Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 22:15 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. „Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35