tveimur árum eftir það. Jafnframt segir Landnáma um Geirmund að „hann kom heldur gamall út.“ Sú tilgáta Bergsveins að Geirmundur hafi komið hingað tveimur áratugum fyrr eða 867 finnst mér mjög ótrúverðug og illa rökstudd enda gengur hún algerlega í berhögg við frásögn Landnámu. Það er hið minnsta ekki merki um „ brotakenndan stuld“ frá LSV að styðjast við frásagnir Landnámu í þessu efni. Það merkilega við þessa ásökun er þó að hún sýnir svart á hvítu að upplegg bókanna tveggja – Eyjunnar hans Ingólfs og LSV – er gerólíkt hvað varðar framvindu landnámsins. 13. „Á bls. 146–147 rekur Ásgeir þá «stofnanaumgjörð» sem Geirmundur heljarskinn kom á fót hér á landi. Hann vísar í orð Landnámu um að hann hafi haft átta tigu manna, og segir um slíkt «þéttbýli»: «Raunar var þéttbýli aðeins mögulegt á Íslandi með því að nýta hinar ríkulegu sjávarauðlindir landsins, allt fram á tuttugustu öld. Flest bendir til að lífshættir Geirmundar hérlendis hafi verið byggðir á rostungsveiðum og þeir gátu í raun ekki gengið upp þegar þeim stofni hafði verið útrýmt. Hann gaf frá sér búin að lokum» (bls. 147). Athyglisvert er að geta þess, að slíka túlkun á lífshlaupi Geirmundar er hvergi að finna nema í LSV og nú, hjá téðum Ásgeiri. Eins og fram hefur komið kallast Geirmundur aldrei annað en «bóndi» með «of búfjár» í miðaldaheimildum. Þá er þetta vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum, að Geirmundur hafi «gefið frá sér búin». Þar með hlýtur Ásgeir að eiga við landnám hans á Hornströndum. Hið rétta er að Geirmundur fellur frá, og eftir að hann er fallinn er landnám hans á Hornströndum gert að almenningum. Eins og rakið er í LSV hlýtur slíkt að stafa frá þingsbundinni ályktunum valdamanna eftir dag Geirmundar. Þetta er ívitnað til að sýna að hér er ekki aðeins farið rangt með það sem stolið er, heldur einnig það sem í miðaldaheimildum stendur.“ Landnáma er mjög skýr varðandi það atriði að Geirmundar hafi gefið frá sér bú sín á Hornströndum til Örlygs Böðvarssonar. Í Sturlubók Landnámu segir: „Örlygur son Böðvars Vígsterkssonar fór til Íslands fyrir ofríki Haralds konungs hárfagra; hann var hinn fyrsta vetur með Geirmundi heljarskinn, en um vorið gaf Geirmundur honum bú í Aðalvík og lönd þau, sem þar lágu til. … Örlygur eignaðist Sléttu og Jökulsfjörðu.“ Í LSV er því haldið fram að Örlygur hafi verið ármaður Geirmundar og gegnt lykilhlutverki fyrir svo kallað Geirmundarveldi. Það finnst mér vægast sagt undarleg túlkun á miðaldaheimildum. Þá er það einnig staðreynd að aðeins mjög lítill hluti af landnámi Geirmundar á Hornströndum var gerður að almenningum. Í Eyjunni hans Ingólfs er fjallað um hin mörgu bú Geirmundar heljarskinns með svipuðum hætti og bú Skallagríms á Mýrum og í Borgarfirði er einnig voru í umsjá þræla. Búin byggðu á mismunandi landnýtingu eftir því hvar þau voru staðsett. Hjá Skallagrími var eitt bú með áherslu á laxveiðar, annað hátt uppi í landi með áherslu á kvikfjárrækt og þriðja á Álftanesi með áherslu á sjávarnytjar. Geirmundur var að sögn Landnámu með fjögur bú á Hornströndum sem hafa án nokkurs efa byggt á sjávarnytjum, líklega veiðum sjávarspendýra. Mataröflun með nýtingu sjávarauðlinda skapaði forsendur fyrir hann til þess að halda 80 mönnum í föruneyti sínu líkt og segir frá í Landnámu. Við þetta má síðan bæta að ég hef ritað töluvert af fræðilegu efni um þéttbýlismyndun á Íslandi bæði að fornu og nýju þar sem sérstaklega er fjallað um þýðingu matvælaframboðs. 