Verbúðin er enn okkar saga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 07:00 Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar