Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 22:46 Hundruð vörubílstjóra safnast hér saman til að stöðva umferð um landamæri Kanada og Bandaríkjanna. AP/Bill Roth Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33