14. „Um gervalla bókina eru, þrátt fyrir að Leitin að svarta víkingnum eða Den svarte vikingen séu hvergi á nafn nefndar, litlar opinberanir sem sýna hvaða bók «höfundur» hefur haft á borði sínu við sinn «lestur» á Landnámabók. Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrifar um Hámund heljarskinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann hafði numið Arnarfjörð á Vestfjörðum … Örn … kom til Eyjafjarðar til að vinna með frænda sínum að héraðsskipan» (bls. 148). Hvergi kemur fram í Landnámabók né öðrum miðaldaheimildum að Örn sé frændi Hámundar eða Geirmundar heljarskinns. Þetta setti ég fram sem tilgátu í LSV (bls. 135, upprunalega frá 2013), og í annarri bók sem byggð var á þeirri rannsókn og heitir Geirmundar saga heljarskinns (2015, Bjartur). Það gerði ég sökum þess að Örn velur að flýja undar Geirmundi og á náðir Hámundar, og því gat ég mér til um þessa frændsemi.“ Það stendur skýrum stöfum í Landnámu að Örn sá er nam Arnarfjörð sé frændi þeirra bræðra Hámundar og Geirmundar heljarskinns en er ekki tilgáta Bergsveins Birgissonar. Í Landnámu segir: „Örn hét maður ágætur; hann var frændi Geirmundar heljarskinns; hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam land í Arnarfirði svo vítt sem hann vildi.“ Í vörn fyrir húmanismann Ritgerð Bergsveins „Stolið og rangfært“ endar með eftirfarandi. „Og ekki get ég að því gert, að mér sýnist í þessu dæmi speglast margt í þeirri «hagfræði» sem reið húsum hér í upphafi aldar, nefnilega það að vissir útvaldir hafi fullan rétt á að eigna sér það sem aðrir hafa lagt hart að sér við að búa til. Ef leyfa á þeirri hugmyndafræði að leggja undir sig vísindi og listir, er vissulega um endalok húmanismans að ræða, og, við nánari íhugun, endalok allra vísinda og lista. Hef ég því lagt málið fyrir Siðanefnd Háskóla Íslands og Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum.“ Ég vísa því til föðurhúsanna að ég sé sérstaklega útvalinn eða telji mig hafa rétt til þess að eigna mér það sem aðrir hafa búið til. Þetta eru órökstuddar og ómerkilegar dylgjur. Mér sýnist aftur á móti að með ásökunum sínum hitti Bergsveinn sjálfan sig fyrir. Ritgerð hans „Stolið og rangfært“ er fátt annað en tilraun til þess að lýsa yfir eignarrétti á hugmyndum og kenningum um upphaf landnáms hér á landi sem mjög margir hafa sett fram eða komið að í gegnum tíðina. Til þessa á Bergsveinn ekkert tilkall líkt og kemur fram með skýrum hætti í álitsgerð Helga Þorlákssonar prófessors. Það er illa komið fyrir húmanismanum ef sjálfskipaðir ármenn hans hérlendis koma fram með þessum hætti. Þessi greinargerð var send til Siðanefndar Háskóla Íslands vegna ofangreindrar kvörtunar Bergsveins Birgissonar. Hún er nú birt á visir.is sem er sami vettvangur og kvörtunin birtist upprunalega. Höfundur er Seðlabankastjóri.
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43
Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun