Segir skelfilega stöðu komna upp Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 16:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er uggandi vegna stöðunnar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26